Leiðrétting

 

Enn og aftur kenni ég meðgönguheila um mistökin.....Whistling

 

Ég bloggaði hér um daginn svolitlum fréttum af Litla Jóni....þar sagði ég að hann hefði við 27 vikur verið metin 1400gr að þyngd....og sagði svo að þetta væru um það bil 3 merkur.  Þetta er víst hin mesta vitleysa Blush

 

Mig misminnti þannig að ein mörk væri 500 gr. en hún er víst 250 hehe  ÞESSVEGNA fannst henni hann eitthvað stór LoL  Ég skildi ekkert hvaða veður hún var að gera yfir þessari 3 marka písl....en ég skil hana aðeins betur núna þar sem hún mat peyjann á 6 merkur við 27 vikur. (Þess má geta til gamans að íslensk börn eru yfirleitt stærri en dönsk við fæðingu, Baldur minn sem fæddist þremur og hálfri viku fyrir tímann var tæpar 16 merkur og 53cm og skrifuðu ljósurnar stærðina á þjóðernið haha)

 

Ef þetta er svo framreiknað miðað við eðlilega þyngdaraukningu fósturs frá 33. viku (hún fann ekki upplýsingar um þyngdaraukningu fyrr á meðgöngu) er yfirleitt talað um 250-275 gr á viku...ss rúm mörk á viku.  Þetta gæti þýtt að pjakkurinn bæti á sig allt að 2 kílóum síðustu 7 vikurnar, það plús þessi 1400gr. fram að 27. viku gera 3400gr............en frá viku 27 að 33 líða jú 6 vikur.....sem við höfum engar viðmiðunartölur fyrir....Við bætist svo standard vikan sem ég reikna með að fara fram yfir settann dag.

 

Allar líkur eru því á veglegri feitabollu um miðjan ágúst InLove ...það væri í rauninni ekkert nýtt svona hérna meginn þar sem menn eru venjulega hraustlegir við fæðingu (með örfáum undantekningum þó (Eyþór sem var bara 14 merkur))  Og skilst mér að vel úti látinn drengur yrði heldur ekki nýmæli Holtsættarmegin Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband