Rílí!

 visir.is gerir það að fréttaefni að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera samkynhneigð....Shocking

 

Æ....mér finnst þetta hallærisleg frétt ef frétt skyldi kalla, að draga kynhneigð fólks inní svona umræðu.  Jóhanna Sigurðardóttir er ekkert merkilegri eða ómerkilegri hver sem kynhneigð hennar er.

 

Svona pirrar mig. þetta er ömurlega íslenskulega sveitó. Jóhanna má sofa hjá hverjum sem hún vill on her own time, svo lengi sem hún stendur undir ábyrgð sinni sem stjórnmálamaður þegar hún er í vinnunni.

 

Mér finnst þetta helst minna á það þegar Bill nokkur Clinton fékk á sig slæmt orð sem forseti vegna þess að hann var ótrúr konu sinni.....svo þegar kemur til kastanna er hægt að sjá að maðurinn var bara með betri forsetum sem BNA geta státað af á síðari tímum....ÞÓ hann hafi haldið framhjá.....kynlífi fólks á bara ekki að blanda í umræður um starfsgetu þeirra......

 

 Þetta er pirr dagsins, sem fyrir utan þetta var afar árangsursríkur og jákvæður dagur Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Jóhannsson

Þetta er einmitt ekki réttindabaráttu samkynhneigðra til framdráttar, þ.e. að segja að hún sé samkynhneigð og þar með viðurkenna að það sé eitthvað öðruvísi við það. Kjánaleg fréttamennska en vekur víst mikla athygli einhvers staðar

Róbert Jóhannsson, 27.1.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Nákvæmlega mín hugsun...þetta væri eins og að draga athygli að því að Steingrímur J. sé rauðhærður...OG sköllóttur...og draga það fram sem eitthvað sérkenni frekar en eðlilega varísjón í mannfllórunni líkt og samkynhneigð er.

Birna Eik Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 07:41

3 Smámynd: Róbert Jóhannsson

Það skrýtnasta er nú samt að það er einhver sér fréttavefur samkynhneigðra sem er að fjalla um þetta. Þurfa þeir í alvörunni sér fréttavef? Eru þeir ekki að gera svolítið lítið úr sjálfum sér þannig?

Róbert Jóhannsson, 28.1.2009 kl. 10:20

4 identicon

Auðvitað er þetta fréttaefni og afar mikilvægt fréttaefni fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra. Því opnari sem umræðan er, því fleiri sem komast til metorða þrátt fyrir kynhneigð sína, því betra. Já já kynhneigð á ekki að skipta máli, ekki frekar en kyn, kynþáttur eða trú, en staðreyndin er samt sú að það hefur haft mikil áhrif. Þetta er bara mjög stórt skref í átt að því að gerð manneskju skipti meira máli en það sem áður var upptalið.

Og nei Róbert, þar með eru samkynhneigðir ekki að gera lítið úr sér. Það er hin mesti miskilningur, ekki frekar en Martein Luther King gerði lítið úr sér, eða Rosa Parks eða réttindabarátta blökkumanna í BNA að fagna þeim merku tímamótum sérstaklega að blökkumaður hafi í fyrsta sinn í sögunni orðið forseti BNA nú á síðasta ári. (Ég meina, Íslendingar segja gjarnan stolltir frá því að á Íslandi hafi kona orðið forseti fyrst í heiminum. Vorum við að gera lítið úr konum með því?)

Bjarndís (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband