Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Dsjís sko!

 

Við gerðum okkur dagamun, Baldur fór og valdi sér stóru stráka hjól með Ben Ten myndum (jeij, hjólapúsl) og svo fórum við eins og sönnum smáborgurum sæmir og fengum okkur kjötbollur að hætti svía í IKEA. Guttarnir fóru svo að halda uppi fjörinu í leiklandinu í IKEA á meðan við Nonni renndum í gegn og hirtum upp hitt og þetta nýtilegt.

 

Ég fór svo og hirti stóru mennina því þeir vildu koma með í barnadeildina.......við áttum okkur einskis ills von þarna snemmkvölds í IKEA og tókum lyftuna upp.....og þegar upp var komið ákvað lyftan að þá væri nóg komið!   Við sátum ss. föst í lyftunni í IKEA.....hún vildi ekki hleypa okkur niður, og ekki opna hurðarnar.   Við vorum þó svo heppin að við vorum ekki ein í lyftunni, heldur var þarna stödd ung pakistönsk kona með nýfætt ungabarn og eitt litlu eldra Shocking

 

Það besta var samt þegar tvær mínútur af þrjátíu voru liðnar sagði Baldur "mamma! ég kan ekki bíða leeeeenngiiii!"  

 

Grin Ok ömurleg aðstaða en þetta var samt svo sjúklega sorglega fyndið að vera fastur í lyftu með hrúgu af þreyttum, brjálæðislega þolinmóðum krökkum Tounge

 

Gamanið kárnaði að vísu hratt þegar við reyndum að komast út úr IKEA kerrulaus með fullt af drasli og eina feitabollun og þurftum að ganga yfir þvert og endilangt helvítis húsið.....en við komumst samt heim með dótaríið okkar og það allra mikilvægasta......nýja hjólið Cool

 

mér fannst hann of sætur þarna í rökkrinu á brókinni, í ullarsokkum af bróður sínum að vanda sig að bursta :O)   bjútíbollumontrass :)  Sonurinn sýnir góða takta við píanóið...


Hann Baldur minn.

 

Hann hefur ekki alltaf átt 7 dagana sæla þessi elska. Fyrsta árinu eyddi hann í urr, rymj,rugg,  grátur, ælur og brjóstagjöf. Hann hló ekki fyrr en rúmlega 6 mánaða...honum fannst þetta EKKERT fyndið.

subbukrútt

 

Árinu var eytt í labb á milli lækna, prófanir og mis vel gerðar mælingar og sem fyrr enduðum við á Íslandi í rörum þegar hann var 8 mánaða....bakflæðið og ristilkramparnir sem öngruðu hann voru þó áfram ómeðhöndlaðir.

 

Eyrnarbólgur héldu áfram allt annað árið en þá var annað uppi á teningnum...þá höfðum við Einar eyrnalanga...svo pattinn varð ekki að finna stöðugt til í eyrunum né hafa drulluna lekandi úr þeim í tíma og ótíma.  Eftir því sem leið á annað árið hættu krampakendu ælurnar og svefninn fór loks að lagast....urr rymj og ótrúlegt rugg hélt þó eitthvað áfram sem og tregða við að borða mat. Málþroski guttans var farin að vekja eftirtekt því eitthvað þótti uppá vanta. Sökudólgurinn líklegast tíður vökvi við hljóðhimnur  og vanlíðan.

flodebollukrútt

 

 

Á þriðja ári á sér stað sá örlagaríki atburður að litli maðurinn eyddi tíma að heiman og hitti lækni þar, sá læknir taldi eðlilegt að það væri stanslaus straumur af greftri og tilheyrandi úr  eyrum drengins og var það mikið verra öðru megin.  Þetta álit læknisins, sem hitti barnið nokkrum sinnum á meðan á dvölinni að heiman stóð, varð til þess að svæsin eyrnabólga grasseraði í höfðinu á honum í rúmann mánuð. Þegar drengur skyldi sóttur heim var það hið fyrsta verk að þrífa hann allann um eyru og niður eftir hálsi því hann lyktaði af gamalli, ónýtri, kæstri skötu....og var með gröftinn um sig allann.   Hann var drifinn til eyrnalæknis sem skildi ekki histeríuna  í kringum ástandið og sendi hann pjakkinn heim með skömmum.  Næsti eyrnalæknir fékkst til þess að skola úr eyrunum (og kúgaðist á meðan) en vildi ekkert gera frekar.

 

Bring it on!

 

Þá var ekki nema eitt að gera, fara heim til Einars eyrnalanga og biðja um hjálp...sem auðvitað fékkst á nóinu.  Strákur var auðvitað drifin í aðgerð, nefkirtlar sem hefðu kæft fullorðinn mann rifnir úr og rör sett í handónýtar hljóðhimnur. Himnurnar voru báðar illa öróttar og kalkaðar og lítið hægt að gera til þess að laga þar eitthvað til. Þarna fékk ég að vita að varanlegur skaði hefði orðið á heyrn barnsins sökum aðgerðarleysis danskra lækna. Hversu mikill skaðinn væri yrði að koma í ljós.  Nú þyrfti að gefa þyrfti stráknum tíma til þess að læra á talfærin í sér uppá nýtt eftir að hafa misbeitt þeim  í tæp 3 ár sökum risavxina nefkirtla sem hindruðu allt loftflæði í innra andliti. 

 

 

Fjórða árið rennur  upp og ekki líst mönnum á talandann á gutta. Hann tjáir sig eins og barn um 18 -20 mánaða en ekki 3 ára+.    Gerðar eru æfingar eftir leiðbeiningum talmeinafræðings og mikið lesið og talað og sungið en allt kemur fyrir ekki, áhyggjurnar vilja ekki víkja þó svo að leikskólastarfsmenn vilji kenna tvítyngi um. Gefin reynsla af tvítyngdum börnum, sem er þó nokkur, sagði þó að hér væri ekki um neitt sem því gæti tengst, að ræða.

Það er drengnum þó til happs að vera búsettur í Odense á þessum tíma þar sem gnótt er góðra lækna. Eyrnalæknir hefur verið valin af kostgæfni fyrir fjölskylduna og er staðan nú borin undir hann. Sá tekur í fyrsta lagi fjölskyldusögu og sjúkrasögu barnsins vel niður og skoðar hann svo og mælir í bak og fyrir. Því næst falla þessi örlagaríku orð  " I´m afraid we need to bring in the big guns on this one" og með þeim orðum erum við send á það sem samsvarar Heyrnar og talmeinastöð ríkisins í Danmörku....þangað fer fólk til þess að fá heyrnartæki.

 

 

Baldur að verða 4 ára í sumar og hann, sem fæddist með fullkomna heyrn, er alvarlega heyrnarskertur sökum vanhirðu danskra lækna. Það verður að segjast eins og er að það læðist um reiði í brjóstinu á mér. Reiði og sorg.   Og það verður líka að viðurkennast að það er hálf kaldhæðnislegt að þessi stóru, útstæðu mjúku eyru skuli ekki virka sem skyldi.

Baldur að gera bola-búggí

 

Næsta skref er að mæta í Horeklinikken á Háskólasjúkrahúsinu í Odense og láta fagmenn um að meta skaðann og fá rétta aðstoð fyrir drenginn. Víst er það sorglegt að ástandið sé svona en það er líka frábært að þessi bolti sé komin af stað og að það séu til heyrnarmælingar og heyrnartæki fyrir svona litla menn til þess að létta þeim lífið.

 

Nú má jafnvel horfa frammá það að ormurinn læri að tala þannig að fleiri en fjölskyldan skilji hann og að óánægja hans í samskiptum við aðra víki Cool

 


Ólsen

 

Hér er haldið uppi spilavíti alla daga. Þar sem Baldur er orðin nokkuð sleipur á spilin erum við byrjuð að kenna Nonna undirstöðuatriðin...Ólsen klárlega verandi aðalatriði.

 

Nonni með Ólsen

 

Baldur hefur líka fundið sinn innri listamann sem nú fær að njóta sín óspart í ýmsum gjörningum sem vekja oftar en ekki undrun leikskólastarfsmanna...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sdc10399.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er loks farið að vora, og litlir gulir og hvítir laukar farnir að kíkja upp hér og þar. 

 

 

Lífið er svo mónótónískt að mér er orðið ljóst að ósk mín um kyrr vötn árið 2010 hefur verið uppfyllt, að minnsta kosti það sem af er ári.  Það mest spennandi sem gerist hjá okkur er að finna nýja leikvelli og baka eitthvað öðruvísi Grin


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband