Hamingja? Eða hamingja!

 

Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér, alveg í rúmt ár.  Hvað er hamingja, og hvernig nær maður henni. Hvernig gerir maður sjálfan sig raunverulega hamingjusaman ekki "þetta lagast þegar fer að vora....þetta verður betra þegar hún eldist...þetta verður frábært í haust" ...ss ekki svona framtíðarhamingja, heldur nútíðarhamingja.  Ástand þar sem maður getur virkilega hallað sér aftur, lokað augunum og fundið að maður er virkilega sáttur við lífið og tilveruna, afslappaður í sjálfum sér og finnst sér og sínum vel borgið.Heart

 

Ekkert litlar pælingar þetta. Shocking

 

Vitur maður sagði eitt sinn að hamingjan kæmi inn um dyrnar sem við vitum ekki einusinni að við höfum opnað og ég verð að segja að nýverið hef ég orðið honum sammála.Smile  Ég opnaði nýlega dyr fyrir fjölskyldu mína og var ég nokkuð hrædd um að útum þær dyr myndu vella vesen, drami, óhamingja, sorg, reiði, biturð, öfund, vorkun og eiginlega allar þær tilfinningar nema þær sem svo létu á sér kræla þegar á hólminn var komið...þær tilfinningar og vitund sem fyllti mig og umhverfi mitt þess í stað var friður...endalaus friður og sátt, og það sem meira er, ég sé þetta í börnunum mínum. Friðinn, sáttina og öryggið í augunum og fasinu öllu Heart

Hvernig má það vera? Er það hamingja? Að vera glaður með valið hlutskipti sitt í lífinu og njóta þess sem af því kemur?  Er sjálfsvirðing ekki bara stór factor í hamingjujöfnunni? Woundering  Annar vitur maður sagði eitt sinn "hamingja er ein tegund hugrekkis"  Ætli það sé ekki bara svolítið rétt...að það að láta eftir sér að fylgja hjartanu og sjálfinu krefjist nægilegs hugrekkis til þess að viðurkenna fyrir sjálfum sér hvað það er sem maður virkilega vill...og nægilegs hugrekkis til þess að mæta ef til vill fordæmingu annarra fyrir að fylgja eigin sannfæringu...Undecided

 

Annar vitur maður lét hafa eftir sér eftirfarandi hugleiðingu um sjálfsvirðingu...og ég er ekki fjarri því að þarna sé eitthvað sannleikskorn...og að hamingjan haldist jafnframt í hendur við sanna sjálfsvirðingu. 

 

"sjálfsvirðing fæst ekki gefins, og ekki er hægt að kaupa hana. Hún vaknar þegar við erum ein, á hljóðum stundum og stöðum þegar okkur verður allt í einu ljóst að við höfum vitað hvað var rétt og hegðað okkur samkvæmt því, vitað hvað var fallegt og gefið öðrum hlutdeild í því, vitað hvað var sannleikur og ekki reynt að dylja hann"

 

Ég get ekki getið heimilda á þessi gullkorn þar sem ég veit ekki hvaðan þau eru komin Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hamingja og sjálfsvirðing haldast svo sannarlega í hendur!

hef einmitt séð þetta sjálf á undanförnum mánuðum ;)

miss you píps

Kristín (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:21

2 identicon

jahá... það eru engar smá pælingar.... mér fannst ég mjög hamingjusöm í fyrravetur í keilir.... þegar að mar er að fá allt útúr lífinu sem mar getur á því augnabliki... svo kannski breytast aðstæður á morgun og mar vill eða getur fengið e-ð meira útúr augnablikinu... einmitt líka að stoppa bara og líta í kringum sig, börnin sín og fjösk og vini... og vera þakklátur... held mar geti ekki verið hamingjusamur án þess að vera þakklátur!

vill enda á kvóti frá engum öðrum en Lincoln sem hljóðar eftirfarandi" fólk er nokkurnvegin eins hamingjusamt og það einsetur sér að vera" 

lot of love úr grenjandi blíðunni! A og co

Anny (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Nkl...ótrúlegt hvað hamingja getur verið ólík sjálfri sér en samt verið hamingja...    Ég var líka mjög hamingjusöm síðasta vetur í Keili og svo er ég líka afar hamingjusöm núna...samt eruð aðstæðurnar eins og svart og hvítt....ætli hann Lincoln kallinn hafi ekki bara haft eitthvað til síns máls kallinn

Birna Eik Benediktsdóttir, 13.2.2009 kl. 17:27

4 identicon

ekki ótrúlegt!...

Anny (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:47

5 identicon

Ekki það ég vilji fólki óhamingju síður en svo..er sko sannarlega stuðningsmaður hamingju....en ein tegund hamingju er í raun náskyld afneitun annars vegar og veruleikafirringu hins vegar...en meina það getur líka bara verið af hinu góða að geta leikið leikinn til enda....og kannski bráðnauðsynlegt. Hamingja er alderi eins hjá fólki..fjölmargt sem kemur inn...hjá mér er það fjárhagslegt öryggi og makinn hjá öðrum er það ferðalög og framandi slóðir...og svo held ég að hamingjan komi í köstum, hún getur ekki bara varað og varað þá mundi maður ekki finna fyrir henni..eða hvað? e.

Ella fræ (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:36

6 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

HAHA   frábært input Ella. 

Auðvitað verður hamingjan að koma í köstum, eins og hindrunarhlaup....svo maður virkilega njóti þess þegar hún varir á milli erfiðu hjallana sem þarf að klífa.

 Eins er alveg stórkostlegt atiði hvað afneitun og veruleikafirring er oft nauðsynleg svo fólk geti talið sér trú um að um raunverulega hamingju sé að ræða þegar í raun er verið að leika "hamingjuleikinn"

Ég held ég deili bara skoðun þinni á þessu kæra fræ

Birna Eik Benediktsdóttir, 14.2.2009 kl. 14:53

7 identicon

Hamingja er eikkvað sem fer vel í maga

Dóra (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband