Staðreyndaskotið mætt á ný.

 

Önnur færsla í staðreyndabókina (kannski þetta verði legend eins og The Book of Next Time!)

 

Ég fékk þær upplýsingar hjá mínum elskulega lækni í dag...hann er frábær án gríns Tounge að þar sem að ég er í fyrsta skipti að ganga með barn sem mallað er úr okkur Gimsa (hvernig sem það svo kom til Blush) byrja ég á núllpunkti í sambandi við hættu á að fá meðgöngueitrun sem og marga aðra meðgöngutengda kvilla. Shocking

 

Nú hefur verið sýnt fram á það...samkvæmt þessum læknadreng....að til dæmis meðgöngueitrun byggist að miklum hluta á viðbrögðum ónæmiskerfis móðurinnar við "aðskota" DNA í líkama sínum.   Svo að þó ég hafi aldrei sýnt nein merki meðgöngueitrunar áður, segir það mér ekkert um líkurnar á henni núna þar sem líkami minn hefur aldrei mallað akkúrat þessa blöndu áður.

 

Fyrir þá sem ekki vita er meðgöngueitrun orsökuð af ýmsum atriðum en ekki er vitað nákvæmlega um öll smáatriði. Prótínleki frá nýrum móðurinnar, sem greinist sem eggjahvíta í þvagi hennar er eitt algengasta einkenni meðgöngueitrunar sem og háþrýstingur og mikill bjúgur.

Nú hef ég aldrei á ævi minni fengið vott af bjúg...fæddi meðal annars elstu drengina mína með hringinn á fingrinum, það hefur aldrei mælst eggjahvíta í þvagi hjá mér í mæðraskoðun né heldur hár þrýstingur...hann hefur iðulega verið of lágur ef eitthvað er Shocking   En þetta flotta reckord....sem sagt...nýtist mér ekkert í þetta skiptið hehe Cool  

 

Viðbrögð ónæmiskerfis móðurinnar við framlagi föðurins í blönduna er einnig talið hafa áhrif á ógleði móðurinnar og jafnvel ástands húðar hennar sem og skapsveiflna....svo stelpur...ef þið voruð alveg hel ónýtar á meðgöngu...þá er kroppurinn á ykkur ekki að gúddera þessa blöndu svo glatt LoL

 

Alveg hreint merkilegur andskoti...maður hélt nú að maður væri nokkuð sjóaður svona í 4. skiptið en þetta bara hef ég aldrei heyrt fyrr...ég gúglaði þetta og allt saman þegar ég kom heim frá doksa....og fann bara hellings rannsóknir þessu til stuðnings!

 

Settu þetta í pípuna þína og reyktu það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er er ég sammála þér, þetta er merkilegur anskoti heh ég hef aldrei heyrt þetta fyrr !!!

Jóhanna María Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:13

2 identicon

þetta hef ég aldrei heyrt áður en trúi þessu alveg. Læknir sem tók á móti dóttur minni á sjúkrahúsinu þegar hún fór úr lið í 13. skiptið á innan við ári vildi meina að þetta liðavandamál mætti m.a. rekja til næstum hálfs meters hæðarmunar foreldranna...

og meðgöngurnar mínar voru báðar living hell

harpa frænka á Ísafirði (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:51

3 identicon

Það er óhollt að reykja ...

bjornjul (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband