Hámarki hita náð...

 

Það er ekki gott að vera að detta í 35. viku meðgöngu, með of lágan blóðþrýsting og upplifa hitabylgju, í svona hita ætti að vera bannað að þurfa að gera eitthvað eins og að þvo þvotta, elda mat, þrífa, vesenast í börnum eða þurfa að sinna erindum eins og verslun og skrifstofuheimsóknum....einungis ætti að vera leyfilegt að liggja í makindum sínum á bökkum sundlauga eða við hvítsendnar strendur með kokteil í annarri og vantsmelónu í hinni....ég er þó búin að nýta þennan tíma til ýmis konar tilraunastarfsemi og hef ég sannreynt ýmsar kenningar.

 

1. Tæplega þriggja ára gutti getur dundað sér ENDALAUST með botnfylli af vatni í bala

2. Börn verða eins og múlattar á litinn eftir einn dag úti í garði í sundlauginni.

3. Óléttar mömmur gera ALLT til þess að forðast hitann...fara meðal annars í kvöldgöngur.

4. það er líffræðilega mögulegt að verða sveittur um leið og slökkt er á sturtunni.

5. Innvortis börn virka sem náttúrulegir hitapokar.

6. Nammi og/eða ís getur keypt ótrúlegan frið í skamman tíma í einu....en útheimtir ávallt aukavinnu í barnaþvott eftirá.

7. Það er hægt að verða móður við að blása sápukúlur.

 

Það hlýtur eitthvað gáfulegt að bætast við þetta safn þegar líður á sumar, en í þessum skrifuðu orðum er um 30 stiga hiti úti í garði hjá mér og klukkan er rúmlega 7 um kvöld, það er alger stilla svo steikin er alger Shocking  ...þessvegna er ég inni í tölvunni Cool

Ég hlakka óneitanlega til kvöldsins þar sem gert er ráð fyrir að hitinn fari jafnvel niður í 15 stig í nótt. Ég kemst bara ekki hjá því að verða hugsað til gleymsku þeirrar er Ella frænka minntist á um daginn, svona valda gleymsku... ungbarnagrátur og veðurfarið á Íslandi til dæmis flokkast undir slíka gleymsku....núna verður mér nefninlega tíðhugsað til þanka minna sumarið 2006 þegar mikil hitabylgja gekk yfir Köben og ég sat þar í íbúð með 6 glugga í suður......kasólétt af Baldri, horfði á alla alsberu danina út um stofugluggann minn og hét því að vera aldrei aftur ólétt um sumar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband