Litið uppúr bókunum

LoLJújú, það er víst nauðsynlegt af og til.

Hrókasamræður við Vígbúinn víking.

Ég leit uppúr minni grísku klassík í gær og við skunduðum með lýðinn á víkingahátíð. Við höfum þrætt þær ansi margar ásamt því að vera fastagestir í Hafnarfirðinum en vá hvað engin hinna kemst í hálfkvisti við þessa Wink

Litli víkingur í drykkjarpásu

 

Þarna voru 6-7 hundruð víkingar samankomnir, á aldrinum nokkurra mánaða til ellismella búandi í tjöldum, baðandi sig í sjónum og borðandi frumstæðan mat...á milli þess sem þeir fóru í Netto í víkingagallanum hehe LoL 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna var bæði verslað og prófað hitt og þetta, bogfimin reynd, sá minnsti skellti sér á bak og núna eiga þeir eldri LOKSINS líka Þórshamars-hálsmen...líkt og litla dýrið Grin  Fannst bræðrum það ekki amalegt að hitta fyrir íslenska víkinga í tjaldbúðunum og fá að prófa bardagabúnaðinn...en mér fannst Baldur samt flottastur með hjálminn.....því hann náði niður á mitt andlit haha LoL Ég var ekkert ALLT OF dugleg með myndavélina, en þó voru teknar nokkrar. Sumar má sjá hérna í færslunni og aðrar í albúmi bræðranna.

Vikingarnir komu með sitt eigið tröll með sér....Gaurarnir okkar í góðra vina hópi :O)

 

 

Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég var spurð "er þessi ekki bara að fara að koma" eða eitthvað í þá áttina, enda minnsti víkingurinn búin að koma sér upp ansi myndarlegu virki framaná mömmu sinni. Enda hefði það nú ekki komið mér á óvart þar sem við brokkuðum um stokka og steina ef að maðurinn hefði eitthvaðð farið að hugsa sér til hreyfings.

 

 

 

 

En við komumst heim seint í gærkvöldi, með uppgefna og grútskítuga litla víkinga, með bálilminn í hárinu og sverðinn föst í litlu lúkunum og kasólétta mömmunna með samdráttarverki sem voru farnir að minna óþægilega mikið á hríðir.....en eftir góðan nætursvefn var allri þreytu að sjálfsögðu gleymt og menn sprækir að nýju Tounge

 

Fékk svo líka ða tylla sér berbakt þegar búð var að spretta af

 

 

Baldur fékk mikla athygli útá kunnáttu sína í umgengni hrossa, þetta litla dýr sem varla stendur uppúr skónum sínum byrjaði á því að leyfa merinni að þefa af handabaki sínu....klappaði henni svo á hálsinn (sem hann varð að teygja sig uppí) 

OG leit svo á eiganda hestsins og sagði....Babu upp þita heett.

 

Víkingurinn auðvitað bráðnaði algerlega og vippaði drengnum upp og héldu þeir uppi töluverðum samræðum, þar sem guttinn fór á bak bæði með hnakki, og eftir af búið var að spretta af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband