Benedikt Eysteinn Birnuson

 

 Er 6 ára í dag :O)

 

 

Benedikt 2-3 vikna

 

 Gengur einnig undir viðurnefnunum hobbitinn, Benni spenni, Benni spenni spýturass, spýtó (sem stytting á spýturass), flotti gotti, og svo að sjálfsögðu klári, sæti, fallegi, mjúki, flotti..og þar fram eftir götunum...hausInLove

Það tók piltinn ekki nema 2-3 tíma að mæta á svæðið þegar hann hafði ákveðið að láta verða af þessu og varð það það síðasta sem hann var snöggur að  hehehe LoL

Hann var mesta bolla sem ég hafði hitt sem ungi (þangað til ég hitti Baldur) enda mikill brjóstamjólkurkall líkt og bræður hans báðir og varð hann fljótt þykkari yfir kroppinn en ég! Andvökunæturnar voru þó ófáar fyrsta árið hans Benediktst og afrekaði hann það meðal annars að vera yngsta barn á Íslandi til að fá rör í eyrun! 

Benni bolla 5 mánaða

 

Benedikt er ormur...sem kemur mér mikið á óvart miðað við hvað ég er ALLTAF stillt og góð Halo ...hann hlýtur að fá pjakkháttinn frá ókunnugum bara ...Whistling en hann er semsagt glettinn og skemmtilegur drengur. Auðveldur í umgengni, klár og fallegur, góðviljaður, traustur og sviphreinn og Það mega guðirnir vita að bræður hans munu eiga mikinn klett í honum þegar fram líða stundir. Hann er satt best að segja afar líkur Benedikt afa sínum, bæði í útliti og innræti og þar er svo sannarlega ekki leiðum að líkjast...þrátt fyrir hina alræmdu þrjósku....eða seiglu eins og við kjósum frekar að kalla það Grin  Hann ber þó sem betur fer kvittun föður síns líka, hafbláu augun sem hann fæddist með breyttust nefninlega í undraverða blöndu af mógrænu, brúnu, gulu, grænu og bláu þegar fram liðu stundir og skipta marglitu augun litum eftir skapi drengsins InLove

 Benni spenni 3 ára

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla rófan mín stendur sig vel hvar sem hann kemur og passar allastaðar inn. Hann er gæddur miklu jafnaðargeði og er móður sinni til endalausrar ánægju....hann hefur átt margar skemmtilegar spekúlasjónir í gegnum tíðina því hann er spekingur mikill, spurningar eins og..."mamma..eru þeir gúmmítöffarar?" (í heitum potti fullum af fólki í sundlaug í rvk) "afhverju er afi svona ROSALEGA gamall?"  "ég er með stærri haus en Eyþór....en hann er með stærra typpi"....nokkur dæmi Grin

 

Ég hlakka mikið til þess að fá að fylgjast með litla glettna pjakknum mínum stækka og mannast..mun hann halda áfram að líkjast mér og mínum eða mun hann líkjast föður sínum og sínu föðurfólki...hvað vill hann verða..hvað bíður hans...full framtíð af björtum tækifærum, svo mikið er víst Heart

 

 

Benni sumarið 07

 





 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með drenginn í dag

Dagmar Íris (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:22

2 identicon

Til hamingju með Benna

Sigga í Sønderborg (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:27

3 identicon

Til hamingju með bónda litla, það er aldeilis að tíminn líður hratt :-)

Vona að þið hafið það gott í Danmörkunni.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:53

4 identicon

Tillykke med guttann

Dagný (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:14

5 identicon

til hamingju með daginn um daginn Benni minn, Birna til amingju með orminn :)

Kristín (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:08

6 identicon

já eða hamingju ;)

Kristín (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband