Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Síðasta helgin í frelsinu...!

 

Og hvað gerir maður þá?

 

Tja feita múslan mín byrjaði að fá hita í gærkveldi...en virðst vera hitalaus núna....svo kannski var þetta bara smápest Happy

Við ætlum að gera eitthvað rosa skemmtilegt til þess að fagna því hvað Eyþóri hefur gengið rosalega vel í skólanum...hvað það verður veit nú engin, eins og sagt var í ljóðinu forðum, en við finnum útúr því Wink

Höfum allavega lasagne veislu og eitthvað svoliss Cool

 

Annars er mest lítið að frétta af okkur, góðæri eru iðulega tíðindalítil sem betur fer. Næsta vika verður þó viðburðarík..ég hef á tilfinningunni að febrúar verði frábær mánuður...janúar að minnsta kosti gefur góðan tón Wizard   Ég mun kannski gefa skýrslu um hvað læknirinn hefur að segja um sérstöðu tungumálanotkunnar litla dýrsins LoL

 

Reynið annars bara að vera góð, og  halda höndunum í eigin vösum Whistling


afköstin maður!

 

Það er ekkert lítið sem maður er upptekin þegar maður er í fríi Shocking

 

Ég búin að vera í stanslausum reddingum, breytingum og leggingum Blush alla vikuna.  Núna síðast í dag púlluðum við Jóna ævintýralegt púsl á risarúminu hans Eyþórs...sem núna stendur svo flott og uppábúið, tilbúið fyrir fyrstu nóttina InLove

Svo núna er nýja herbergið hans Eyþórs farið að líta út eins og herbergi, með hillum, dótarí á veggjunum, leikföngum og bókum og herbergi Benedikts og Baldurs er aðeins létt þar sem búið er að dreifa aðeins úr herramönnunum og fækka um eitt rúm Cool 

Baldur sefur bara í sinni neðri koju eins og hann hafi aldrei gert annað...montmont, og Benna finnst það ekki lítill heiður að  sofa LOKSINS í efri kojunni og eiga þar pláss sem litla dýrið kemst ekki í Police

 

Eyþór er svo að massa skólann núna að hann er farin að fylgja stundarskránni sem hinir sjöáringarnir fylgja nema í stærðfræði...þar er hann að fylgja 9-10 ára börnum!!  Litli snillingur Grin  Það semsagt fannst loksins hvað það var sem var að bögga hann....og það var að honum leiddist...það á ekki við okkur mæðginin að sitja aðgerðarlaus og bíða eftir að hinir klári Shocking

 

Annars er þetta danska skólakerfi svo stórkostlegt....að ég fer í skólann í næstu viku....verð þar í viku og svo kemur viku vetrarfrí!  Kommon sko...hvernig væri bara ða hafa jólaprófin FYRIR jól og byrja nýja önn í janúar..þá væri frábært að fá frí aðra vikuna í febrúar....mér finnst einhvernvegin eins og áramótunum hafi verið frestað og að þau gangi ekki yfir fyrr en maður byrjar í skólanum aftur af einhverri alvöru Woundering   

OG talandi um alvöru..... Bíddu...hver er búin að ná fimm fögum af sex....Whistling   Ég, ÉG, ÉG......eigum við að ræða það....miðað við ruglaða álagið síðustu önn og 0 skólaástundun hefði ég átt að falla í öllu.....ef ég væri ekki svona ÓGEÐSLEGA KLÁR W00t

 

Je beibí Cool

 

 


Rílí!

 visir.is gerir það að fréttaefni að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera samkynhneigð....Shocking

 

Æ....mér finnst þetta hallærisleg frétt ef frétt skyldi kalla, að draga kynhneigð fólks inní svona umræðu.  Jóhanna Sigurðardóttir er ekkert merkilegri eða ómerkilegri hver sem kynhneigð hennar er.

 

Svona pirrar mig. þetta er ömurlega íslenskulega sveitó. Jóhanna má sofa hjá hverjum sem hún vill on her own time, svo lengi sem hún stendur undir ábyrgð sinni sem stjórnmálamaður þegar hún er í vinnunni.

 

Mér finnst þetta helst minna á það þegar Bill nokkur Clinton fékk á sig slæmt orð sem forseti vegna þess að hann var ótrúr konu sinni.....svo þegar kemur til kastanna er hægt að sjá að maðurinn var bara með betri forsetum sem BNA geta státað af á síðari tímum....ÞÓ hann hafi haldið framhjá.....kynlífi fólks á bara ekki að blanda í umræður um starfsgetu þeirra......

 

 Þetta er pirr dagsins, sem fyrir utan þetta var afar árangsursríkur og jákvæður dagur Grin


Ahhhhh :O)

 

Fyrsta fríhelgin síðan....í sumar bara Woundering

 

Átti ekki að vera að gera neitt annað, átti ekki að vera búin að neinu og ekkert stress eða þrýstingur í gangi...bara ormachill og kúr ALLA helgina Heart   Við eyddum HEILUM DEGI á náttfötunum....bara að spila, leika, horfa, snarla, kúra og lesa......það er æði, maður ætti að gera það oftar Cool

Enduruppgötvuðum svo strandlengjuna í sonderborg í félagsskap góðra vina og fengum okkur heitt kakó og kökur á kaffihúsi....hreint út sagt frábær helgi....eitthvað svo rosalega helgarleg flissssssss Tounge

 

 

Ég ætla að athuga  hvort ég finn ekki snúru fyrir myndavélina eða bara nýja myndavél til þess að reyna að bæta úr þessu myndaleysi á þessu bloggi hérna....það er ekki hægt að vera með fullt hús af smáfólki og dokjúmentera ekki liðið almennilega Wink

 

Börnin fara svo öll í sína skóla á morgun og er næsta vika svokölluð "frí" vika hjá mér...en að sjálfsögðu hefur maður aldrei meira að gera en þegar maður er í fríi og hefur loksins tíma til þess að sinna snatti. LoL


Staðreyndaskotið mætt á ný.

 

Önnur færsla í staðreyndabókina (kannski þetta verði legend eins og The Book of Next Time!)

 

Ég fékk þær upplýsingar hjá mínum elskulega lækni í dag...hann er frábær án gríns Tounge að þar sem að ég er í fyrsta skipti að ganga með barn sem mallað er úr okkur Gimsa (hvernig sem það svo kom til Blush) byrja ég á núllpunkti í sambandi við hættu á að fá meðgöngueitrun sem og marga aðra meðgöngutengda kvilla. Shocking

 

Nú hefur verið sýnt fram á það...samkvæmt þessum læknadreng....að til dæmis meðgöngueitrun byggist að miklum hluta á viðbrögðum ónæmiskerfis móðurinnar við "aðskota" DNA í líkama sínum.   Svo að þó ég hafi aldrei sýnt nein merki meðgöngueitrunar áður, segir það mér ekkert um líkurnar á henni núna þar sem líkami minn hefur aldrei mallað akkúrat þessa blöndu áður.

 

Fyrir þá sem ekki vita er meðgöngueitrun orsökuð af ýmsum atriðum en ekki er vitað nákvæmlega um öll smáatriði. Prótínleki frá nýrum móðurinnar, sem greinist sem eggjahvíta í þvagi hennar er eitt algengasta einkenni meðgöngueitrunar sem og háþrýstingur og mikill bjúgur.

Nú hef ég aldrei á ævi minni fengið vott af bjúg...fæddi meðal annars elstu drengina mína með hringinn á fingrinum, það hefur aldrei mælst eggjahvíta í þvagi hjá mér í mæðraskoðun né heldur hár þrýstingur...hann hefur iðulega verið of lágur ef eitthvað er Shocking   En þetta flotta reckord....sem sagt...nýtist mér ekkert í þetta skiptið hehe Cool  

 

Viðbrögð ónæmiskerfis móðurinnar við framlagi föðurins í blönduna er einnig talið hafa áhrif á ógleði móðurinnar og jafnvel ástands húðar hennar sem og skapsveiflna....svo stelpur...ef þið voruð alveg hel ónýtar á meðgöngu...þá er kroppurinn á ykkur ekki að gúddera þessa blöndu svo glatt LoL

 

Alveg hreint merkilegur andskoti...maður hélt nú að maður væri nokkuð sjóaður svona í 4. skiptið en þetta bara hef ég aldrei heyrt fyrr...ég gúglaði þetta og allt saman þegar ég kom heim frá doksa....og fann bara hellings rannsóknir þessu til stuðnings!

 

Settu þetta í pípuna þína og reyktu það!


Æ fjandans!....smá vesen...það síðasta..ég lofa :O)

 

Ég er svo undarlega spéhrædd einhvernvegin að mér finnst vont að blogga um litla Jón eftir að Sigga vinkona sagði mér að Gimsi, væntanlegur barnsfaðir minn, lesi þessa blogggjörninga mína til þess að fylgjast með mér...þá fer ég að verða meðvituð um það sem ég skrifa á annan hátt og ég nenni því ekki, mér hentar betur að sleppa ritskoðun á sjálfa mig og láta bara flæða á "pappírinn" það sem ég hugsa.

 

Og svo smá óviðeigandi persónuleg orðsending....sem ég vonast til þess að endurtaka aldrei aftur Blush

Það þarf engar njósnir kallinn minn Cool, þú ert velkomin að taka allann þann þátt sem þú vilt eins og hefur legið ljóst fyrir frá því áður en ég fór fyrst í snemmsónar...jafnvel áður en ég ákvað að halda krílinu Wink   Ég á heima á sama stað...er með sama símanúmer...við erum á msn, facebook og myspace svo ég tali nú ekki um e-mail addressurnar allar saman. Við búum í sama naflanum, erum í sama skóla og eigum sömu vinina svo það ætti ekki að vera erfiðleikum bundið bara að slá á þráðin og fá fréttir og fylgjast með eða taka þátt ef það er það sem þú vilt gera, fyrir opnum tjöldum (eða að minnsta kosti svo ég viti af því hehehe)  Joyful En allt leynimakk og undirferli fer agalega í mig svo ég meika ekki einhver svona "þykjustu-kommentaðu bara á það, beint úr áramótaskaupinu-undirferlis" samskipti.  Police

 

Vona svo bara að fólk fyrirgefi mér óviðeigandlegheitin (jú það er víst orð) svona einu sinni ef ég lofa að gera þetta aldrei aftur Halo

 

 

Svo vill ég bara benda ykkur á að lesa frekar færsluna sem er hérna beint fyrir neðan....hún er bæði mikið skemmtilegri .....og svo var ég að monta mig þar Cool

 

 


Á dauða mínum átti ég fyrr von....!

 

Ég ákvað að þurka horið í ermina og fara í prófið óundirbúin...þó ekki væri nema til þess að vita þá hvernig þetta gengur fyrir sig fyrir upptökuprófið. Benni fór bara og hafði það kósý hjá Siggu og ég drattaðist í próf, búin að kíkja yfir efnið í 3 klukkutíma og mæta í tvo tíma yfir önnina...Blush

 

Þetta var munnlegt próf og var maður bæði yfirheyrður um ritgerðina sem við skiluðum inn í desember (sem ég hespaði hroðvirkinsilega af á handahlaupum fyrir íslandsförina) og svo átti maður að geta gert grein fyrir textum annarinnar, sem eru ekki nema....eitthvað á  milli 15 og tuttugu fræðigreinar um communication in the workplace, með alskonar theoríum og tilraunum og veseni.

 

Það fór ekki verr en svo að ég gekk inn með töffarann á erminni, þóttist alveg hafa þetta undir kontról og náði bara að kjafta mig útúr þessu! ....sem og svo mörgu öðru í gegnum tíðina Blush og náði helvítis prófinu!!!   Eftir þessa líka rugluðu önn, þar sem tíminn fór í ALLT annað en skólavinnu virðist ég ætla að koma niður standandi...Joyful

 

Niðurstaðan er sú að þetta fag er algerlega gagnslaust....að minnsta kosti fyrirlestrarnir í því, úr því að það er hægt að mæta tvisvar, lesa engan af textunum en líta svo í flýti yfir samantektirnar 3 tímum fyrir próf og ná með glans!

 

En ég er að vonum fegin Cool Búin að fá staðfest að ég er búin að ná fjórum fögum og á eftir að fá útúr tveimur ennþá......og er loksins komin í FRÍ Grin  í alveg eina og hálfa viku Grin  

 

Eyþór er ennþá að standa sig með glans í skólanum...ég alveg get varla gengið því ég er með allar tær sem og fingur krossaða yfir því að þetta haldi svona áfram og geri ekkert nema ausa drenginn hrósi, lofi og tíma og ástúð til þess að hvetja hann áfram Heart  

 

Benni er ennþá með skarlatsótt, hann er sem betur fer orðin hitalaus kallgreyið og getur orðið borðað (pensilín gerir kraftaverk) en hann er að flagna á höndunum og iljunum og er með dökkrauða jarðaberjatungu ennþá. Crying

 

Málleysi....eða öllu heldur einkatungumál Baldurs er farið að valda mér áhyggjum. Nú hefur málþroski hans næstum staðið í stað í heilt ár og mér er hætt að standa á sama.  Hann skilur allt bæði á dönsku og íslensku, og flest á ensku líka en hann á erfitt með að mynda flest hljóð. Ég ætla að  reyna að fá lækninn okkar til þess að byrja eitthvað ferli núna í byrjun janúar til þess að athuga hvort að hann hefur þörf á einhverri aðstoð.   Ég er löngu búin að láta athuga heyrn og tunguhaft og svona þetta augljósasta, en nú er spurning hvort að ekki þyrfti að athuga byggingu andlitsins með tilliti til loftflæðis á milli munnsins og nefsins.  Þar fyrir utan hefur hann það mjög gott er alltaf sama sjarmatröllið InLove

 

Litli Jón er bara ekkert svo lítill lengur....eða svo finnst mér ekki.  Raunar er hann svo ekki lítill að jafnvel eftir tvær snemmsónar heimsóknir vill læknirinn okkar hérna fá mig í sónar til þess að ganga úr skugga um að það sé einungis Jón til staðar....en ekki Jón OG Gunna Undecided Ég er búin að segja lækninum að ég sé búin að sjá eitt barn í sónar....það meira að segja hreyfði sig og allt InLove   Og læknirinn heima sagði að legið væri afar stórt miðað við meðgöngulengd og tengir hann það því hversu stutt er síðan ég var ólétt síðast en það er nú þegar komið uppúr grindinni, en það gerist yfirleitt ekki fyrr en um og eftir 12. viku sem ég fylli ekki fyrr en í næstu viku. Ég hef líka alltaf verið með frekar mikið vatn og gæti það hæglega spilað inní líka, En doksinn segir að aukakríli geti stundum falið sig og vill vera viss....Sick

Ég sagði doksanum nú bara að fleiri eitt barn væri ekki í boði....og sem betur fer eru ekki tvíburar í familíum okkar Gimsa....svo ég viti til að minnsta kosti Shocking .... nema afabræður mínir.  

Ég massa þetta auðvitað eins og allt annað, þvílíkur fokkíng sörvævör að það er pirrandi HAHAHA Grin Ýmsir meðgöngukvillar láta á sér kræla en það er auðvitað ekki við öðru að búast og ekki þýðir að væla yfir því, það er þó töluvert minna til af mér núna en var þegar ég varð ólétt og er það svolítið fyndið að á meðan ég er löngu hætt að geta hneppt öllum buxum eru þær allar orðnar of víðar yfir lærin Tounge   Maður er eitthvað hálf asnalegur í laginu svona....með körfubolta framaná en horaður og ræfilslegur á restina....rétt að vona að rassin hverfi ekki núna líka eins og þegar ég gekk með Baldur Woundering

 

 


Hahahaha...kaldhæðnislega fyndið... :O)

 

 

Ég ss mætt til Dk..alveg bara í gírnum til að dánlóda þvílíku upplýsingunum fyrir prófið sem er ekki á morgun heldur hinn....öll spennt.... Og þá fær eitt barn skarlatsótt, annað bara hlýtur að vera með gömul stykki af kæstri skötu föst í eyrunum og maður er með hjartað í buxunum milli vonar og ótta um að frumburðurinn nái að plumma sig í skólanum....ekki mætti hann jákvæðu viðmóti í morgun...svo mikið er víst Angry  Svo er ég búin að vera með höfuðverk í 2-3 vikur sem bara ÆTLAR ekki að fara Shocking

 

Hehehe  er það bara mér sem finnst þetta eitthvað sorglega fyndið? Maður ætlar sér einhverja rosalega hluti...og endar svo uppí sófa með fárveikt barn að tala um hver er mesti vondi kallinn á cartoon network Whistling  Svo mun seinni hluti dagsins fara í snatt á milli lækna með lýðinn og ná í Eyþór snemma til þess að vera ekki að ögra örlögunum um og of Wink

Mér var nær að eyða helginni í að breyta íbúðinni....hefði hvort sem er ekkert getað lært með guttana alla að hjálpa en samt....Benni verður ekki orðin góður á miðvikudaginn hvort sem er svo að ég verð að fá að taka sjúkrapróf...sem verður þá í fyrsta skiptið á minni skólagöngu sem ég annað hvort mæti ekki í próf eða fell Gasp  En ætli það sé ekki eins gott að sætta sig við það bara, ekki er hægt að setja Bennann á hóld InLove

 

En ég ákvað að brjótast útí þvottahús í morgun...gera eitthvað af viti ....til þess eins að komast að því mér til mikillar ánægju að ég komst ekki inn í þvottahúsið, eitthvað að hurðinni..eða læsingunni...eða eitthvað.  Svo þarna stóð ég...með fulla IKEA poka af þvotti, búin að djöfla mér niður eina og hálfa hæð að drífa mig rosalega því Benni var einn uppi í íbúð...í fimbulkulda...og komst ekki inn FootinMouth   flissssssssss.......

það er bara ekki annað hægt en að hlægja...get ekki lært....get ekki haldið áfram að taka til og breyta og dótarí heima hjá mér því Benninn er svo aumur....kemst ekki í prófið...og get ekki einusinni þvegið þvott....HAHAHA LoL  Hversu sad er hægt að verða...sjálfsíronían ræður algerlega ríkjum hérna núna...enda ekki annað hægt í stöðunni en að hlægja að þessu Grin


Allir sem ég sveik...

 

Þar er að segja það fólk sem ég ætlaði eða vildi hitta á Íslandi en gerði ekki Frown

Bára, Ella frænka, Arnbjörg, Ragna, Dúna, Bjarni, Biggi, nokkrar móðursystur, Gauinn, amma Elísabet,  og svo auðvitað allir þeir sem ég er að svíkja tvöfalt með því að gleyma að nefna þá hér Shocking

(þessi listi hefði orðið lengri ef ekki hefði verið fyrir litlu jól Keilisfólks þar sem ég fékk að hitta marga...í mýflugumynd Smile) 

 Ég vill bara segja við þetta fólk að þið eruð alltaf velkomin til sonderborgar Tounge þar sem ég bíð spennt eftir heimsóknum og býð alltaf fram stofugólfið mitt til flatsængurgerðar... HAHAHA Grin

 

Svo voru það auðvitað þeir sem ég náði að hitta; Helga og Árni, Bjössi og voffía, Helga rún,  Anný og Valdi, Elín og Jenni, Maddi og Anna, Bjúlían, Elfa sys og ALLT hennar fólk Smile Beggi bró og allt hans fólk, Stefnir bró og allt hans fólk..(margir sem eiga fólk Shocking), Dóran, Eyþór frænda í 2 sek í kringlunni,  Harpa og litla múslan hennar, Goggalíka og bumbufrænkan InLove, Helga og Guðni, Sissi og Edda og litla Ollurassgatið Tounge, Kári sinn, Meg the frænk, Bjarni og Mæja í mýflugumynd, Addi líka í mýflugumynd, Dolli og rokkarapíurnar í örflugumynd, Arnar hið eilífa hotstöff ásamt mörgum fleirum sem ég auðvitað gleymi að nefna hér...Devil

 

Og ekki má gleyma síðasta hópnum...þeim sem ég hitti en vildi að ég hefði ekki hitt ..;

Nei grín hahaha LoL  Rétt up hendi sem fékk í magan og hélt að ég væri að meina hann..!

 

En við erum að skríða saman eftir þessa útilegu. Við erum búin að breyta öllu heima hjá okkur svo að frumburðurinn er núna komin með sér herbergi og ég er að vinna í því að taka allt jóladótið niður....já og svo er próf hjá mér á miðvikudaginn Shocking

Baldur er að kafna úr frekju eftir að hafa notið fullkominnar prinsaþjónustu í föðurhúsnunum í heilann mánuð...það er frábært Pinch  Ekki að ég skilji það ekki, pabbaræfillinn er að fara til Kína eftir rúman mánuð til að vera í heilt ár...ég myndi líka dekra við mitt fólk ef það væri ég sem væri að fara InLove

Það er auðvitað gott að koma heim, hitta gamla hópinn sinn eins og sagt var í kvæðinu forðum og koma sér og sínum í rétta rútínu. Núna get ég bara varla beðið eftir því að ný önn hefjist...mér finnst hálf asnalegt að byrja ekki nýja önn fyrr en í byrjun febrúar, einhvernvegin eins og maður sé að fresta áramótunum...einhvernvegin...eða eitthvað..Shocking

 

En við ætlum að halda áfram að raða í herbergin og stofuna uppá nýtt og reyna að komast eitthvað út að viðra okkur ... og á meðan ætla ég að vinna í því að stressa mig í leynum fyrir þetta bölvaða próf og fara  með möntruna "getur lesið í kvöld þegar allir eru sofnaðir...getur lesið í kvöld þegar allir eru sofnaðir" Joyful


Aaahhhhhhh :O)

 

Home sweet home Heart

 

Unga konan vaknaði um miðja nótt...klukkan 04:00...eftir klukkutíma svefn Bandit Hún fann strax á sér að einhverjir undarlegir straumar lágu í loftinu...það kom í ljós að dagurinn sem lá framundan yrði slæmur hárdagur, sem betur fer var hún yfirleitt nokkuð í lagi í framan svo heildarlúkkið slapp.  

Daman vakti karlmennina á heimilinu og neyddi þá á fætur gegn vilja þeirra, hún fékk stóra sterka manninn úr næsta húsi til þess að koma og burðast með níðþungar byrðar út í næturfrostið og fylgdi svo strax á eftir sjálf í fylgd áðurnefndra karlmanna.

 

Hið hljóðláta kvendi beitti svo öllum brögðum í bókinni í þeim tilgangi að losa sig við hinar níðþungu byrðar og tókst henni það að lokum með miklum spottatogunum Ninja  Unga konan og karlmennirnir í fylgd hennar fetuðu sig svo áfram í nær mannlausu gímaldinu sem þau höfðu hafnað í og viltust þau að lokum á bása þá er þeim höfðu áður verið úthlutað án nokkurs samráðs við þau. Þar fór hárdagurinn stórum versnandi þar sem meðvitundin slapp frá varnarlausri konunni í heilar tvær klukkustundir og hafði því heildar lúkkið tekið á sig alvarlegt högg þegar þrenningin flúði loks af básum sínum.

 

Byrðunum sem áður hafði verið létt af stúlkunni var varpað til baka af fullum þunga og varð það konunni til happs að útúr myrkrinu steig ungur vestfirðingur, heljarmenni í vexti sem og aðrir vestfirðingar og bauð hann aðstoð sína brosandi Smile

Nú hófst síðari hluti hinna skipuögðu myrkraverka, bætt skyldi á karlaforðann og honum svo komið fyrir fjarri alfaraleið. Þetta krafðist töluverðrar samvinnu og skipulagshæfni af bæði konunni ungu sem og hinum göfuga vestfirðingi,  stóra planið gekk þó eftir að lokum og virðast fæstir hafa beðið alvarlegt tjón á sálu sinni eftir velkingar undanfarins sólarhrings...sem betur ferCool

 

 

....en svona í alvöru, þá erum við LOKSINS komin heim....allar múslurnar sofandi í sínum bólum uppgefnir eftir ferðalag sem hófst fyrir allt of mörgum klukkustundum Shocking  Múttan situr svo stjörf af þreytu....aaaalveg að fara að hypja mig í MITT rúm ...búin að baða barnaflotann, fóðra, vaska upp og lesa.....og þá var eins gott að liðið þurfti í háttinn því batteríin eru búin í mömmunni.

Þegar við gengum inn áðan tók á móti okkur þessi líka skemmtilegi klóaksfnykur....það stafaði semsagt af því að allt vatnið var uppgufað úr klósettinu og þá myndaðist þessi líka skemmtilegi keimur...Sick  Því var sem betur fer auðveldlega kippt í liðinn LoL

 

Það voru miklir fangnaðarfundir svo ekki meira sé sagt þegar við fórum og sóttum pattann í dag, mikið skelfing þótti mér hann hafa fullorðnast á þessum mánuði sem hann hefur eytt með föðurfólkinu sínu ..... og dsjís hvað hann er alltaf mikið krútturassgat InLove  Það er semsagt vægast sagt frábært tilfinning að vera komin heim í litla kotið okkar, öll saman eins og það á að vera Heart

 

Planið á morgun er að leyfa Baldri að vera svolítð í leikskólanum, fara í mæðraskoðun, reyna að komast að því hvenær þetta bölvaða próf er, hitta aðalfólkið á svæðinu og snúa ÖLLU við í þessari afsökun fyrir íbúð og endurskipuleggja frá A-Ö Cool


Næsta síða »

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband