Komin í annann heim :O)

 

Heim snjógalla og mannbrodda, jeppa og nagladekkja, þar sem nefin verða í alvörunni köld og maður er ekki of töff til að vera með húfu...semsagt norður í land til mömmu og pabba Grin Torfærurnar heim afleggjarann eru nóg í sjálfu sér til þess að vekja upp minningar gamalla tíma...þegar það var ALLTAF snjór á veturna hehe Grin

 

Við Eyþór fórum í fjallgöngu í morgun...dúðuð frá toppi til táar, renndum okkur niður ísilögð túninn og klofuðum snjóinn sem fyllir skurðina...enduðum svo í hressingu í Hléskógum hjá Begga bróður...mikið er alltaf gott að koma í sveitina.  Útsýnið úr gluggunum yfir Eyjafjörðin hjá gamla settinu slá út besta málverki og kolsvartur leyndardómsfullur himininn, stjörnubjartur alsettur dansandi norðurljósum er skörp andstæða við ljóma snævi þaktra fjallanna Heart

 

En lang best af öllu var að knúsa hann Benedikt minn, litli tannlausi kúturinn minn sem er svo mikið duglegur alltaf hreint....ofsalega er faðmur manns tómur þegar eitt barnanna manns er svona langt undan...við fórum hreinlega bæði að skæla þegar við hittumst og knúsuðumst alveg heillengi og erum enn að, enda er tveggja og hálfs mánaða aðskilnaður hrein pynting. Okkur hlakkar mikið til að fara aftur heim til Danmerkur öll saman Grin

 

En núna er ég sem sagt sest niður í kjallaraíbúðina í Hléskógum og ætla ég að hreiðra um mig hér eftir bestu getu og grafa mig í ritgerðarskrif og prófalestur.  Takmarkið er að vera búin með allavega eina ritgerð áður en ég kem í bæinn á föstudaginn...og hana nú! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Á að koma í bæinn, mín verður á 10 ára Stúdents Reunion (gamlan) og Kallinn að spila á Dillon og litla í gisti hjá Ömmu sinni...láttu í þér heyra kæra og velkomin á klakann!!

Elín Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 00:46

2 identicon

svo rómó... fallega fallega norðurland...sé þetta í anda, taktu myndir f mig!

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:06

3 identicon

velkomin heim!!!

 langar svooo að kíkja á þig (og fleiri ;) fyrir norðan... núna ertu svo nálægt...

Kristín (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband