Fjölskyldan :O)

 

Spekúlasjónirnar hjá þessu smáfólki eru frábærar Heart

Við eyddum jólafríinu mikið í að ræða um fjölskylduna okkar. Mamman og strákarnir...kjarnfjölskyldan.  Þetta var gert vegna þess að ég var að prófa nýja leið til þess að hvetja Eyþór til þess að vera samvinnuþýður í skólanum..

 

Þá var farið útí umræður um að fjölskylda er eins og lið...allir verða að gera sitt hlutverk og hjálpast að svo að liðið virki og til þess að liðið eigi líka afgangs orku til þess að njóta lífsins Wink  Þetta fannst peyjanum  mínum afar rökrétt og eftir að hlutverk allra fjölskyldumeðlima hafði verið skilgreint til hlítar fannst mínum þetta ekkert mál og hefur hann staðið sig eins og hetja í skólanum það sem af er árinu....litla hetja Heart

 

Taka tvö af þessum samræðum kom svo upp í sambandi við væntanlega fjölgun;  Hvert verður hlutverk litla barnsins, hvert verður okkar hlutverk gagnvart litla barninu, fær Karólína líka hlutverk, hvað gera lítil börn, veit Baldur að hann er að verða stóri bróðir, erum við ekki mjög rík að eiga svona mikið fólk, má pabbi eiga barnið með okkur, hvar geymum við barnið á meðan þú ferð í skólann, hvernig er nýja húsið okkar, megum við  velja hvort það kemur bróðir eða systir, fáum við annan bíl eða þarf einn alltaf að vera frammí....er barnið núna flækt í spagettíi? LoL

 

Þessar...og ENDALAUST margar spekúlasjónir í viðbót hafa verið teknar fyrir og mér finnst alveg frábært að fá að upplifa þetta svona í gegnum börnin. Spá og spekúlera og finna fyrir því í gegnum strákana hvað litla fjölskyldan okkar (sem er kannski bara ekki svo lítil Woundering) er þeim mikil þungamiðja í lífinu og hvað það er í rauninni mikill léttir í lífinu að eiga fjölskyldu sem fúnkerar vel og sem allir eru hamingjusamir og afslappaðir í Heart

 

Annars hefur hér verið hið versta pestarbæli og leit það illa út með Benedikt á tímabili, þessu fer samt vonandi að ljúka þar sem ALLIR eru að verða nett geðveikir á ástandinu.....og mér finnst miður skemmtilegt að byrja nýja önn á því að vera eftirá.....jeij.Woundering

Svo ein veikindamynd...Benni á spítalanum í Sonderborg....náfölur og hressilegur InLove

Veiki Benni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Þetta er náttúrulega bara snilld! Þau segja svo skemmtilega hluti þessir englar!

Elín Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 21:20

2 identicon

æji litlinn!... já þau eru skemmtileg... gott að heyra að allt gangi vel...saknaðarkveðjur frá grafavogi!

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:23

3 identicon

Æi litli prinsinn...gott að það er aðeins farið að birta til og jeminn hvað ég get ekki beðið eftir því að fá að sjá nýju íbúðina!!

Sigga Sønderborg (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband