Íslendingur með dönsku ívafi...?

 

Er það að vera í lopapeysu með sólarvörn....eða að vera úti að "hygga sig" í hitanum með bjór, með tölvuna í fanginu?

 

Í dag var það dýragarðsferð með nesti að dönskum sið......en með peysur á alla til öryggis Shocking  Langar að taka það fram að gamni að klukkan 18:00 þegar við vorum að fara heim var 29 stiga hiti....svo ekki reyndist þörf fyrir peysurnar góðu Joyful

Kjánasafnið á leiðinni í dýragarðinn

 

Við semsagt skelltum okkur í dýragarðinn í dag. Mín brá sér í húsmóðurhlutverkið og útbjó hið fínasta nesti með öllum græjum, smurði mannskapinn með sólarvörn og fann eins lítil föt og siðsamlegt þykir (samt með peysur með til öryggis LoL)   Heilmiklu þurfti að pakka til þess að taka með og þykist ég nokkuð montin með mig að hafa EKKI gleymt myndavélinni í þetta skiptið, (né bleyjum) en draslið varð svo mikið að ég tók kerruna með til þess að strolla því í...pjakkurinn harðneitar yfirleitt að vera í henni hvort sem er Cool

 

Þarna mættum við semsagt bright and early, vel lúbaður íslendingahópur reddí að drekka í sig dýratengdar upplifanir......þar að auki drukkum við í okkur ótrúlegt magn af vatni, eplasafa og kakómalti...og einstaka sinnum voru á vörum mínum orð eins og "komdu niður" "það fer enginn annar þarna upp vinur" "komdu til okkar"   .........þrjár stjörnur fyrir þann sem getur getið sér til um til hvers var talað í ÖLLUM tilfellum....Whistling Fötin fljót að fjúka....

 

 

Við skottuðumst í þessum blessaða dýragarði allann daginn og fram undir kvöldmatartíma og ætlum alveg örugglega aftur bráðlega Smile

Ég veit það er erfitt að trúa því....en þetta eru EKKI allar myndir dagsins....enn fleiri eru í albúmi þeirra bræðra...og enn fleiri bara inni á tölvunni Woundering

 

 

Litlu bræðrarassgöt :O) ÞARNA ER TÍGRISDÝR!! Að grillast í rúmlega 30 stiga hita Nestispása Tarzan fann auðvitað eitthvað að hanga í Samvinnan blívar hehe...elska svona eðlilegar myndir :O)Spiderman in the making Sem bugaðist aðeins sökum húfunar. Batman mættur  Metal spiderman haha Fólk stoppaði til þess að dást að töffaranum hehe Ofurhetjubræður....með tattoo og andlitsmálningu Vígalegur útkrotað lið HAHA Horfast í augu grámyglur tvær.... Glansinn aðeins fer dvínandi hjá spiderman., Tveir vel soðnir tap 

 

Við ákváðum svo að ná okkur í Orma-pizzu og mömmu pítu á leiðinni heim.....og fórum í grettukeppni á meðan við biðum eftir matnum.... feitinn, sem er ekkert feitur lengur,  svaf í krúttíbolluna á sér á meðan þar sem hann hafði gefist upp eftir tveggja mínútna veru í bílnum.    Pizzugæjinn hefur hitt okkur 2-3 áður og er maður greinilega eitthvað eftirminnilegur...svona með urmull af drengjum sem finnst gaman að spjalla við bakarana....og þegar við komum inn var það fyrsta sem blessaður strákurinn gerði að bjóða okkur vatn....hehe  hann ss sá hvað við vorum soðin eftir daginn Pinch

 Pizzusprell HAHA   svo gáfulegir Bakkabræður bíða eftir pizzu sprelli Og ein með mynd af Baldri....úr því hann sefur bara útí bíl 

 

Benni bjútí vildi fá mynd af sér með mynd af bróður sínum litla....svona af þvi hann missti af grettukeppninni.......alltaf svo góður stóri bróðir InLove   

Eftir matartímann heima fór Spiderman hin yngri í bað og var skrúbbaður hátt og lágt...enda hafði hann gengið um berfættur að mestu allann daginn og var grútskítugur og sveittur .......en upplitið var ekki hetjulegt undir það síðasta  Whistling  Hinar eldri ofurhetjur nutu sinna baða öllu frekar,  Þess er ef til vill óþarft að geta að ungviði heimilsins var afar fljótt að sofna hér í kveld Heart

Batteríin búin í batterman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

af því þú talar um í þessari færslu að hafa með peysur á alla til öryggis, hún Sigrún systurdóttir mín (og systurdótturdóttir þín) hjólar nú um allt án hjálpardekkja, já eða sko, hún er með eitt til öryggis...á bögglaberanum ;)

kv, Kristín frænka

Kristín (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

HAHAHA   sæti snillingur....hún kippir í kynið sú  :O)   Enda er hún svo heppin að líkjast ömmusystur sinni svolítið þessi elska

Birna Eik Benediktsdóttir, 21.6.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband