Þottur og börn!

Hvað er málið með þvott...án gríns...verður hann til hjá mér?  Er miðlæg uppspretta óhreinataus í heiminum í körfunni minni...eða er þetta einhver fylgifiskur þess að hafa ákveðið að eignast heila þrjá drengi?  

Undarlegt með þvott...hann er alveg eins og börn...maður þarf að þrífa hann aftur og aftur...brjóta hann saman aftur og aftur...og ganga frá honum inní skáp aftur og aftur.......eins virðist alltaf aukast í fataflota heimilisins og það sama á við um barnaflotann.

Ætli maður endi ekki á að sitja uppi í höll (þó ekki höll eins og þessari höll hans Sverris) fullri af fötum og börnum...

 

Þetta var heimspeki dagsins FootinMouth

 

Annars fór miðvikudagurinn að mestu í þvott...eftir að ég fór og fékk mér nýtt þvottakort því mitt varð fyrir því óláni að villast inná heita eldavélarhellu....og bráðna smávegis...svo að það varð ónothæft... Whistling

Það var smá snatt hægri vinstri í morgunsárið, en svo bara chill á kantinum á þvottavélinni fram eftir degi.

Við fórum þó í smá "opdagelsesrejse" eða könnunarleiðangur þegar börn höfðu verið sótt, og skoðuðum við skóginn sem er á bakvið skóla barnanna og lékum okkur á leikvelli skólans, sem er RISA stór alveg þangað til það fór að rigna og menn og konur urðu að drífa sig heim í kvöldmat og baðgjörninga (sko..alveg eins og þvottur....börn þarf að þvo aftur og aftur og aftur)

Ungu mennirnir kláruðu svo daginn yfir Latabæ (sendum ömmuröggu ástar-þakklætis-og saknaðarkveðjur Smile) á meðan að beðið var eftir lakinu úr þurkaranum.

Latibær rúlar Mislíflegir bræður Joyful

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna mín sorry hvað ég er slow, en þú veist hvernig þetta gengur fyrir sig á þessu heimili... Mikið rétt fegurðin skín úr hverju andliti og gott að sjá hvað þið eruð öll yndislega vel útlítandi eftir brölt aldarinnar... þú ert hetja að hafa þetta af, maður getur bara vonað að eiga eitthvað í kellinguna :).... tær snilld.. Smelltu svo yfir þig húsaskjóli og þá pakka ég niður í hvelli.....

Knús og margir kossar

S

S (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 00:23

2 identicon

Ég veit fátt meira spennandi en þvott, nema ef vera skildi annarra manna þvottur ...

Æji ég má einu sinni vera leiðinlegur í kommenti 

Róbert (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:51

3 identicon

hvar fékk hann Eyþór allt þetta hár á svona stuttum tíma?!? og Baldur orðinn svona mannalegur, Benni byrjaður í skóla...  maður má greinilega ekki líta af ykkur í smá stund!

sakna ykkar gemlingarnir ykkar ;)

kveðja,

Kristín, hundarnir og kötturinn - sem ætla öll að búa á Ísafirði í vetur :)

Kristín frænka (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband