Haustskógarferð

 

Eftir afar annasaman dag (lesist: sofið út, lært smá..snattað niðrí bæ og setið á kaffihúsi) ákváðum við mútturnar að drífa liðið í skógarferð. Nýta þennan rigningarlausa dag í eitthvað skemmtilegt Wizard

Þetta plan féll í góðan farveg hjá restinni af liðinu og lögðum við því að stað, fullorðna fólkið á fæti, krakkaormarnir á hjólum og gríshildur litla í kerru, inn í skóg.   Jóna var vopnuð myndavélinni góðu og var ferðin því vel dokjúmenteruð (þó svo a Gimsi græja þyrfti auðvitað að rífa af henni myndavélina á 5. mínútu ferðarinnar) 

Við löbbuðum og klifruðum og fengum froskaáföll (þegar jarðvegurinn undir manni byrjar að iða). Fundum leynd skógarhús, skylmdumst, festumst í drullu og borðuðum kex...og ýmsar ljósmyndatilraunir voru gerðar. 

Ég birti hér nokkar myndanna sem teknar voru, en það eru fleiri í albúmunum hér til hliðar og svo eru þær allar á myndasíðu Jónu og Eyþórs sem ég linka á hér til vinstri.

skórEyþór festi skóinn sinn í drullu....hehe  hvað annað Cool                                                                             

 

 

 

 

 

 

Honum var sem betur fer bjargað hehehe, og svo varð Lína auðvitað að festa sig líka LoL snillingafélagið.

Mamman                                                                                 Eitthvað agalega fyndið í skóginum Tounge                                                                               

flækjufólk

 

 

 

 

Klifrað var upp um allann skóg.......

 

 

 

 

klifurmúttan                                                                                                                       ....líka mömmurnar!

 

Þetta var allt í góðu gamni og ég hvet ykkur endilega til að kíkja á myndirnar sem strákarnir voru að leika sér að taka sem eru á myndasíðu Jónu og Eyþórs.

Planið út vikuna er að læra...so far....hef ég ekki verið aaaaaalveg nógu dugleg.....vantar ennþá sumar námsbókanna Shocking  Og eyða tíma með Eyþóri....við að gera ekkert...bara vera til..og gera venjulega hluti bara tvö saman.  Fólk sem á bara eitt barn veit ekki hvað það á gott að geta baðað barnið sitt í athygli eins og það vill.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt frá klakanum.

sibbinn (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:40

2 identicon

en fólk sem á bara eitt barn veit ekki hvernig er að vera elskaður á mörgum vígstöðvum í einu!!!

Ella frænka (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

HAHAHA  ég elska þig Ella....svo rétt...svo rétt

Birna Eik Benediktsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband