Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Næsta skýrsla.

 

Jújú...lífið heldur áfram...mér er sem betur fer farið að finnast þessi dagur í fyrradag fáránlega fyndin LoL En ég fékk úr blóðprufum í gær og mér fannst hún nú frekar óljós..en hún sagði að eitthvað óeðlilegt prótein væri að finna en að það þyrfti ekkert endilega að benda til meðgöngueitrunar að svo stöddu......ég átti bara að hafa samband ef ég fengi höfuðverki og svima aftur.....þá spurði ég eins og auli  "en hvað ef ég er ennþá með höfuðverkin síðan í gær"   þá sagði hún bara..   "uhh...ó"  og ekkert meir.

 

En ég fékk þarna gott tékk....blóðþrtstingur, eggjahvíta, púls, samdrættir og hjartsláttur guttans og allt var í lagi nema samdrættirnir svo ég ætla bara að vera róleg í bili og gera eins og hún sagði mér  ......taka því rólega HAHAHAHAHAHA  því það er svo mikið hægt með 3 hressa drengi í heimili LoL  Held að þessi ljósa bara hljóti að vera barnlaus eða að hún eigi bara stelpur....sem sitja kyrrar í barbie....með skraut í hárinu allann daginn Tounge  (bara alveg eins og litli tyggjóhausinn minn hahaha)

 

En ég hef komist að því að annað hvort hatar Litli Jón lyftiduftslausar muffins..eða hann elskar þær.  Hann allavega tekur algeran trylling þegar ég læt þetta ofan í mig, ég get varla setið kyrr þegar hann byrjar svo mikill er hamagangurinn Grin

 

Baldur fer til pabba síns um helgina svo að við stóra fólkið fáum að slaka aðeins á talandanum endalausa (hann er nýbúin að fatta þetta verkfæri....og beitir því núna endalaust Woundering)


Hvað er betra en franskir bændur ?

 

Ég elska þegar frakkar mótmæla...og þá sérstaklega bændur. Þegar ég les fréttir af frönskum mótmælum langar uppreisnarsegginn í mér alltaf að brjótast út og slást í hópinn. Úða skít úr skítadreyfara, loka landamærum og gera allt vitlaust.....

 

...enn sem komið er, er þetta bara draumur sem ég gæli örlítið við Wink


mbl.is Franskir bændur mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir dagar !

 

Í dag var einn af þessum dögum.... ég vakna hress og kát og fer með alla á sína staði...Baldur loksins að byrja hjá dagmömmunni aftur eftir þenna heila dag sem hann fékk með henni í þarsíðustu viku og sól og blíða úti.

 

Ég kom svo heim og ákvað að halda uppá friðinn með því að leggja mig.....en sem komið er gott og blessað.  Haldiði ekki að einhver hafi svo bara skipt um dag á meðan ég svaf!  Ég vakna með undarlegan doða í öðrum lófanum og fingrunum, dynjandi höfuðverk, sjóntruflanir og væga ógleði....ég ætla bara að athuga hvort þetta skáni ekki og fer að ráðum Ellu frænku og fer út og viðra mig soldið og drekk vatn og svona....en nei nei   ekkert virðist þetta ætla að fara.

 

Nú hef ég verið svo heppinn í gegnum  mínar meðgöngur að ég hef aldrei haft háan blóðþrýsting eða bjúg eða neitt því likt svo ég var hreinlega ekki viss hvort þetta væri eitthvða sem þyrfti að athuga eitthvað frekar...ég ætla þá bara ða hringja í heimilislækninn....en síminn hjá honum var lokaður...ég hringi þá í ljósmæðurnar hérna í Odense....en síminn hjá þeim er bara opin á milli 8 og 10 á morgnanna....ég hringi þá uppá fæðingardeild og fæ svolitlar skammir fyrir það...það er ekki rétt boðleið, maður á að hafa samband við sinn eigin lækni fyrst og vera vísað til þeirra...ég fékk þó að tala við ljósu sem sagði mér að hundskast uppettir eigi síðar en núna strax því þetta geti verið merki um bráðameðgöngueitrun Pouty ........ konur þurfa ss ekki að vera með bjúg og háþrýsting til þess að geta fengið þessa blessuðu eitrun.

 

 

Þarna var klukkan orðin 3 um eftirmiðdaginn svo ég sá að ég gæti ekki annað en tekið litlu mennina mína með mér og hóf því þann unað sem það er að fara og sækja börnin....hundveik og ræfilsleg Sick   þess má geta til gamans að það er vatnsþema í gangi í skólanum hjá strákunum og er því alltaf allt blautt og miður geðslegt og fékk ég að skemmta mér við að hirða þetta allt saman og mættum við svo fylktu liði uppá deild.

 

Þar var mér auðvitað skellt í mónitor...sem er það leiðinlegasta sem er til í heiminum....maður er bara tengdur við vél...og getur ekki hreyft sig....sem er ekkert æðis með Baldur hressan með sér Shocking

Hjartslátturinn hans Litla Jóns var svolítið  ör en samt jafn svo það er í lagi, en þeim leist ekki alveg á hversu sterkir samdrættirnir eru....alveg uppí 100 (svona fyrir ykkur sem þekkið þetta) en þá eru þeir farnir að valda svolitlum óþægindum.

 

 

Eftir að ég var búin að liggja í þessari græju í um það bil hálftíma ÞÁ var tekið blóð til þess að athuga starfsemi innri líffæra. Meðgöngueitrun er víst eitthvað sem byrjar í lifur og auknu próteini í henni....eða eitthvað í þá áttina....Blóðtakan gekk ekkert svakalega vel því Baldur vildi svo mikið  kúra hjá mömmu sinni.....og láta hlusta á litla barnið sem er víst í maganum á honum Tounge 

 

 En það hafðist með 2 stungum og töluverðum tíma....en þá fékk ég að vita að við myndum þurfa að bíða eftir niðurstöðunum  úr blóðprufunum líka....og ennþá hafði ég ekki fengið neitt við höfuðverknum......og ég var farin að verða svöng.   Klukkan var líka orðin 5 svo ég hringdi í Dagnýju og bað hana að redda mér þó ekki væri nema um eitt barn og koma og hirða af mér Baldur...svona þar sem hann er duglegastur hehe.  Hún taldi það ekki eftir sér og var Baldur sem betur fer í góðu yfirlæti hjá henni og Valda það sem eftir lifði kvöldsins.

 

 

Þá var nú komið að því að ég ætlaði að senda stóru guttana í sjálfsalana að kaupa sér smá snarl....sem sagt eftir að við vorum laus við skæruliðann...en þá komumst við að því að búið var að stela helvítis veskinu mínu!!!!!  Svo við vorum peningalaus ofan á allt saman Crying

 

Ég gerði dauðaleit og lét leita allstaðar á hæðinni...í öllum upplýsingum og í aðalupplýsingum og alles...en neinei...sá sem hefur hirt það hefur ekki gert það til þess að skila því inn...þar fór 800 kall og öll kort heimilisins Errm Þegar Eyþór fór svo að gráta úr hungri og höfuðverk ákvað ég að fara bara heim og fóðra börnin og koma þeim í háttinn.....þá var klukkan líka að detta í hálf átta...OG við áttum eftir að taka krókinn heim til Dagnýjar og Valda til þess að sækja litla dýrið....ég var auðvitað orðin svo svöng þarna að ég gat með engu móti svarað ljósunni þegar hún spurði mig hvort mig svimaðí ennþá.....auðvitað svimaði mig...ég var næringarlaus! (algert flashbakk í fyrri meðgöngur!)

 

 

Svo ég fór heim gegn læknisráði og sagði þeim bara að þær yrðu að hringja í mig þegar þessar niðurstöður kæmu, ég yrðu að sinna þessum börnum...bæði fæddum og ófæddum með því að fóðra okkur og lagði því af stað að sækja krúttmund......þegar við erum hálfnuð þangað ælir  Eyþór.....ójá....hann er þó svo snar þetta litla grey að hann náði að æla útum gluggann...en ég hentist út á miðjum ljósum til þess að halda um lítið ennið og styðja litla manninn þar sem hann hékk hálfur útum gluggann og ældi lungum og lifur....danir sjálfum sér samir stoppuðu umvörpum til þess að athuga hvort þunguðu konuna vantaði einhverja aðstoð...en þar sem ég stóð með dynjandi höfuðverk frá helvíti, og bullandi svima og kúgaðist eins og ég ætti lífið af leysa yfir þessum herlegheitum að reyna að styðja við Eyþór greyið, varð eitthvað lítið um málefnaleg svör...heldur bara brosti ég....eða reyndi.....og sagði nej tak.

 

Þegar við loksins náðum á áfangastað fengum við að vita að Baldur var bara hamingusamur hjá Valda og hafði verið fínn og góður allan tíman, sem var þó bót í máli...en hann varð samt að syngja alla leiðina heim, mér og Eyþóri til mikillar gleði Shocking     Gerð voru nokkru ælustopp á leiðinni heim en kom þó einungis æla í einu þeirra

 

 

Við hrundum svo inn heima hjá okkur og Baldur fór beint í rúmið og fann móðir hans til innilegs þakklætis fyrir það að hann var búin að borða kvöldmat...Eyþór og Benni fengu kornfleks í kvöldmatinn og ég er ennþá að reyna að koma einhverju niður sem ekki leitar strax upp aftur...og ætti svo kannski að hringja í lögguna og tilkynna þennan stuld!...Svona þegar ég er farin að geta séð eitthvað af viti   (ábyrgðarfullt að senda næringarlausa ólétta konu út að keyra í stórborg með 3 börn í bílnum!! )

 

Núna vill ég  meina að ég eigi að vinna í lottóinu eða eitthvað....svona til að jafna metin Whistling

 


Ætlum að gerast víkingar....

 

Eða svoleiðis sko.

Fórum á rosalega flottann járnaldar-víkingamarkað hérna í hverfinu okkar og ég varð alveg steinhissa bara.  Þetta er heilt þorp sem kúrir hérna í skógarjaðrinum þar sem starfsemi í er í gangi allt árið um kring!  Drengirnir fóru á hestbak á íslenskum hestum sem þarna voru og fannst Baldri skítt að fá ekki að stjórna hestinum sjálfur...og láta hann hlaupa!  Litli sveitamaður Heart

 

Strákarnir auðvitað komust í nána snertingu við sinn innri víking komandi beint úr skátaútilegu grútskítugir lyktandi eins og bálköstur og stígandi beint inní víkingatímana Cool  Þeir auðvitað fengu allir sverð og slíður og við skoðuðum alls konar handverk sem okkur langar að sanka að okkur, þarna er hægt að eyða viku af sumarfríinu sínu...hverfa bara aftur til víkingatímans og lifa eins og þá var gert í viku.....þetta kitlar okkur óneitanlega svaðalega mikið Whistling

 

Það er ekkert sérstaklega leiðinlegt að vera íslendingur á svona hátíð  í útlöndum....sérstaklega ekki þegar maður er með 3 dugmikla víkinga með sér og kallar á eftir þeim heiðnum nöfnum úr norrænni goðafræði, sérstaklega þegar börnin opna svo munninn og tala háfjalla íslensku og spyrja að hlutum eins og...."er þetta ekki Þórshamar"...við fengum satt best að segja alveg stórkostlegar móttökur og bræddi Baldur margan harðan víkinginn með tilþrifunum sem hann sýndi með sverðið Tounge  Fyndnast var að sjálfsögðu að 2 ára guttinn rýkur alls óhræddur í fullvaxta fúlskeggjaða víkinga í fullum herklæðum....og fellir þá hehehe  (Jenni auðvitað búin að búa hann undir þetta flissss)

 

Ég tók með mér myndavélina......sem var batteríislaus......svo þið verðið bara að ímynda ykkur þetta hehehe.....en við ætlum uppúr þessu að leita okkur að fleiri svona mörkuðum sem eru víst ansi margir í Danmörku og Þýskalandi.

 

Annars er hér allt á tjá og tundri núna.....fullt af útilegudótaríi blautt og illa lyktandi og 3 drengir sótugir upp fyrir haus...svo við ætlum í jarðskálftaleik og skvera hérna til Wink


Litli Jón í draumalandi

 

Eitt af þeim atriðum sem er ekki gróusaga um  meðgöngu er hvað mann dreymir oft brjálæðislega drauma....

 

 Núna í nótt dreymdi mig að ég væri fyrir norðan hjá gamla settinu mínu....en samt ekki í þeirra húsi. Ég átti kærasta sem var ljóshærður, sem er só far from it,  og fór með honum í ræktina á mótorhjóli en við vorum alltaf að stoppa á leiðinni til að kela LoL.......og ég var kasólétt. 

 

Svo sátum við ansi mörg í sjónvarpskróknum (alveg eins og þeim sem var í Hvammi í gamla daga) og ég fór að fá hríðir....og átti drenginn svo bara þarna yfir sjónvarpinu nokkuð átakalaust. Þarna var fullt af fólki...en mest karlmenn...Sigga var þó þarna líka. Gimsi var frammi í stofu að læra með einhvejru öðru fólki sem ég þekkti líka en sýndi þessu eitthvað lítinn áhuga.

Ég kláraði bara að fæða barnið og mamma mín tók hann og klæddi hann og ég tilkynnti hvað hann ætti að heita....nafnið fannst mömmu minni afleitt því það væri svo líkt einhverju sem einhver frændi barnsins héti...

 

Það fékk eitthvað lítið á mig að fæða þetta barn þar sem ég bara fór út í göngutúr með kærastanum og svona...og kom svo inn seinna eftir helling kelerí úti á tröppum og mamma var bara með drenginn fyrir framan sjónvarpið.  Mér fannst ég ekkert þekkja á honum svipinn og fnanst hann satt best að segja alveg agalega ófríður en þegar pabbi hans kom og kíkti á hann sagðist hann þekkja svipinn...hann væri nefninlega alveg eins og mágur hans !  flisss LoL

 

Það sem stakk mig mest við litla drenginn var þó hvað hann var vel tenntur!  Með 4 framtennur í efri gómi og 2 niðri, og til viðbótar var hann líka með tvær aukaframtennur niður úr gómnum fyrir aftan framtennurnar uppi!   Ég ætlaði aldrei að þora að leggja barnið á brjóst með öll þessi verkfæri í munninum.....en gerði þó að lokum og það gekk eins og í sögu......

 

 Þegar þarna var komið kom mjúk feitabolla uppí rúm til mín og sagði...mjoggamat.....svo ég vaknaði og fór að fóðra stóðið og græja stóru strákana mína í sína fyrstu skátaútilegu Cool

 

Annars er bara júrópartý í kvöld og alle grier Wizard


Að vera eða vera ekki ökólógískur

 

Jújú....nú er það algert möst.  Ekki fara í meira en 5 mínútna sturtur, slökkva öll ljós og á öllum rafmagnsgræjum þegar þær eru ekki í notkun, kaupa náttúruvænan mat og endurvinna.

Við erum að standa okkur voða vel í þessu, það er vatnsþema þennan mánuðinn í skólanum hjá strákunum og koma þeir heim uppfullir af nýrri vitneskju á hverjum degi um það hvað vatn er mikilvægt og hvað það er mikill skortur á því í heiminum.

 

Ég er svo heppin að þeim bræðrum þykir fátt skemmtilegra en að fá að fara saman í sturtu/bað, og ég baða mig daglega í ræktinni svo að ekki er vatnsnotkunin mikil hjá okkur.....svona fyrir utan þvottavél og uppþvottavél Blush

 

Annað sem við byrjuðum á þegar við fluttum hingað í mars var að flokka ruslið okkar og hefur það orðið fastur liður hjá okkur að fara með rusl í endurvinnsluna á laugardögum.   Drengirnir vita að það er vegna þess að svo ótrúlega margt sem við hendum er hægt að nota aftur og koma þannig í veg fyrir óþarfa mengun....en mamman veit á laun að aðalástæðan fyrir ruslaflokkuninni er sú að ruslið er hirt annan hvorn föstudag og tunnan okkar er hreinlega of lítil til þess að taka við rusli frá 4 manna fjölskyldu í tvær vikur sé það ekki flokkað Whistling

 Svo erum við svo heppin að endurvinnslustöðin er bara hérna steinsnar frá...við myndum hjóla þangað ef við værum ekki alltaf með fullt skottið af ruslaflokkum LoL     Fernur, málmar, gler, ljósaperur, hart plast, mjúkt plast, pappi og garðúrgangur fer allt í þar tilgerð ílát með mikilli samviskusemi.  Við förum þó að losna við að fara með garðúrgang því að við erum að sanka að okkur viði og erum byrjuð að smíða okkur safnhaug í garðinn Grin

 

 


3-D sónar

 

Jújú...það er trendið í dag....og væri SVO gaman að fara.  EN það kostar handlegg, fótlegg og hálft nýra og eins og staðan er í dag er alveg pottþétt gáfulegra að eyða 30 þúsundunum sem þetta kostar hérna úti í eitthvað annað en myndir af unga sem ég mun hvort eð er fá að knúsa og kjamsa á fyrr en varir  Heart

 

Ég hugga mig við það að ég hef nú þegar fengið að kíkja á hann þrisvar sinnum og ég veit þetta er drengur sem er að gera stöppu úr involsinu í mér (hverjum hefði dottið í hug að fylgja að framan myndi skilja innri líffærin eftir alveg stuðpúðalaus Shocking)...og að hann er heilbriðgur og hraustlegur, ég veit líka að hann er annað hvort að vestan eins og pabbi, af suðurlandsundirlendinu eins og mamma eða sver sig í Holtsættina eins og Gimsi....því er þetta auðvitað ekkert nema hégómi að langa í eitthvað svona...en mig langar samt!

 

Þetta líður annars svo hratt að ég bara geri mér varla grein fyrir því...finnst ég hafa tekið bakföll af sjokki bara í gær yfir jákvæðu prófi.....og núna eru bara 12 vikur eftir!! Shocking  


Óléttar konur geisla........

 

Hverjum datt þetta rugl í hug?  Örugglega einhverjum sem hefur aldrei verið óléttur Whistling

Ég get allavega sagt ykkur það ef ef að ég geisla eitthvað þessa dagana þá er það bara vegna þess að ég er yfirleitt rennandi sveitt (djúsí, ég veit) Grin   Ég er yfirleitt á fullu alla daga, rek stórt heimili er mjög líkamlega virk sem og upptekin af lífinu utan heimilisins....og það er bara ekki séns í helvíti að ég komi til dæmis ekki sveitt inn úr dyrunum eftir verslunarferð í Netto með 3 börn, á hjóli, í 20 stiga hita á 28. viku meðgöngu....Þetta er bara ein af þessum mýtum sem búið er að ljúga að konum svo þær láti hafa sig útí þetta......(brjóstaþoka er svo ástæðan fyrir því að við eigum fleiri en eitt barn haha)

 

Kannski er þessi speki runnin undan rifjum sama aðila og þeim sem datt í hug að kalla ógleði á meðgöngu morgunógleði......hvaða rosa auglýsingatrikk er það?  Það hefur allavega tekist svo vel að ef að konum er óglatt lengur en fram undir hádegi telja þær sig vera alvarlega veikar....ekki bara óléttar Sick

 

Í sömu ætt er að konur truflist á geði á meðgöngu....og að það sé bara í lagi!   Víst þekki ég enga konu sem ekki hefur fundið fyrir því að hún er viðkvæmari í skapi....viðkvæmari fyrir skapsveiflum sem og tilfinningum á meðgöngu......en það er bara eitthvað allt annað en að nota hormónaframleiðslu þungaðrar konu sem réttlætingu á hvaða framferði sem er Shocking Vitandi það að maður ER óléttur......og ER viðkvæmur ætti maður einmitt að hugsa sig um tvisvar...því maður ÆTTI að vita að maður bregst ef til vill öfgafullt við umhverfinu.

 

So to sum it up...við geislum ekki, við erum sveittar og glönsum vegna þess.......meðgönguógleði kemur EKKI bara á morgnanna......og þungun er EKKI afsökun fyrir ósæmilegu framferði.

 

Ætlaði að fara útí fæðingar og meira djúsí en þá sagðist Dóran ekki myndu þora að lesa Cool


ONLINE!!!!

 

Það bara hlaut að koma að því!!   Daman er loksins komin á netið heima hjá sér.  Öðlingurinn hann Valdi straujaði bara græjuna sem var öll í rugli eftir  mislukkaða uppsetningu og setti inn nýtt stýrikerfi sem er bara draumur í dós......og svo kom tæknimaður heim til þess að laga tenginguna...sóóóó here I am Cool

 

 

Frá Odense er allt gott að frétta. Strákarnir eru loksins að blómstra í skólunum sínum, þó svo Benni þurfi smá aðstoð til þess að komast yfir verstu feimnina.  Þeir eru svo líka byrjaðir í skátunum bræðurnir og koma heim ilmandi af bálkesti og sólskini einu sinni í viku...og bíða núna spenntir eftir fyrstu útilegunni sem er næstu helgi.

Eyþór fagnaði 8 ára afmælinu sínu síðustu helgi með miklum mannfögnuði í trylltasta leiklandi sem ég hef komið inní....en litli lúxusinn fyrir óléttu mömmuna að mæta bara á staðin.....og allt var reddí...og geta svo bara farið aftur að teitinu loknu Cool  

 

Baldri líkar vel við dagmömmuna sína, en hin börnin þar eru öll "mitla mabbi"   ss. litla barnið, en það elsta á eftir honum er ekki nema eins og hálfs árs. Hin væntalegi stóri bróðir fær þá smá þjálfun í að umgangast lítil börn en hann byrjar svo á leikskóla 1. ágúst þar sem hann verður aftur yngstur....eins og hann er vanur InLove   Talmálið hans er allt að koma til svo ég bara reyni að bæla niður reiðina í garð danska heilbrigðiskerfisinsWoundering

Litli Jón vex og dafnar og er hin mesti sparkari...sem kemur svosem ekki mikið á óvart svona miðað við virknisstig foreldranna Whistling  Og enn sem komið er hefur hann ekki valdið móður sinni svo miklum óþægindum að undan verði að væla......mikið að minnsta kosti LoL    Gamla góða mjöðmin mín var nú eitthvað að byrja að hóta mér strax við tuttugustu viku.....en þar sem mér hentar afar illa að setjast niður og bíða þess að tíminn líði dreif ég mig bara í ræktina og fór að lyfta.....og éta svolítið prótein til þess að byggja upp þessa vöðva sem ég hef verið að missa....við þetta bæði þyngdist ég svo að núna er ég næstum komin upp í kjörþyngd aftur....eins og ég var áður en ég varð ólétt.....OG..ég er orðin góð í mjöðminni Grin

Þar fyrir utan hafa þetta nú bara verið þessi venjulegu skot sem maður má búast við svona af og til; þreyta, ógleði, uppköst, höfuðverkir, samdráttarverkir, endalaust pisserí, innanspörk framúr hófi og svona nokkuð Grin......allt saman voða saklaust óléttunesti Joyful

 

Það kemur ekki á óvart.....en það er Benni sem er uppteknastur af komandi litla bróður. Bæði er hann himinlifandi vegna þess að þetta er strákur...en ekki stelpa...og svo er hann svo góður við mömmu sína þessi elska......."ég skal taka þennan poka mamma....þú ert með alveg nóg í bumbunni" svona gullkorn og fleiri ámóta koma uppúr þessum engli og svo leggur hann sig fram um að passa litla bróður sinn .."leiddu mig bara Baldur minn....mamma passar litla Jón" Heart   þetta kom í eyrað á litla bróður hans þegar ég ÁTTI að halda á hans smátign.....OG 4 innkaupapokum....  

 

Jæja...þetta kom nú bara svona í belg og biðu.......en veröldin hefur þurft að fara á mis við ansi margar af mínum víðfrægu hugleiðingum (hógværð Whistling) sökum netleysis...og ég er slíkur hugarleiknilistamaður að ég get að sjálfsögðu ekki bloggað þanka mína aftur á bak...þetta verður allt að gerast á rauntíma LoL   En þetta stendur allt saman til bóta.......bíðið bara Bandit


« Fyrri síða

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband