Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Litið uppúr bókunum

LoLJújú, það er víst nauðsynlegt af og til.

Hrókasamræður við Vígbúinn víking.

Ég leit uppúr minni grísku klassík í gær og við skunduðum með lýðinn á víkingahátíð. Við höfum þrætt þær ansi margar ásamt því að vera fastagestir í Hafnarfirðinum en vá hvað engin hinna kemst í hálfkvisti við þessa Wink

Litli víkingur í drykkjarpásu

 

Þarna voru 6-7 hundruð víkingar samankomnir, á aldrinum nokkurra mánaða til ellismella búandi í tjöldum, baðandi sig í sjónum og borðandi frumstæðan mat...á milli þess sem þeir fóru í Netto í víkingagallanum hehe LoL 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna var bæði verslað og prófað hitt og þetta, bogfimin reynd, sá minnsti skellti sér á bak og núna eiga þeir eldri LOKSINS líka Þórshamars-hálsmen...líkt og litla dýrið Grin  Fannst bræðrum það ekki amalegt að hitta fyrir íslenska víkinga í tjaldbúðunum og fá að prófa bardagabúnaðinn...en mér fannst Baldur samt flottastur með hjálminn.....því hann náði niður á mitt andlit haha LoL Ég var ekkert ALLT OF dugleg með myndavélina, en þó voru teknar nokkrar. Sumar má sjá hérna í færslunni og aðrar í albúmi bræðranna.

Vikingarnir komu með sitt eigið tröll með sér....Gaurarnir okkar í góðra vina hópi :O)

 

 

Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég var spurð "er þessi ekki bara að fara að koma" eða eitthvað í þá áttina, enda minnsti víkingurinn búin að koma sér upp ansi myndarlegu virki framaná mömmu sinni. Enda hefði það nú ekki komið mér á óvart þar sem við brokkuðum um stokka og steina ef að maðurinn hefði eitthvaðð farið að hugsa sér til hreyfings.

 

 

 

 

En við komumst heim seint í gærkvöldi, með uppgefna og grútskítuga litla víkinga, með bálilminn í hárinu og sverðinn föst í litlu lúkunum og kasólétta mömmunna með samdráttarverki sem voru farnir að minna óþægilega mikið á hríðir.....en eftir góðan nætursvefn var allri þreytu að sjálfsögðu gleymt og menn sprækir að nýju Tounge

 

Fékk svo líka ða tylla sér berbakt þegar búð var að spretta af

 

 

Baldur fékk mikla athygli útá kunnáttu sína í umgengni hrossa, þetta litla dýr sem varla stendur uppúr skónum sínum byrjaði á því að leyfa merinni að þefa af handabaki sínu....klappaði henni svo á hálsinn (sem hann varð að teygja sig uppí) 

OG leit svo á eiganda hestsins og sagði....Babu upp þita heett.

 

Víkingurinn auðvitað bráðnaði algerlega og vippaði drengnum upp og héldu þeir uppi töluverðum samræðum, þar sem guttinn fór á bak bæði með hnakki, og eftir af búið var að spretta af.


Það er annað hvort of eða van.

 

Það er örugglega því að hér eru hvorki Kasper né Jesper né Jónatan, sem pössuðu alltaf að taka hvorki of eða van LoL

 

Síðustu jól og áramót sat ég í kjallaraíbúð í Hléskógum í Eyjafirði og tók sprettinn á nokkrum ritgerðum og náði önninni með stæl....sú íbúð var ókynnt og sat ég þar af leiðandi í ullargræjum frá toppi til táar, snjóbuxum, með húfu og griflur að pikka á tölvuna.

 

Núna sit ég í stofunni minni, í hitamollu og rakaógeði að taka sprettinn á 2 mislöngum verkefnum sem heimta gríðarlega heimildavinnu og einni ritgerð og hef 10 daga til þess að ná önninni með stæl (fyrsta einkun þó komin og var hún 9 svo það lofar góðu Cool)  Hérna er ekki loftkæling og rakastigið er tvær mínútur í allt á floti svo svita, klístur og þorstastigs hámörkum er náð hvað eftir annað.  Ekki bætir úr þessi líka indælis höfuðverkur sem hefur talið sig ómissandi undanfarnar vikur.

 

Væri ekki draumur að prófa að taka svona törn bara í eðlilegum hita...þar sem maður hvorki svitnar við það eitt að vera til, né andar frá sér klakahrönglum Shocking

 

 En ég fann myndavélina...bara á sínum stað ofan í skúffu, þessvegna fann ég hana ekki áður hehe...maður leitar aldrei á "sínum stað"!   Svo að nú gætu farið að koma myndir af bræðralaginu á nýjan leik :O)


Dsjís maður!!

 

Hér er að vanda aaaðeins of mikið að gera....og aaaaðeins og fáir til þess að gera það  flissss Tounge

 

En í svo mörgu er að snúast að ég finn mér varla tíma til þess að setjast niður og blogga eitthvað almennilega....fann hann ekki heldur  núna Wink

 

Smiðurinn góði kom á skyndiákvörðun síðustu föstudagsnótt og er það algert æði að hafa hann hjá okkur, það munar óneitanlega um fleiri hendur á heimilinu.....þar er að segja fullorðinshendur haha

 

Myndir munu settar inn þegar myndavélin finnst........og NEI ég týndi ekki EKKI......veit bara ekki aaaaaaalveg hvar hún er Blush  .....sem er ekkert líkt mér....Blush

 

 


Afmæli já....

 

Þabbara svona...ég bara varð gömul yfir nótt Gasp

 

Ég bara vaknaði í gærmorgun...og var þá allt í einu orðin 27 ára....get að vísu ekki sagt að það breyti miklu fyrir mig...en samt!

 

Ég átti yndislegan afmælisdag...svona þegar ég var búin að senda stóru börnin mín í SFO sem var komið í sumarfrí og svona Blush......spursmál um óléttuheilann eða?

 Fékk sem sagt 3 vikna sumarfrí með sonum mínum... lækkandi hitastig þar sem hitinn fór alveg niður í 25 gráður og smá rigningu í afmælisgjöf, sem og dýrðlegt heilnudd sem ég lifi ennþá á Heart Það voru greinilega fleiri en ég sem nutu lækkandi hitastigs og ferskrar rigningar....

Froskapartý í garðinum

 

 

Við fundum þessa tvo ásamt tveimur öðrum úti í lauginni í garðinum okkar....það var HEILmikið brasað og bardúsað í kringum þessa blessuðu froska...

 

 

 

 

 

Barnungarnir mínir toppuðu svo daginn í gær með því að krúttast fram úr hófi við kvöldlesturinn, við vorum búin að lesa öll saman og fengu þeir þá að fara í sín ból og skoða smá bækur.  Fyrst fór krúttverjinn uppí rúm til Eyþórs stóra bróður þar sem Eyþór las fyrir hann sögu um manninn með gula hattinn og apann hans...á dönsku.InLove

sætu bókakallar :O)

Málinn rædd á milli bóka...og nýjar valdar......mér finnast svona "aftaná" myndir oft svo krúttlegar InLove

 

Því næst klifraði litla dýrið upp í efri koju til Benna brósa og skoðaði þar vísindabækur af miklum eldmóði með íslensku tali þangað til að við sungum einn "bappa ðóva" og mennirnir lögðu sig. "bappa ðóva" þýðir  "fara að sofa", og er notað sem heiti yfir lagið sem við syngjum á hverju kvöldi fyrir háttinn Grin

 

Planið næstu vikur er svo að halda áfram heimarækt á fólki...reyna að sjá til þess að litla dýrið heilsi ekki uppá okkur fyrr en í ágúst og grillast úr hita Cool

 


Töffari er fæddur.....

 

....að vísu fæddist hann fyrir 6 og hálfu ári...en hann blómstraði semsagt í gær Cool

Sætur með pottlokið

 

Ég var að setja mig í snoðhausastellingarnar eins og venjulega...en þá heyrist í kauða  "mamma....get ég ekki fengið svona mömmuhár"     Ég er ss. búin að vera með hanakamb síðustu ár Grin

 

Við ákváðum að atuga hvort að það væri ekki bara hægt, sem það auðvitað var og er ungi maðurinn ekki lítið ánægður með afraksturinn...raunar svo glaður að litli bróðir hans vildi alveg eins (sem er of fyndið LoL), og ætlar Eyþór að leggjast undir sláttuvélina í dag....fáum myndir af því seinna Wink

Fallega barn :O)Verið að massa pósu

 

Töffarinn var svo ánægður með sig (sem er frábært og óvenjulegt hjá þessu annars hlédræga barni Heart) að ég stóðst ekki mátið að taka nokkrar myndir af honum....hann á orðið ágætis safn af pottlokum, þar sem hann er bara fædd sixpensaratýpa...og fékk eitt þeirra að vera með Tounge

 

Rosalega alvarlegur töffari

 

  Rosa alvarlegur á þessari mynd, sem var fyrsta myndin sem smellt var af.... svo var ég næstum dottin í sundlaugina í garðinum.....svo næstu myndir urðu allar hálf pjakkalegar LoL 

 

Ég skil ekki alveg vegna hvers þessar blessuðu myndir krefjast þess að koma svona þversum í færslunni þar sem þær snúa rétt í albúminu....kannski snúast þær bara að sjálfu sér seinna, eins og myndin af Baldri hérna ekki alls fyrir löngu Wink

 

 

Þær voru nokkrar í viðbót, töffaramyndirnar og eru þær í skæruliðaalbúminu InLove

 

 

 

 

 

 

 

 


Skæl :O(

 

Óléttuskæl yfir þessu...Crying

 

Hver hefur ekki séð heimildamyndina "the dying rooms" um kínversk munaðareysingjahæli..og grátið yfir henni.Crying  Slæmt var það á meðan "vitneskjan" sem maður bjó yfir var að þessi börn, stúlkur fyrst og fremst, væru yfirgefin af foreldrum sínum....en að þessi börn hafi verið tekin með valdi frá foreldrum sem vildu ekkert frekar en að geta haldið þeim.....og komið fyrir á ....  Crying

 

Ég veit ekki hvort ég hugsa eitthvað öfugt, en mér er það þó léttir að vita að flest þessara barna hafa þó verið ættleidd af fólki sem elskar þau sem sín eigin, burtséð frá því hver græðir fjáragslega á því....verra væri það væru þau föst, þessi litlu grey, á kínverskum munaðarleysingjahælum Crying


mbl.is Kínversk börn seld til ættleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður.

 

Allir ættu að eiga eina slíka, þetta er mjög spes tegund Heart

 

Siggan mín kom hérna í 3 daga um mánaðarmótin, skrúbbaði og sjænaði fyrir fóstursoninn, henti upp með mér gardínum og sagði garðinum stríð á hendur....sem hún auðvitað vann þessi elska Cool

 

Við skottuðumst niðrettir til sönder að sækja Sigguna á sunnudaginn, og hittum fólkið okkar þar. Tókum góðan rúnt á hafnarbakkanum, með ís og hnoði, gríni og glensi og enduðum svo að sjálfsögðu á Mongolian ásamt fríðu föruneyti Grin

Heitur og Sveittur sæti kroppur :O)

Smellt var af myndavélinni í gríð og erg, bæði í sönder og hérna heima og hef ég búið til nýtt albúm að því tilefni,  ófæddum börnum til heiðurs, mest er óneitanlega af myndum af litla Jóni og má þakka Sigríði föður hans fyrir það, en það er allavega ein af Baldri og ein af Eyþóri...ég er hrædd um að engin mynd sé til síðan Benedikt var hinum  megin við mig Woundering  Og bara þessar einu af Eyþóri og Baldri.

 

Ormaalbúmið hefur stækkað svolítið sem og hið nýja innvortisbarnaablbúm Wink

 


Hámarki hita náð...

 

Það er ekki gott að vera að detta í 35. viku meðgöngu, með of lágan blóðþrýsting og upplifa hitabylgju, í svona hita ætti að vera bannað að þurfa að gera eitthvað eins og að þvo þvotta, elda mat, þrífa, vesenast í börnum eða þurfa að sinna erindum eins og verslun og skrifstofuheimsóknum....einungis ætti að vera leyfilegt að liggja í makindum sínum á bökkum sundlauga eða við hvítsendnar strendur með kokteil í annarri og vantsmelónu í hinni....ég er þó búin að nýta þennan tíma til ýmis konar tilraunastarfsemi og hef ég sannreynt ýmsar kenningar.

 

1. Tæplega þriggja ára gutti getur dundað sér ENDALAUST með botnfylli af vatni í bala

2. Börn verða eins og múlattar á litinn eftir einn dag úti í garði í sundlauginni.

3. Óléttar mömmur gera ALLT til þess að forðast hitann...fara meðal annars í kvöldgöngur.

4. það er líffræðilega mögulegt að verða sveittur um leið og slökkt er á sturtunni.

5. Innvortis börn virka sem náttúrulegir hitapokar.

6. Nammi og/eða ís getur keypt ótrúlegan frið í skamman tíma í einu....en útheimtir ávallt aukavinnu í barnaþvott eftirá.

7. Það er hægt að verða móður við að blása sápukúlur.

 

Það hlýtur eitthvað gáfulegt að bætast við þetta safn þegar líður á sumar, en í þessum skrifuðu orðum er um 30 stiga hiti úti í garði hjá mér og klukkan er rúmlega 7 um kvöld, það er alger stilla svo steikin er alger Shocking  ...þessvegna er ég inni í tölvunni Cool

Ég hlakka óneitanlega til kvöldsins þar sem gert er ráð fyrir að hitinn fari jafnvel niður í 15 stig í nótt. Ég kemst bara ekki hjá því að verða hugsað til gleymsku þeirrar er Ella frænka minntist á um daginn, svona valda gleymsku... ungbarnagrátur og veðurfarið á Íslandi til dæmis flokkast undir slíka gleymsku....núna verður mér nefninlega tíðhugsað til þanka minna sumarið 2006 þegar mikil hitabylgja gekk yfir Köben og ég sat þar í íbúð með 6 glugga í suður......kasólétt af Baldri, horfði á alla alsberu danina út um stofugluggann minn og hét því að vera aldrei aftur ólétt um sumar !


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband