Kerteminde, heaven on earth :O)

 

Þorpið litla sem lúrir við austurströnd Fjóns, þorpið litla sem systur tvær utan af Nesi nutu í 3 mánuði forðum daga ástamt börnum, mönnum og fylgdarfólki.....þorp með máluðum útihurðum, litlum skökkum burstahúsum og dönum sem segja "halloj" yfir götuna þegar þeir mætast á hjólunum....ég komst að því þegar ég var komin langt yfir tvítugt að þetta þorp hefur líka sögulegt gildi fyrir dani.....ekki bara mig og mína fjölskyldu LoL

 

Ég .....vopnuð litla liðinu...ætlaði í Tivoli í dag....það vildi þó ekki betur til en svo að Tivolíið var bara farið GetLost  Eyþór bugaðist á staðnum og tuðaði eins og gömul kelling á  meðan við Benni ákváðum bara að fara á ströndina í staðinn.....Baldur var geim í hvað sem er svo við hentumst heim og sóttum strandgræjur.......og rúntuðum svo í þessar 20 mín sem það tekur að fara til Kerteminde.

Stæltir strákar á ströndinni

 

Þarna eru piltar þrír mættir, algerlega soðnir eftir bílferðina. Við ákváðum að það eina viturlega í stöðunni væri að fá sér ís áður en farið yrði í sjóinn.

 

Smá ís eftir bílferðina....áður en sjórinn er massaður

 

 

 

Gomsarnir voru snöggir á háttaranum og voru komnir í réttar græjur fyrr en varði, ég auðvitað fór með pattanum og ég verð að játa að ég lifi enn fyrir þessa einu frískandi stund í dag haha.....tær í sjó....

 

Við Baldur höfðum nú ekki sérstaklega langa viðdvöl í flæðarmálinu fyrst í stað heldur héldum brátt að okkar beisi og fengum okkur kex og eplasafa til hressingar.

Flæðarmálið í Kerteminde er þannig að maður getur vaðið og vaðið og vaðið lengst út á haf....en sjórinn verður ekki dýpri en svo að hann nær manni í mitti.  þessi gífurlega sandparadís var vel nýtt af þeim bræðrum...en Baldur og Benni unnu að mestu rétt í flæðarmálinu á meðan Eyþór var á sundi.

 

Bjútfeis komin útí sjó Montrassgat Baldur langaði til stóru strákana... Sólin að þurka krúttið Alltaf flottir saman :O) Vinnumenn Verið að massa þetta Staðið í framkvæmdum Benni í þurkun Þennann langað MJÖG að stökkva útí hehe Tveir að skoða marglyttur við höfnina Baldur klifraði uppá borð sem við gengum framhjá.....og tjúttaði  flisssss :O) Leikvöllur við smábátahöfnina.....bíddu..hver er uppá? 

 

Þessar......og fleiri eru allar að finna í ormaalbúminu góða sem virðist vera í einhverjum vaxtarkipp þessa dagana.....þetta er að komast inn í möntruna mína...."lykar, veski, sími, MYNDAVÉL"  Grin

Við vorum sem fyrr vel nestuð og mættum bara heim í kvöldbaðið....þeir bræður fengu að fara allir saman í sturtu og var mikið um hrossahlátra inna af baðherbergi og alveg er hreint ótrúlegt hvað eitt baðherbergi getur orðið blautt á ekki meiri tíma en tíu mínútum  Whistling 

 

Við litli Jón erum vel maríneruð eftir daginn...ég orðin heltönuð á bumbunni og gaurinn bara lá og svaf í hitanum....NÚNA aftur á móti er hann að ná sér niður á mér fyrir virkni helgarinnar með endurinnréttingum og samdráttarverkjum og svoleiðis skemmtilegheitum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Oh Kerteminde! þvílík snilld! Er pusluvagninn ennþá á sínum stað? Hvað með súra barinn m. fríkadellunum hvað hét hann aftur? Hefði alveg verið til í að vera með ykkur, mín hefði tekið sig vel út í strákastóðinu. Vön gaurum enda 15 gaurar og 5 stelpur á leikskóladeildinni hennar. Knús úr Álftamýrinni!

Elín Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Amanda Bar hehe...nei hann er lokaður núna og stendur eitthvað um health hassard í glugganum...en ég rúntaði þangað útettir í mars og þá var hann enn opin......með samskonar úrvalsliði af kúnnum ;O)

Pylsuvagninn var á sínum stað en tyggjósjálfsalinn sem sá familíunni fyrir tyggjói þar til svarti maðurinn fékk gula.....er horfin...ég syrgði hann smá.

Það hefði bara verið frábært að hafa félagsskap af ykkur þarna....með rauðhærðu dömuna sólblokkaða í kross...  :O)   Heimboð alltaf opið hehe  ;O)   erum með aukaherbergi og alles undir flökkukindur :O)

Birna Eik Benediktsdóttir, 1.6.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband