Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Dekur á dekur ofan :O)

 

Þarf að ræða það eitthvað?

 

Mig langar að taka Laugardalslaugina með mér til Danmerkur.....og Garðslaug..Whistling

 

Bara vá hvað það er æðislegt að fara aaaaleinn í sund....eldsnemma að morgni eða afar seint að kvöldi...í myrkrinu (verst að það er ekki snjór líka), flatmaga í heitupottunum, fara í gufu, synda svolítið...þykjast vera með einhverjum krakka og stelast í rennibrautina Whistling og flatmaga svo meira í heitu vatninu og fersku loftinu.  Ég get alveg eytt heilu og hálfu dögunum í svona dekur Cool

 

Annars er suðvestur hornið alveg að gera sig eins og venjulega, maður reynir að skipta sér jafnt á milli þess mikilvægasta eins og maður á vanda til í Íslandsheimsóknum; símtöl við lögregluna, kaffihús og veitingastaðir með vinum og vandamönnum, chill fram á nætur með góðu fólki, aukasónar til öryggis, göngutúrar um miðbæinn, frænkuspjöll, vinkonuspjöll og vinaspjöll, bíóferðir og síðast en ekki síst dekur við moa Cool

 

Annað kvöld næ ég svo í guttana sem hafa verið að hafa það gott hjá pabba sínum og Bergnýju yfir helgina og þá fara í hönd dagar af allt annarskonar chilli og notalegheitum....ormachilli Grin

 


Borg óttans...!

 

Mig langar að byrja á að þakka ykkur öllum (líka þeim sem kvittuðu af hræðslu Wink) fyrir hamingjuóskir og fallegar kveðjur til mín og  minna undanfarið Grin  Það er mjög gaman að fá góðar kveðjur frá ykkur sem nennið að lesa þetta líka snilldarblogg Cool

 

Við erum  á leið til borgar óttans, þar munum við hafa stutta viðdvöl þangað til að við fljúgum svo HEIM Grin   Ég hlakka svo til að komast heim í mitt dótarí og mitt fólk...og FEITA PATTANN MINNHeart að ég er að fara yfirum hehe. Ég ætla þó að reyna að njóta daganna fyrir sunnan eftir fremsta megni.

 

Ég er búin að pakka í þúsund og eina tösku fyrir ferðalagið okkar og varð þetta að sjálfsögðu að vera svolítið flókið.  Sumt á að notast í Reykjavík, en annað á að fara beint til DK...svo þetta var svona...tvöfalt pakkerí Shocking

 

Ég hef semsagt nóg að gera sem endranær og sé ég ekkert fyrir endan á því neitt, Litli Jón er að láta meira til sín taka þessa dagana en ekki þýðir að væla yfir þvíJoyful....stanslaus ógleði, uppköst, þreyta, þyngdarmissir, svimi, stanslausar klósettferðir, 0 matarlyst og brjóstsviði eru jú hluti af "the magical glow of pregnancy" Shocking eins og einhver karlmaður hlýtur að hafa kallað þetta LoL ......og svo er líka leiðinlegt að væla Cool ....... og ekki töff Cool   Þessu lýkur þó einhverntíman sem og öllu öðru svo ég ætla bara að einbeita mér að því að upplifa rómantíkina sem virðist alltaf umhlykja meðgöngur og ungabörn Heart

Í besta falli vakna ég eiturhress og laus við ógleði á morgun...og fer að bæta á mig kílóum eins og hetja Police..........og í versta falli lagast þetta uppúr miðjum ágúst....sem er nú ekki svo langt undan Smile

 

Ég veit ekki hvenær ég kemst í tölvu næst....svo þið verðið bara að bíða milli vonar og ótta eftir nýrri skýrslu Tounge


Eruð þið að pína mig viljandi????

 

Án gríns...erum við ekki búin að ræða þessa forvitni?

 

4. janúar kíktu 48 manns á þetta líka áhugaverða blogg Shocking dagana á undan og eftir hefur þetta verið eitthvað á milli 20 og 40 og einstaka dag.......þegar fólki leiðist gífurlega...hefur þetta slæðst uppundir 50.... og ég....sem er þungt haldin af forvitni...á háu stigi...þjáist með því hversu fáir kvitta fyrir sig Blush

 

Ég er ekki alveg komin í það að engjast af kvölum vegna þessa ennþá....en það gæti komið að því  Whistling

 

En eníveis, þá er ég farin að hugsa mér til hreyfings. Er komin með mikla heimþrá og langar bara að komast í okkar umhverfi og okkar dótarí. Við erum byrjuð að tína okkur saman svona hægt og hægt því við ætlum að eyða síðustu vikunni okkar á suðvestur horni landsins.

Ég verð með farangur alveg fyrir allan peningin þar sem við þurfum bæði að fara heim með jólagjafir ormanna og svo ungbarnafötin á litla Jón og ýmislegt sem því fylgir.  Ungbarnahafurtask bræðranna var nefninlega allt skilið eftir á Íslandi því frekari fjölgun var ekki í planinu...en litli Jón er frekjudós og ákvað að koma samt Heart

Ég veit nefninlega ekki hvort ég kem eitthvað aftur fyrir áætlaðan fæðingardag sem er um miðjan ágúst, en þó svo verði er alveg örugglega betra að ljúka því af að burðast með þetta dótarí á milli landa núna en í júlí Tounge


Staðreyndaskot

 

Ég ætla að byrja með smá staðreyndaskot af og til....eða ss þegar ég kemst að hlutum sem voru mér áður huldir en ég ætti að hafa vitað lengi. (og ég nenni ekki að læra og er að hanga á netinu Whistling)

 

Ég komst til dæmis að því í dag að þar sem að hinn helmingurinn af litla Jóni er með hnetuofnæmi þá má ég ekki borða hnetur á meðgöngu eða á meðan á brjóstagjöf stendur þar sem að örlítil prótein geta borist í fylgjuna, eða mjólkina, og aukið stórlega líkurnar á því að litli unginn fái sjálfur hnetuofnæmi eins og pabbi sinn.

 

Maður skyldi ætla að maður hefði rekið augun í þetta á fyrri meðgöngum, en svo getur vel verið að maður hafi lesið yfir þetta eins og hitt en það bara ekki "dánlódast" því það hefur ekki verið ástæða til að veita þessu athygli fyrr en nú.

 

Það er ss staðreynd dagsins, ég má ekki borða hnetur í að minnsta kosti eitt og hálft ár héðan í frá!......hvernig ætli sé með bölvað selleríið og grænu baunirnar....ætli það sé líka á bannlista þá?  fróðir mega fræða mig Grin  Annars spyr ég bara ljósuna Wink


Gleðilegt nýtt ár :O)

 

Jújú....árið komiðWizard

 

Stóra familían mín átti frábær áramót, en þó öll í sitthvoru lagi LoL  Baldur litli naut sín í faðmi föðurfjölskyldu sinnar í Kaupmannahöfn og var hann MJÖG glaður með flugeldana á  miðnætti Police  Eyþór og Benni nutu sín í faðmi sinnar föðurfjölskyldu í Reykjavík og fékk þeirra innra sprengjuvargaeðli einnig að njóta sín í góðu yfirlæti. Ég og litli jón  nutum kvöldsins framan af með einni af mínum eðalsystrum og hennar fólki og einum af mínum eðalbræðrum og hans fólki, en fluttum okkur svo um set ásamt nokkrum öðrum til þess að skemmta okkur í faðmi hinnar familíunnar fram á morgun...nefninlega Keilisfamilíunnar Grin   

Þar var komin frábær samtíningur af fólki og þegar ég fór heim meðal þeirra fyrstu var klukkan farin að ganga 7 um morgun Shocking

 

Svo það má með sanni segja að familían hafi verið dreifð þessi jól og áramót, en svona er það víst þegar börnin eiga fjölskyldur  hér og þar sem þau vilja njóta líka InLove  ég er samt strax farin að hlakka til næstu jóla þegar við verðum  bara öll saman heima hjá okkur Smile

 

Nýja árið er að byrja með stæl. Maður byrjar á að þakka fyrir stóráfallalaust ár og áramót og sem stenudr er ég að losa mig við ritgerðir dauðans hingað og þangað til Danmerkur og er byrjuð að læra fyrir próf. Litli jón er bara þessi líka indælis leigjandi. Hann vill ekki malt og eitthvað smotterí í viðbót... Sick en flest virðist bara vera nokk í lagi og semur okkur vel enn sem komið er Heart

Nú eru bara 12 dagar þangað til við förum heim og knúsum feita pjakkinn okkar og um að gera að halda sér uppteknum svo maður skæli ekki í koddann sinn af söknuði uppá hvern dag Joyful  Þetta er lengsta tímabil sem hann hefur eytt í einu hjá pabba sínum og fyrir mína parta er þetta orðið vel langt, en guttinn er vígreifur og nýtur sín baðaður í athygli svo maður ætti víst ekki að kvarta Blush

 

Knúsið hvert annað og þakkið fyrir þá traustu vini sem þið eigið.....god knows I do Cool


« Fyrri síða

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 2865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband