Umdeild hamingja.

 

Hversu hamingjusamur má maður vera ef maður veldur öðrum óhamingju með hamingju sinni?

 

Þessi 

Jón Egill glænýr

 

litli mjúki kroppur veldur mér ómældri ánægju. Ég man ekki hvernig lífið var áður en hann var til, um leið og hann fæddist opnaðist nýtt herbergi í hjartanu á mér bara fyrir hann. En á  meðan veldur tilvist hans öðrum svo mikilli óhamingju að hann er falinn, hann er skömm, hann er skítugt leyndarmál sem ekki má ræða eða viðurkenna. Svo mikið er lagt í að gera tilvist hans að engu að gripið er til lyga og óblíðra yfirlýsinga um óskir í þá áttina að hann myndi hætta að vera til.

 

Þegar tilfinningar til barns eru svona ólíkar, hversu mikið "má" ég þá fagna komu hans? Hversu glöð má ég vera?  Má ég tilkynna komu hans með öllum þeim tilfinningum sem ég bý yfir eða "á" ég að sýna aðgát til þess að særa fólk ekki enn meira?  Má ég minnast á fæðingu hans á opnum vetvangi eða á ég að ræða hann bara við mitt fólk?  Á ég að hundsa bakland hans og sögu sem hann erfir frá föðurætt sinni og reyna að stroka allt út sem minnir á að drengurinn tilheyrir ekki bara mér?  Ef fólk spyr  mig hver á hann á móti mér...á ég þá líka að ljúga?...Eða neita að svara?

 

 

Drengurinn er orðin 10 mánaða í dag (eða á morgun réttara sagt) og þessar pælingar vella ennþá stundum upp í kollinum á mér...sérstaklega þegar ég er spurð útí samband hans við föðurfólkið sitt og þegar fólk sem þekkir föður hans vel veit ekki af tilvist hans.

 

Í fyrradag átti sér svo stað svo undarlegt atvik að ég hef ákveðið að héðan í frá ætla ég ekki að læðast neitt með hann Jón minn lengur og vera bara eins montin af honum og mig langar...þó hann sé líkur pabba sínum Wink   Hann er og verður Sigurgrímssonur, hvað sem mönnum og konum kann að finnast um það.

 

Nonnsinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu áttu ekki að fara leynt með uppruna barnsins. Það er hans réttur að vita hvaðan hann kemur og ef faðir hans getur ekki séð sér fært að þekkjast hann þá er það hans vandamál. Það sem ég hef lært í lífinu er að upplýsa börnin mín um það sem þau þurfa að vita svo þau geti veitt svör við spurningum en standi ekki eins og aular og vita ekki neitt því Þá fyrst finnur fólk höggstað og það getur komið sér illa fyrir börnin. Haltu þínu striki mín kæra og elskaðu öll börnin þín eins mikið og þú mögulega getur og vertu stolt af þeim.

Knús frá mér :o)

Steinunn (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:30

2 identicon

það er ekki Jóni litla að kenna að pabbi hans láti svona, og ætti að bitna eins lítið á honum og hægt er.

barn sem er "falið" eða hefur uppruna sem ekki má ræða líður fyrir það - börn eru ekki stór þegar þau átta sig á að enginn er eingetinn (nema sumir...), það er vanvirðing við þau að láta sem svo sé!

besta sem þú getur gert fyrir þennan dreng er að ykkar meginn séu engin leyndarmál um þetta, hann eigi pabba alveg eins og allir aðrir, þó pabbinn sé bara nafn á blaði allavega fyrst um sinn

Kristín frænka (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 15:19

3 identicon

Svona pistlar eiga að birtast áopinberum vetvangi og vera bæði fyrirbyggjandi fyrir mæður í efa og feður sem eru duschbags.

Stefnir bróðir (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 17:53

4 identicon

Big like á pistilinn þinn mín kæra og ég er sammála síðasta ræðumanni.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Ja.....opinber vetvangur, eins og hvar þá?

Birna Eik Benediktsdóttir, 23.6.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband