Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Barnið fer að fermast...

 

..eða svona næstum því.  Jón Egill hendist áfram í þroska, þetta er að gerast svo hratt að ég hef staðið sjálfa mig að því að reyna að upphugsa leiðir til þess að hægja á ferlinu...láta þessa feitabollu vera ungabarn svolítið lengur Wink  en það er víst ekki hægt hehe.

 

Dagarnir okkar eru ósköp rólegir, ég ætla að taka fæðingarorlof þessa önn...LOKSINS....og njóta þess bara að eiga feitabollu, vargatítlu og hálffullorðinn mann.  Benedikt er loksins að finna sig almennilega í skólanum. Núna er engin stóri bróðir til þess að terrorisera hann og hann er farin að trúa því hvað hann er frábær InLove

Baldur er undarlegt nokk hvers manns hugljúfi á leikskólanum...sætur og ormalegur með sína sætu spékoppa, yndislegur og auðmeðfærilegur....alveg eins og heima bara Woundering  Og litla LJónið er bara yndi....feitur og mjúkur forvitinn lítill maður sem auðvelt er að þóknast.   

 

Hann er farin að sýna mataráhuga og hefur gert núna síðan hann var 4 mánaða. Hann fékk því þegar hann var orðin rúmlega 5 mánaða að sitja með okkur til borðs og "borða" með okkur og það er ekki lítið spennandi 

 

gúrkuljón Gulrótarljón

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó hann fái bara grænfóður ennþá er hann afar efnilegur í átdeildinni Cool

 

Annars er húsmóðurlífið afar tíðindalaust...það mest spennó sem hefur gerst hér hjá okkur síðustu viku er að Baldur fékk nýjan bílstól sem hann situr á móti aksturstefnu í og að ég er búin að finna rétta dagmömmu fyrir Jón Grin

 

Þetta blogg fer að breytast í myndasíðu bara....ekki frá neinu að segja hehehe


Gamla ömmusysturhjartað.... :O)

 

Hún Kristín systurdóttir mín var að eignast lítinn dreng núna í kvöld.   Hann er auðvitað yndislegur og undurfagur eins og önnur börn sem fæðst hafa í fjölskyldunni og móður og barni heilsast vel Heart

 

19474_1303038412221_1118283693_30958308_1382555_n 

 

Hérna er mynd af fallegu fjölskyldunni hennar Kristínar, afar stoltir foreldrar og lítil mús í mömmufangi Crying    Ég er svo uppfull af hormónum ennþá að ég fór bara að skæla....sniffsniff....

Þar með er ég orðin ömmusystir í 15. skiptið...ég verð alveg meir Woundering

 

 

Þá er litla gáfumennið á myndunum hérna að neðan orðin stóri frændi (já ég setti á hann húfuna til þess eins að hlægja að honum) og ég vona að við Kristín getum leyft sonum okkar að þekkjast....að þessi endalausa búseta í útlöndum klippi ekki á ÖLL fjölkyldutengsl!  

 

 Ljon gáfulegur gáfuljón

 

 

 


Stoltur íslendingur.

 

Sko...við erum ekki bara kreppuvælandi ræflar með hor, ánægð með þetta Cool

 

 


mbl.is Björgunarsveitarmenn á leið til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin rólegheit...

Nú er það ekki rólegheitatími lengur að fara með Jóni litla í bað....litli brothætti unginn sem var svo hissa og glaður í baðinu með bræðrum sínum í fyrstu hefur breyst í lítið vatnsskrímsli...

 

 

  Þetta vídjó er um mánaðargamalt og hafa taktarnir bara færst í aukana síðan....það er td áhættusamt að vera með myndavél nálæga á baðtímum því ALLT vill blotna LoL

 

 

 

Annars er hér bara kalt .... og rakt... og meira en of mikið að gera eins og venjulega, þetta rassgat heldur manni við efnið og gerir mann gráhærðan á milli þess sem hann bræðir mann alveg með svipum eins og þessum Grin

 

Baldur villtist í bolnum sínum...

 

 

 

 

 

Hann er heppinn að vera sætur Cool


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 2866

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband