JÓLA - SURPRISE!!!

Eins og maðurinn sagði...þá er sjaldan ein báran stök, when it rains it pours og þar fram eftir götunum Grin

 

Hér á þessu undursamlega frjósama heimili er sem sagt von á fjölgun (ekki fá hjartaáfall, allir nánustu (mín megin, veit ekki hvernig pabbinn hefur staðið sig í upplýsingaflæðinu til síns fólksWhistling) eru BÚINIR að fá fréttirnar Wink)  Jájá..ég veit að mörgum ykkar þykir snemmt að segja frá væntanlegri fjölgun þegar ekki er lengra liðið á meðgönguna en rétt tæpir 2 mánuðir...en málið er nú bara svoleiðis að þegar maður er að ganga með sitt fjórða barn...þá sér bara á manni nánast frá getnaði Blush (fékk einhverntíman þá útskýringu að það hefði eitthvað með slaknandi liðbönd að gera...) og ég er orðin þreytt á..."ert þú nú loksins að fara fitna stelpa...orðin þetta gömul" kommentum og fleiri í sama dúr...svo eftir að doksi konstanteraði að núna væru innan við 5% líkur á því að þetta kríli hætti við að mæta ákvað ég bara að láta slag standa og hætta að fela mig fyrir öðrum Tounge  Svo að ykkur sem fáið hland fyrir hjartað sökum tímasetningar....segi ég bara að eiga ykkur og ykkar hneyksl í friði Police

Krílið mun vera væntanlegt þann 14. ágúst samkvæmt sónar og er það svolítið skondið þar önnur hinna væntalegu stóru systra á einmitt þann afmælisdag Grin  en miðað við að í það skiptið sem múttan var ekki sett af stað í fæðingu með hina ormana þá gekk hún framyfir, má vona að litlu systkinin fái að eiga sitthvorn daginn. Smile Svo breytast nú þessar dagsetningar oft í sónarskoðunum og slíku...

Þó svo foreldrarnir vaði ekki beint í peningum er víst til nóg af börnum Whistling En svona til þess að varpa ljósi á þetta fyrir mína GÍFURLEGA stóru stórfjölskyldu sem hefur bara hitt Gimsa einusinni (sumir...aðrir aldrei)...og það í fjölmennu stórafmæli, þá kemur litli Jón (viðurnefni sem hefur fests þrátt fyrir að Dóran segi að þetta sé damaInLove)  til með að eiga þrjá eldri bræður og tvær eldri systur Shocking

 


   Litla krílið kemur því til með að vera vel ríkt af fólki og má geta þess til gamans að ég er yngst af sjö systkinum og pabbinn er yngstur af sex svo að það má með sanni segja að litla Jón kemur hvorki til með að skorta systkini, frændur eða frænkur Heart  Og ekki má gleyma öllum bónusfrænkunum...(bestu vinkonur mömmunnarInLove) Og Einsa heiðursfrænda Cool

Þetta er eins og lesa má dágóður hópur og er það líklega ágætt að þetta er ekta íslenskur systkinahópur, semsagt dreifður á þrjár mömmur og þrjá pabba Cool  Nú er bara að vona að allt þetta fullorðna fólk í kringum þessi kríli geti hegðað sér eins og fólk og látið þetta allt saman ganga upp svo ekki verði gengið á þau forréttindi ormanna að eiga systkini Heart Ég á eins og flestir vita guttana og Gimsinn á dömurnar....og verður því spennandi að sjá hvort blandan af okkur verður gutti eða dama Wizard Víst er það vitað að þessir kallar eru oft frekari í barnamölluninni...en ég kalla hann samt litla Jón....og hana nú LoL

 

Af okkur er annars allt flott að frétta. Ég er búin að skrifa svo margar ritgerðir að ég fer að breytast í heimildaskrá Shocking  Ég gref mig ofan í kjallara á ættarsetrinu hans Begga bróður og kem bara upp til að borða og knúsa  kallana mína....ókei..og mömmu Joyful  Annars erum við í frábæru yfirlæti hérna í Kolgerði og við stöndum á stanslausu blístri hér hjá ömmu og afa í sveitinni.

Endurkoma hersveitarinnar til Danmerkur er áætluð um miðjan janúar,  þá fyrst tekur við prófastress hjá múttunni... og þá kemur það sér AFAR vel að ormasúpan mín er svona lika AGALEGA vel upp alin hehehe Cool

 

Over and out frá fjallageitunum í Kolgerði og megið þið öll njóta hátíðanna...líkt og það sé engin morgundagur (bara fyrir Sibba....og Robba Wink)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innilega til hamingju með fjölgunina, kemur ekki annað til greina en að litli Jón verði frábær eins og restin af fjölskyldunni  

gleðileg jólin og allt það

love you all, Kristín frænka

Kristín (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:38

2 identicon

Til hamingju með litla bumbubúann :) Ég held að þetta verði æðislegt hjá þér allt saman. Við stelpurnar verðum alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á :) Knús og kossar frá baunalandinu. Gleðileg jól til ykkar allra :)

Linda (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:52

3 identicon

Til hamingju elskan mín þetta eru frábært, mér finnst þú vera svo skemmtileg mamma ;o)

Anna Sjöfn (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:18

4 identicon

Til hamingju með fjölgunina, þetta er stelpa og Jón gengur alveg á stelpur. Kommon það er að verða komið 2009!

Gleðileg jól til ykkar allra og hafið það gott stóra fjölskylda:)

Helga (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:38

5 identicon

hí hí hí.. ég er STÓR hneyskluð á þér!!!! Að fjölga mannkyninu svona mikið.. ertu að reyna að ná mér?:P he he he he... tekur einn í viðbót og einn krakka í viðbót og þá ertu búin að ná mér bæði í barnafjölda og barnsfeðrum :p

Hildur (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 15:43

6 identicon

Gleðileg jól litla kona... Kastaðu kveðju á parentið og strákana!

Monika, Kalli og Korka

Monika og co. (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:16

7 identicon

Til hamingju og ég veit að þú massar þetta eins og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur en þú ert samt crazy nigga bidds. Gleðilega hátíð sæta og hafðu það gott í faðmi fjölskyldunnar.

sibbinn (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 02:54

8 identicon

til hamingju með fjölgunina elskan, og mundu það að maður er ríkur að eiga þessar elskur... peningar gera mann ekki hamingjusaman einu saman.....

good luck með allt elskan, Gígja

Gígja danska (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 17:35

9 identicon

Til hamingju með bumbubúann. Vona að allt gangi vel eins og áður :) Sendi þér uppskriftina að stelpunni í e-maili ;)

Hafðu það gott um jólin og áramótin.

Kv. Ragna og Ágústa

Ragna (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 02:17

10 identicon

Gleðileg jól Birna mín og innilega til hamingju með litla Jón, Ég mæli samt frekar með að þú kallir hann Helgu..                það hljómar eitthvað svo gæfulegt

Þú bjallar á mig þegar þú kemur í borgina,                                                                                                                     nú ertu alveg búin að fara með pöbbaferðina okkar en þetta er líka eina gilda afsökunin                                         Gangi þér sem allra best.

Jólaknús. Helga Rún  

Helga Rún (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 16:33

11 identicon

þetta komment fyrir ofan lítur furðulega út, en þú ert nú svo glögg er það ekki, glögg og glúrin.. klók jafnvel, að þér tekst að lesa í gegnum þetta

Helga Rún (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 16:39

12 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Vó það er aldeilis frænka....til hamó með þetta 4-1 fyrir þér!

Elín Sigurðardóttir, 28.12.2008 kl. 20:31

13 identicon

húrra f þér... svo er bara að vona að þú fáir e-rn samfó þér... það er svo gaman... gangi þer sem bestast ástin mín.... við getum það allt :D

ávallt og endalaust baby

anny og arnhildur (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:58

14 identicon

Til hamingju og gangi þér sem allra best, alltaf nóg af fjöri hjá þér

Eyrún (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:52

15 identicon

Til hamingju skellibjalla.

Jón bauni verður boðin velkomin með okkur ljónunum hérna í ágúst.

Kveðja og knús, Dagmar Íris 21.ágúst og Erik Annas 2.ágúst

Dagmar Íris (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband