Helgin já...

Þetta var litrík helgi...to say the least!

 

Ferðin suður byrjaði vel, Við Stevie fórum í samfloti með Oddnýju Láru eðalfrænku sem er komin slétta 8 mánuði á leið með frumburðinn. Það vildi svo ekki betur til en svo að einhverjir hnökrar voru á því að við kæmumst beinustu leið suður því að sjúkarhúsið á Akranesi krafðist nærveru okkar frændsystkina eftir að nokkrir bílar höfðu tekist á um göturýmið undir Akrafjalli Pouty Sem betur fer eru allir á lífi, fólk mismikið brotið að vísu en Gríshildur, leigjandinn hennar Oddnýjar, er hraust (sver sig í ættina) og heldur sig staðföst á sínum stað InLove

 

Þegar í bæinn var komið (við sem vorum ferðafær) tók við Keilisgleðskapur sem að sjálfsögðu var frábær Wink Þó gat hann ekki gengið hnökralaust fyrir sig heldur því um klukkan 01:00 fæ ég símtal frá snillingi sem þá var farin heim og taldi hann sig vera í einhverjum vandræðum.....eða réttar sagt var mér bara að koma strax yfir...lengri urðu þær samræður ekki þar sem ég smeygði mér í spandex gallann með þrumunni framaná og henti á mig skykkjunni og flaug af stað......Whistling ........nei ?   trúið þið því ekki?   Ókei...en svona: ég sagði við Lalla....."Lalli....vantar bíl NÚNA"  hann sagði "lyklarnir eru í vasanum mínum" svo ég rændi Lárus, og hentist af stað.  

Þar var hetjan í andnauð svo sjúkrabíll var eina vitið. Við hentumst í dauðans ofboði niður á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ og þar var mallaður lyfjakokteill í sjúklinginn og honum gefið súrefni að sjálfsögðu...þessi elska er nefninlega með bráðaofnæmi...og öndunarvegurinn var að gera sér lítið fyrir og lokast bara! 

Eftir að hafa tekið út aðstöðuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í svolítin tíma (sjúklingurinn ss hafður undir eftirliti) sluppum við svo heim á leið.

 

Laugardagurinn var líflegur eins og við var að búast. Sofið var eilítið frameftir vegna anna næturinnar áður og var ég mikið fegin því að þurfa ekki að glíma við timburmenn eins og sumir aðrir Grin

Eftir mikið snatt og heimsóknargræ var deginum slúttað á Andkristnihátíð, sem var auðvitað tær snilld. Á Amsterdam komu fram nokkur frábær bönd, og áttu sér stað ýmsir atburðir sem ættu hreinlega helst heima í annarri vídd! en ég uppgötvaði nýfundna ást á bandi sem kallar sig Bastard og Sólstafir standa að sjálfsögðu ALLTAF fyrir sínu Cool Viðleitnisverðlaunin fær þó hljómsveitin Reykjavík! sem tókst á þeim tíma sem þeir spiluðu 3 lög að slíta eina gítaról, brjóta einn disk í trommusettinu og slíta streng í bassanum Police Þeir urðu að stíga af sviði vegna þessarra hrakfara en þeir gerðu það með brosi á vör og húmorinn í framsætinu og voru þessvegna algerir sigurvegarar þarna Cool

Þarna var rokkað þangað til klukkan var rúmlega 3 og fór ég þá í að skila sauðdrukknum lýðnum heim....hehehe  það var áhugaverð bílferð Tounge

 

Sunnudagurinn fór að mestu í jólasveinaskyldur og heimsóknir, það er að sjálfsögðu ómögulegt með öllu að athafna sig í borg óttans án þess að rekast á múg og margmenni á förnum vegi og var það töluvert skemmtilegt að ná að gefa mörgum vinum og ættingjum jólaknúsin svona á röltinu Heart

  Við lögðum af stað úr bænum um klukkan 10 að kvöldi og þá með fullann bíl þar sem Davíð Stefnisson (sem ætlar að skíra son sinn Benedikt...því þá á hann Benedikt Davíðsson.....gaurinn er 11 ára!) kom með okkur norður og ætlar að eyða jólunum með pabba sínum og okkur hérna, og svo var auðvitað svarti maðurinn með.... LoL 

Þetta var frábært roadtripp; tónlist, húmor,  íslenskt svartamyrkur uppá heiðum, snjókoma......og meiri húmor LoL    Við renndum í hlað í Kolgerði klukkan 03:00 og hrundum í bælin (að vísu var Dabbi búin að sofa síðan um 11 leytið) ....sem var ÆÐI!

 

Ég er strax farin að hlakka til næstu helgarferðar á suðvesturoddann Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veistu, þessar hrakfarir hljóta að elta sumt fólk (þig, Birna, og Hörpu systur ;) á röndum :) -gott að allir sluppu heilir!

knús á liðið í norðrinu frá Kristínu fyrir vestan

Kristín (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já þetta hljómar eins og sjúkrahússaga frekar en ferðasaga. Óska öllum þarna fyrir norðan Gleðilegra Jóla! Bið að heilsa svarta manninum!

Elín Sigurðardóttir, 24.12.2008 kl. 10:58

3 identicon

hú is ðe black man?? tengjarinn e-ð ekki í gangi!!

anny og arnhildur (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Nú Kári auðvitað 

Birna Eik Benediktsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:42

5 identicon

ahhh... hann orðinn svartur????!!!!... strange...

Anny (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Hann hefur alltaf verið koooooolsvartur.....kallaður negrin síðan hann var 5 eða 6

Birna Eik Benediktsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband