Enn eitt myndalaust blogg!!

 

Og núna úr tölvu Margrétar stórfrænku minnar sem hýsir okkur eitthvað fram á næstu viku.

 

Við brósi keyrðum suður í gær með kippuna afturí...eða meiri hluta hennar þar sem afinn lagði inn sérstaka beiðni um að fá að hafa nafna sinn aðeins einan norðan heiða. Við brósi fórum að sjálfsögðu að ræða möguleg nöfn á komandi erfingja á leiðinni þar sem skemmst er frá því að segja að drengurinn sem von er á getur með engu móti heitað Finnbjörg Sigurlína......en einhverra hluta vegna varð þetta óneitanlega eilítið einhliða samtal svona framan af þar sem ALLAR tillögur sem bárust frá mínum indæla bróður, en þó í mismunandi tóntegundum, voru   "en Guðbergur Stefnir?"  .....nú veit ég auðvitað ekki hvað bjó þar að baki....en mér segir svo hugur, þar sem ég er geigvænlega glöggskyggn, að þessi nöfn hafi honum flogið í hug vegna þess að hann sjálfur heitir Stefnir....og stóri bróðir okkar heitir Guðbergur....ég vill auðvitað ekkert slá neinu föstu um það að þangað hafi hann sótt innblásturinn en mann má alltaf gruna LoL

 

Annars er mikið spáð og spekúlerað um nöfn á litla manninn þar sem þau nöfn sem svona standa okkur næst eru mörg hver komin eins og til dæmis Benedikt í höfuðið á afanum, svo heitir litli Stefnisson Viggó, eftir móðurbróður afans en sá gengdi stóru hlutverki í okkar fjölskyldu, Stefnisson hin eldri heitir Davíð, en það var nafn afa míns. Svo eru komnir hvorki meira né minna en tveir Guðmundar sem nefndir eru í höfuðið á móðurafa okkar systkina. Stóru bræðurnir láta sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja og koma með misgáfulegar tillögur....allt frá Batman að Skúla skelfi....en svo slæðast að vísu góðar hugmyndir með af og til Grin 

Ef málið verður að notast við nafn úr ættinni er auðvitað alltaf Hnefill uppi á borðinu Cool en það var norskur forfaðir okkar Tounge  langafi hét Jón, og hinum megin hét hann víst Oddur.....en mig langar lítið að nefna barn mitt nafni sögupersónu úr einni af ástsælustu sögum Guðrúnar Helgadóttur Blush

 

Svo þetta heldur áfram að vera á íhugunarstiginu Wink

 

Við erum búnin að hafa það rosalega gott í sveitinni. Litlu dýrin hafa að mestu verið úti að vinna og Baldur hefur skottast svona í kringum okkur. Ég tók fullt af myndum og vídjó af baldri að taka þvílíku rokksveifluna með það sem honum finnst vera rafmagnsgítar......en þær myndir eru bara í minni tölvu.....svo þið fáið ekki að sjá þær í bili.....sowy Whistling  

 

Planið framundan hjá okkur er svo að fresta heimför aðeins vegna þess að Baldur ætlar í litla aðgerð á mánudaginn þar sem á að athuga hvort ekki sé hægt að hreinsa aðeins til inni í höfðinu á honum.....mér finnst hann nefninlega ekki nógu klár og bað um heilatiltekt......EÐA að háls-nef og eyrnasnillingurinn Einar Thoroddsen skilur ekki hvernig danir hafa getað sent okkur á milli sín í tvö og hálft ár án þess að hjálpa barninu eitthvað og ætlar hann því að reyna að rútta aðeins til í guttanum.

 

Við auðvitað vonum að þetta muni duga því ef svo er ekki erum við að horfa í mikið stærri pakka með lýtaaðgerðum á innra andliti og talþjálfun til margra ára Shocking

 

ég vona að mér fyrirgefist stopluar og myndalausar færslur.....í bili...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ter vel med litla guttan hja lækninum, og gott ad vita ad tu ert ennta a lifi. Hvenær ertu svo væntanleg til landsins aftur?

Dagný (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 09:20

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

þakka þakka :O)

Við komum heim í vikunni...er ekki alveg búinað negla daginn satt best að segja, það verður að ráðast eftir litla guttanum soldið

Birna Eik Benediktsdóttir, 19.4.2009 kl. 10:48

3 identicon

hvað með Óðinn???

Dagmar Íris (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 19:37

4 identicon

já nákvæmlega,, óðinn er mjög flott nafn.
En ok skvís,,, reyni kanski að koma og sjá nýja húið þitt í vikunni,,, eða næstu helgi,, hlakka til að sjá þig :)

Dagný (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband