Tapaði fyrir jólunum....!

 

Vá hvað ég er búin að skíttapa fyrir jólunum Blush  Ég sem hef alltaf verið anti-nóvember-jólafasisti er bara búin að setja jólaljós upp um allt og dreifa jólaskrauti útum alla íbúð, setti meira að segja seríu á litla sæta jólatréð sem gamla settið kom með heim frá Singapor hér um árið. 

Svo að núna er allt voða voða huggó heima hjá okkur (quote: Eyþór Atli) Við Jóna dembdum okkur líka í smákökubakstur síðustu helgi (strákunum til mikillar ánægju Cool) og hefur verið stanslaus smákökuilmur í húsinu síðan....þar sem við erum voða voða dugleg við að maula þetta góðgæti Cool

 

Annars er pressan í skólanum að aukast til muna, ég bíð ennþá eftir því að ég tapi mér í stressi en það virðist ekki ætla að láta á sér kræla...sem endranær hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera LoL

Ég þarf samt að skila einum 5 ritgerðum fyrir annarlok, sem þurfa að mæta ákveðnum stöðlum svo ég öðlist próftökurétt í þessum 5 fögum, 6. fagið er símatsfag sem betur fer.  Svo fer í hönd prófatími í JANÚAR....já takk fyrir kærlega...frábært að fá tækifæri til þess að velta sér uppúr prófalestri svona yfir jólin...þar sem ég á hvort sem er ekkert börn til þess að halda jól með eða neitt....Shocking  ...piff á þetta skipulag Sick

En svona er það víst þegar maður hellir sér í háskólanám, einstæður með þrjá orma í pilsinu...strákarnir geta hist og lært um helgar...á meðan ég fæ að fara í smákökubakstur og Lúdó LoL  Það er svolítið spes upplifun að vera sú eina í mínum bekk sem á börn...og það virðist alltaf koma bekkjarfélögum mínum jafn mikið á óvart þegar ég get EKKI hitt þau til að læra eða djamma eða leika eða eitthvað...því að ég er að fara á Tae Kwon Do æfingu...eða heim að elda og leika með playmo Tounge 

 

 

En það er eins gott hvað veturinn er frábær tími hérna í DK, annars væri erfitt að keyra þetta í gegn á seiglunni...danir hafa jólaljósin uppi við lengi því það verður svo mikið niðamyrkur hér, ótrúlegt í rauninni hvað það verður mikið dimmara hér en heima á Íslandi...mér finnst það svo kósý Wink  ...  að fara með litlu feitabolluna mína í leikskólann...dúðaðann í snjógalla, með þykka húfu og vettlinga og gallaður uppúr og niðrúr í ull innan undir....OF SÆTUR LoL

Svo er það einhvernvegin öðruvísi að koma heim úr skólanum á milli 16 og 17 með ungastóðið í niðamyrkri, fara inn og fá sér kaffitíma...rúgbrauð, smákökur og kakó....því það eru að koma jól hehe...og kúra svo eitthvað og lesa eða fara í heimsóknir í myrkrinu til nágrannanna...æææææ mér finnst þetta myrkur sem kúrir yfir eitthvað svo rómó alltaf.  Ískuldi, stjörnubjartar nætur, kúr undir teppi... InLove  (ég ss þarf ekki að hjóla í ískuldanum eins og hinir Bandit)

 

Dsjís...(nýja uppáhalds ritaða orðið mitt) ég er svo upptekin af því hvað lífið er skemmtilegt um þessar mundir að ég gleymi alveg að stressa mig yfir prófum og ritgerðum, fólkið í skólanum er svo skemmtilegt að það léttir andrúmsloftið alveg gífurlega...verður maður svo bara ekki að vona að þetta smelli bara saman í annarlok Whistling

 

Annars var verið að gefa út bók um Gamlann minn....og ég hlakka GÍFURLEGA til þess að  glugga í hana um jólin...það er ekkert smáræði  sem ég er stolt af kallinum, mér finnst ég heppin að þekkja hann, hafa fengið og fá ennþá að læra af honum InLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég öfunda ykkur af jólabakstrinum, hér hefur ekkert svoleiðis verið planað einusinni...

til lukku með gamlann, ég er aðeins búin að kíkja í bókina - margt þarna alveg ótrúlegt! og ég er nú líka bara ansi stolt af að eiga smá í honum

vona svaka mikið að ég nái að hitta ykkur eitthvað meðan þið stoppið á íslandinu

knús að vestan

kristín (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:21

2 identicon

Ég hef alltaf og mun alltaf tapa fyrir jólunum enda er ég mikill nautnaseggur. Asskoti er kallinn reffilegur í nýju bókinni og spurning hvort maður kíki ekki á hana um jólin.

sibbinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband