Baldur loksins komin á leikskólann :O)

 

Hans fyrsti dagur var í dag Grin  

 

Hér í Odense byrja börn ekki á leikskólum fyrr en í fyrsta lagi 3 ára og sum jafnvel seinna, Baldur byrjaði hinsvegar á leikskólanum Velli rétt um 18 mánaða (minnir mig) og á svo frábæra leikskólareynsu að baki í Sonderborg svo að hann er eins og gömul kempa innan um hin nýju börnin LoL

 

Hann leiddi mig fyrsta hálftímann á meðan við skoðuðm svæðið, bæði úti og inni, heilsuðum þeim fullorðnu á hans deild, komumst að því hvar nestisboxin eiga að fara og græjuðum allt dótið hans í hólfið hans.  Svo tyllti ég mér og fékk mér smá tesopa og spjallaði við pædagogin hans á meðan hann lék sér við hin börnin á deildinni.

Þegar við vorum búin að stoppa í svona klukkutíma var ég orðin stressuð að komast heim og lesa (fékk prófin samt færð frammá morgundag sökum netleysis í dag) Svo ég sagði við guttalingin að nú vildi mamma fara heim bráðum....þá leit hann á mig með sínum stóru bláu og sagði brosandi " ba mamma ljem.....ne Babbu ljem Tounge"  sem lauslega þýtt merkir að ég mátti alveg fara heim, en hann vildi leika áfram.

 

Svo kyssti hann mig bless um klukkan hálf ellefu og naut sín svo í skólanum sínum til klukkan 2 þegar hann var sóttur Heart

 

 

Pædagogin hans sagði að hann væri alveg sérlega öruggt og ánægt barn, hún hefði bara ekki kynnst því áður að svona auðveldlega gengi að venja barn við...litla hetjan mín....hún sagði það alveg augljóst að hann treysti mér skilyrðislaust miðað við hvernig hann kvaddi mig.....ég nottla elskaði hann alveg svakalega mikið akkúrat þá og varð voða meir ...awwwww.InLove

 

 

Það skemmir auðvitað ekki fyrir að honum hefur þótt hann illa svikin hérna á hverjum morgni síðan í maí að fá ekki að fara í skóla eins og stóru bræðurnir......í dag rann sá dagur loksins upp svo það var ekki nema von að maðurinn væri ánægður Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litla gaurinn he he he....

Mikið djö sakna ég ykkar allra... æði að geta lesið bara um ykkur. Bið æðislega vel að heilsa pjökkunum þremur með knúsi og kossum.

 kv.

 Dóra Doppa

Dóra (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 02:41

2 identicon

Nú var hann ekkert á vuggestue ?

Greynilega flottur strákur :) Gott að hann komst inn svona rétt áður en hann verður stóri bróðir... Ætli þú sendir ekki bara strákana að stað í skólana sína og skreppur svo á fæðingadeildina á meðan, þegar kemur að þessu. Svo þegar þeir koma heim verður þú komin aftur heim ;) engin ástæða til að setja dagsskipulagið úr skorðunum BARA út af fæðingu hihihi.

Kveðja frá Lyngby.

Hrafnhildur Kristjansdottir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Nei Hrafnhildur, hann var ekki á vuggestue.

við bjuggum á íslandi þegar hann var 18 mán og komst hann inn á Hjallastefnuleikskóla á gamla varnarsvæðinu þá, svo fór hann beint á leikskóla tæplega 2 ára í sonderborg því þar fara börn 2 ára í leikskóla.

Málum er aftur á móti háttað þannig hér í Odense að það eru öööörfáar vöggustofur, annars eru börn hjá dagmömmum þangað til þau verða 3 ára, og stundum lengur þar sem að börn komast bara inn á leikskóla hérna í ágúst....þannig voru tvær stelpur stundum í gæstedagpleje hjá dagmömmunni hans baldurs sem voru 3 síðan í apríl....og enn hjá dagmömmu!!

Ég er VOÐA fegin að nýji guttinn minn er líka ágúst maður svo að hann komist þó á leikskóla 3 ára.....þeim er farið að hundleiðast hjá dagmömmu svona stórum.

Annars bara kvaddi hann mig í morgun eins og fermingarbarn, og var sóttur um 3 leytið......rosa glaður :O)       En jú það er alveg rétt að það myndi henta voða vel ef að guttinn myndi fæðast yfir daginn, hehe svo hinir gætu verið í skólanum.

Birna Eik Benediktsdóttir, 11.8.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband