Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Mætt í sólina með stóðið :O)

 

Ferðalagið gekk ótrúlega vel, ég er orðið svo séð að ég auðvitað leyfði börnunum að vaka frameftir kvöldinu áður í góðu yfirlæti, og fyllti svo liðið af skyri áður en við fórum í loftið...þessi blanda leiddi af sér mjög þreytt og södd börn sem steinsofnuðu fyrir flugtak og sváfu ALLA leiðina Grin

En ég var ekki svo heppin að ná dúr þar sem að parið í næstu sætaröð var með afar óánægðan ungann mann sem grét alla leiðina....ég náði samt ekki að pirra mig á því þar sem að Baldur var  svona ungi....og ég vorkenndi þeim eiginlega bara.

 

 

 En það er frábært að vera komin HEIM...sól og sumar, stuttbuxur og sólarvörn og endalaust af dóti í garðinum.  Mesta fjörið núna er að tjalda úti í garði og hafa göng á milli tjaldanna LoL

 

Baldur byrjar hjá dagmömmunni næsta þriðjudag og er hún bara hérna í næstu götu og ég er svo klár að ég bauð mig fram i sjálfboðavinnu hjá rauða krossinum 4 tíma á viku....ss einn morgun í viku ...fram á sumar til þess að hafa eitthvað annað að gera en að taka til heima hjá mér Wink

 

En eníhús, ég er farin að tölvast með dagnýju og Valda Cool


Rómantík í Reykjavík

 

Reykjavík er spes borg. á Sumardaginn fyrsta þurfti sjónum að rigna burt svo ekki væri hvítt yfir, búðir eru opnar allan sólarhringinn og allt kostar milljónkall. Þrátt fyrir að hundslappadrífa sé afar rómantísk sé komið auga á fegurð hennar, og þó það sé hentugt að alltaf sé hægt að komast í búð og eyða millum.....er ég samt með væga heimþrá Blush

 

Við höfum þó getað haft það náðugt þessa daga sem við höfum stoppað. Eyþór er búin að heimsækja besta vininn og við erum búin að fara í milljón og eina hjólabúð til þess að skoða gaurahjól því að í fyrsta skiptið síðan ég flutti til DK árið 2000...er ódýrara að kaupa barnahjól hérna heima en það er úti Shocking  Á milli hjólabúða höfum við svo ræktað ættmennin og vinina...þó svo aldrei verði komist yfir alla á svo skömmum tíma Cool

 

Bræðurnir nutu gestrisni Höllu frænku, Magga og Elfu móðursystur sinnar í gær og gistu í Kópavoginum á meðan mamman naut kvöldsins í faðmi Reykjavíkur.......barnlaus aldrei slíku vant Grin Þeir að sjálfsögðu voru eins og englar.......alveg eins og mamma sín Whistling

 

Heiðinn kallar þó sem fyrr svo við förum að koma okkur í rokrassgatið okkar á suðurnesjum, áður þurfum við þó að afgreiða nokkrar heimsóknir til viðbótar og ekki má gleyma stórleik HK og Vals á eftir Wizard

 

 

Planið er að aulast til þess að muna eftir myndavélinni og reyna að ná handboltabullumyndum af þeim bræðrum, verst að HK fötin eru í Danmörku sem og andlitsmálninginn Whistling 

 

 


Litli lasarus

 

Þá er búið að skafa til innan í höfðinu á Baldri litla.

 

Hann átit að mæta kl. 10:30 í morgun.......og ég vill geta þess sérstaklega hvað það er frábært að halda tveggja og hálfs árs barni FASTANDI frá því það vaknar klukkan 6 og til 10:30Shocking  Ég var sem betur fer svo séð að ég vakti hann í nótt....eins seint og ég mátti án þess að brjóta 6 tíma regluna og raðaði í hann tveimur fullum skálum að Ab mjólk.....sem hann tók viið steinsofandi eins og lítill herramaður LoL

 

En þetta gekk vel, það er mikil kölkun á báðum hljóðhimnum og það var líka mikið vatn og örvefur, eins var nefkirtillinn alveg nógu vel úti látin til þess að geta nýst að minnsta kosti 4....svo hann var aðeins og stór í þetta litla mjúka andlit.

Baldur er að sjálfsögðu búin að vera geðprýðin uppmáluð síðan hann vaknaði af svæfingunni....NOT!  Hann er bara lítill og myglaður mömmuskítur, voða mjúkur og á voða bágt....þegar hann vaknaði blæddi mikið úr nefinu og æðaleggurinn í handabakinu ætlaði að pirra hann til helvítis en þetta er allt að rjátla af honum.....núna þar sem hann liggur og sefur á sínu græna eyra Heart

 

Við komumst ekkert heim fyrr en á laugardaginn......svo þetta verður heillangt stopp í borg óttans að þessu sinni Smile


Rokkari er fæddur.... :O)

 

Hérna koma tvö vídjó....af náttfatatöffaranum að sýna taktana. Ég skil ekki alveg af hverju hann tekur ekki "kveikjum eld" eða eitthvað...afhvejru ætli hann sýni umsvifalaust þennan stíl Tounge

Mér finnst þetta algert æði....það eru meira að segja soundeffectar með LoL

 

Svo varð ég að hafa hringsnúninginn með....kann bara því miður ekki að snúa bölvuðu vídjóinu....sov þið verðið bara að halla höfðinu Wink

 


MYNDIR!!!!!!

 

Haldið ekki að ég hafi gerst svo kræf að stelast í tölvuna hennar Mayu...og stinga minniskortinu mínu bara í hana Bandit  Með þessu móti get ég hent inn nokkrum myndum og jafnvel einhvejrum vídjóum Wink

Það verður að játast að þetta er mest gert fyrir pabba hans Baldurs  (og kannski Kristínu frænku.......)sem núna býr í Kína og er hann farið að lengja eftir myndum af guttanum....en þið hin eruð svo heppin að fá að njóta líka Cool 

 

Þetta er samtíningur héðan og þaðan en nokkrar set ég hérna inn í færsluna en svo fleiri inní skæruliðaalbúmið  Baldur er sérstkök stjarna að þessu sinni þar sem hann hefur nýverið uppgötvað óendanlega ást á myndavélum...vélinni má ekki bregða fyrir..þá er drengurinn komin í stellingarHeart

 

Baldur í dönsku endurvinnslustöðinni...að vinna..hvað annað :)Afarnir mættust eftir 8 mánaða aðskilnað...eins og aldavinir :O)Benedikt fór hamförum með myndavélinaNáskyldir en afar ólíkir frændur :O)Maður gerir EKKERT í þessum gaur...ef hann er stillturJújú....bláum augum er óneitanlega skartað í þessari familíu...Benni að taka myglumynd af móður sinni við lesturótrúlega líkur Hörpu frænku sinni þarna HAHABring it on!Bjarnaknús....Töffari í húð og hárEin eðlileg.....hann sá ekki myndavélina koma....Eyþór að vanda svífur um ;O)

 

Restin af þessum ósköpum er svo að mestu inni í albúmi þeirra bræðra...núna fer ég að vinna í því að koma vídjóunum inn Cool


Enn eitt myndalaust blogg!!

 

Og núna úr tölvu Margrétar stórfrænku minnar sem hýsir okkur eitthvað fram á næstu viku.

 

Við brósi keyrðum suður í gær með kippuna afturí...eða meiri hluta hennar þar sem afinn lagði inn sérstaka beiðni um að fá að hafa nafna sinn aðeins einan norðan heiða. Við brósi fórum að sjálfsögðu að ræða möguleg nöfn á komandi erfingja á leiðinni þar sem skemmst er frá því að segja að drengurinn sem von er á getur með engu móti heitað Finnbjörg Sigurlína......en einhverra hluta vegna varð þetta óneitanlega eilítið einhliða samtal svona framan af þar sem ALLAR tillögur sem bárust frá mínum indæla bróður, en þó í mismunandi tóntegundum, voru   "en Guðbergur Stefnir?"  .....nú veit ég auðvitað ekki hvað bjó þar að baki....en mér segir svo hugur, þar sem ég er geigvænlega glöggskyggn, að þessi nöfn hafi honum flogið í hug vegna þess að hann sjálfur heitir Stefnir....og stóri bróðir okkar heitir Guðbergur....ég vill auðvitað ekkert slá neinu föstu um það að þangað hafi hann sótt innblásturinn en mann má alltaf gruna LoL

 

Annars er mikið spáð og spekúlerað um nöfn á litla manninn þar sem þau nöfn sem svona standa okkur næst eru mörg hver komin eins og til dæmis Benedikt í höfuðið á afanum, svo heitir litli Stefnisson Viggó, eftir móðurbróður afans en sá gengdi stóru hlutverki í okkar fjölskyldu, Stefnisson hin eldri heitir Davíð, en það var nafn afa míns. Svo eru komnir hvorki meira né minna en tveir Guðmundar sem nefndir eru í höfuðið á móðurafa okkar systkina. Stóru bræðurnir láta sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja og koma með misgáfulegar tillögur....allt frá Batman að Skúla skelfi....en svo slæðast að vísu góðar hugmyndir með af og til Grin 

Ef málið verður að notast við nafn úr ættinni er auðvitað alltaf Hnefill uppi á borðinu Cool en það var norskur forfaðir okkar Tounge  langafi hét Jón, og hinum megin hét hann víst Oddur.....en mig langar lítið að nefna barn mitt nafni sögupersónu úr einni af ástsælustu sögum Guðrúnar Helgadóttur Blush

 

Svo þetta heldur áfram að vera á íhugunarstiginu Wink

 

Við erum búnin að hafa það rosalega gott í sveitinni. Litlu dýrin hafa að mestu verið úti að vinna og Baldur hefur skottast svona í kringum okkur. Ég tók fullt af myndum og vídjó af baldri að taka þvílíku rokksveifluna með það sem honum finnst vera rafmagnsgítar......en þær myndir eru bara í minni tölvu.....svo þið fáið ekki að sjá þær í bili.....sowy Whistling  

 

Planið framundan hjá okkur er svo að fresta heimför aðeins vegna þess að Baldur ætlar í litla aðgerð á mánudaginn þar sem á að athuga hvort ekki sé hægt að hreinsa aðeins til inni í höfðinu á honum.....mér finnst hann nefninlega ekki nógu klár og bað um heilatiltekt......EÐA að háls-nef og eyrnasnillingurinn Einar Thoroddsen skilur ekki hvernig danir hafa getað sent okkur á milli sín í tvö og hálft ár án þess að hjálpa barninu eitthvað og ætlar hann því að reyna að rútta aðeins til í guttanum.

 

Við auðvitað vonum að þetta muni duga því ef svo er ekki erum við að horfa í mikið stærri pakka með lýtaaðgerðum á innra andliti og talþjálfun til margra ára Shocking

 

ég vona að mér fyrirgefist stopluar og myndalausar færslur.....í bili...Wink


Loksins myndasyrpa...:O)

 

Þó frekar óskipulagt svona héðan og þaðan frá mars og Apríl Grin

 

 Æ hafði svo bara tíma í þrjár LoL  massa fleiri þegar ég kemst á netið í minni tölvu...

 

SDC10154

Elífðarspiderman Flutningamaðurinn


Netlaus hellisbúi......eða hvað...!!

 

Vá hvað það verður lasið að komast ekki á netið.......og að Eyþór tölvunörd sé í Sonderborg!!

 En Elín hleypir mér sem betur fer á netið hjá sér.....og svo ætla ég að daðra við Madda og fá hann til að kíkja á þetta fyrir mig Halo

 

En af okkur er bara allt að frétta eins og í lygasögu LoL   Ég á alveg erfitt með að geta ekki sest niður og bloggað á kvöldin þegar dagarnir hjá okkur eru svona Wink

 

Eyþór og Benni eru að plumma sig ofsalega vel í skólanum....mér var boðið að færa þá  báða upp um bekki vegna þess að þeir eru báðir svo á undan í stærðfræði en ég afþakkaði það eftir mikla umhugsun því þó þeir séu báðir vel að sér í stæðrfræði er ég nokkuð viss um það að það henti þeim betur að fá bara aukaverkefni í stærðfræði en fá að fylgja sínum jaföldrum að öðru leiti því félagslega tel ég þá eiga heima með sínum jafnöldrum og svo eru þeir auvðtivað ekkert á undan í neinu öðru heldur.

 

Baldur er að skottast heima hjá mér þangað til hann fer til dagmömmu í byrjun maí, hann er vel duglegur eins og við er að búast Heart

 

Við erum búin að fara oft í búðir eins og silvan, IKEA og fleiri svona heimilisbúðir og sanka að okkur hlutum og síðasta laugardag tókum við svo heilan dag bara í garðinn.....spáð var þvílíku blíðviðri að annað var bara ekki hægt Cool

Allan laugardag var bara þvílíka blíðan, ég vildi óska að ég gæti sett mynd af Baldri inn...í smekkstuttbuxum og stuttermabol.....og í grænu og bláu froskastígvélunum...með ber feitubolluhnén á milli InLove

 

Við bara borðuðum úti og áttum bara algerlega frábæran dag frá upphafi til enda......urðum sólbökuð og þreytt um kvöldið......ég elska bara danska sumarið Smile

 

En...Anný er staðin upp og farin að reka á eftir......svo við erum farin að næra okkur á næstbest Cool


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband