Á að drepa fyrir manni drenginn!

Það sem bar hæst hjá okkur í dag var líklega það að það var bakkað á hann Eyþór þar sem hann var að hjóla á hjólinu sínu...ég ætla að segja aðeins frá atburðinum hérna og henti að gamni inn nokkrum myndum af litla slysasnáðanum inn í textann hér og þar.

Eyþór glænýr

 


 

Það sat ungur maður við stýrið á sendiferðabíl og hann sá einfaldlega ekki barnið þar sem hann hjólaði fyrir aftan. Hann bakkaði beint á Eyþór...og hjólið fór undir bílinn og er ónýtt, en drengurinn hentist af og skutlaðist eftir malbikinu og er vel skafin upp eftir annarri hliðinni og á báðum öxlum og á öðrum handleggnum og í lófanum og fékk hann einnig gott svöðusár fyrir ofan aðra mjöðmina og helblátt eyra...(sem við að vísu föttuðum ekki fyrr en á spítalanum)

 

Feitubollueyþór 3 mán 

Hann var sem betur fer með hjálm svo að það er einungis eyrað þeim megin sem bílinn skall á honum sem er illa marið, eftir hjálminn...en kollurinn er í lagi.

Bílstjórinn fékk auðvitað áfall, strákgreyið. Ætli þetta sé ekki með því verra sem hægt er að upplifa...það að keyra á barn. En hann kom með Eyþór heim að dyrum, ásamt konu sem varð vitni að þessu, og var í rusli, afsakaði sig í bak og fyrir og þurfti  næstum að huga jafn mikið að honum eins og að krambúleraða barninu.  Við fullvissuðum hann þó um það að að sjálfsögðu vissum við að þetta var slys...það vill engin keyra á barn og að engin áfelltist hann.

                                   

 

      Litli stóri bróðir InLove

 

 

 

 

Við vorum svo heppin að gimpó og lína voru hér í heimsókn svo að við gátum bara farið tvö saman uppá slysó, en ekki með bræðurna með okkur.

Þar var litla manninum tekið eins og hetju og var hann allur sótthreinsaður og búið var um verstu sárin, honum fannst auðvitað nett töff að geta sýnt plástra þegar við komum heim af slysó Cool

sumarbörn

Þríeykið

 

 

 

  Og varð svo stóri bróðir í annað sinn 5 ára...Þríeykið fullkomnað

 

 

 

 

 

En við komum heim þegar klukkan var langt gengin í átta og ÞÁ þyrmdi yfir mömmuna (þessar mömmur með sín mömmuhjörtu Crying).....mikið að gerast undanfarna daga...og tilfinningalega þrekið bara næstum uppurið. 

En töffaraermin góða kemur sér vel, því nú þarf að raka sér saman fyrir fyrsta skóladaginn á morgun..þar er að segja ef að litli slysamaðurinn verður skólafær á morgun.

Bjútífeis á leiðinni á ströndina.Fallegi 7 ára snáðinn minn ....Crying

 

Reality check dagsins....börn eru afar afar brothætt...og líka mömmuhjörtu... Undecided

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ... það er mögulega verst í heimi sko, getur mar ímyndað sér .. samt svo fyndið einsog þú segir, þá er mar geðveikt hugrakkur akkurat þegar mar þarf að vera það og fær svona sjokk og grenjukast eftir á ....  en oft er nú gott að geta verið hörkutól þegar á reynir...

elsk ykkur endalaust og knústu snáðann og ana frá okkur

A og A

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:53

2 identicon

Úff fékk bara gæsahúð að lesa þetta enda er þetta það sem ég hræðist allra mest í þessu lífi en gott að heyra að það fór ekki verr þó svo þetta sé meira en nóg.

sibbinn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:34

3 identicon

Guð minn góður krúsí mús og ég bara úti á túni í dag... já þetta var ekki fallegt að heyra en alveg undursamlega yndislegt að ekki fór verr... þar skall hurð nærri hælum... Miljón knús til þín og ykkar..break a leg í skólanum og haltu áfram að vera duglegust..

Knús S....

S (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:45

4 identicon

Úfff ...

kv

Bjössi

bjornjul (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:47

5 identicon

Stendur þig eins og hetja skvís. Gaman að fylgjast með blogginu. You go girl

Eyrún (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:32

6 identicon

úff, ég fékk aftur sjokk þegar ég las þetta, ekki alveg búin að jafna mig síðan í gær þegar þú sagðir mér frá þessu...

bata kveðjur til Eyþórs

knús á ykkur öll, Kristín frænka á Ísafirði

Kristín (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:15

7 identicon

Æj, greyjið kallinn!

Þú getur skilað til hans frá fyrrverandi krambúleraðasta krakka heims - sem þykist núna ekki vera lengur krakki - að ör séu töff

Harpa frænka á Ísafirði (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:59

8 identicon

kvitt kvitt

Dagný (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:46

9 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Sæl Jóna....gaman að sjá þig og "heyra" systir góð

Já við vorum rosalega heppin, segja má að þarna hafi púkinn fengið "ókeypis" áminningu um að það sé ekki sniðugt að hjóla á bílastæðum, og að mömmunöldur um hjálmanotkun er ekki bara nöldur

Töffaraermin góða er það sem ég held að allar mömmur ..og flestir pabbar...eigi. Það bara vita ekki allir að þetta kallast töffaraermi...ætli þetta heiti ekki líka seigla ...og af henni grunar mig nú að þú eigir dágóðan skammt

Þessi orðanotkun byrjaði í einhverju gríni út frá því að talað var um að taka móðgunum bara á ermina...en ekki inná sig....þá varð asninn ég auðvitað að búa mér til töffaraermi...til þess að geta haldið "kúlinu" þó það sé stundum erfitt

Birna Eik Benediktsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:04

10 identicon

Hæ hæ

Sjokkerandi lestur.. en gott að stráksi er heill og ég er alveg sammála krambúleraða krakkanum
ör eru auðvitað mjög svöl

luve Helga R

Helga R (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband