Minning um pabbann

 

 

"af hverju kemur afi þinn að sækja þig?" Heyrðist spurt í fatahenginu í leikskólanum þegar jakkafataklæddur, gráhærður maður um sextugt gekk inn. Þá var svarað glöðum rómi " hann er ekki afi minn, þetta er hann pabbi ". Þetta er ein af mínum fyrstu minningum um föður minn. Þessi spurning heyrðist oft á meðan á minni barnaskólagöngu stóð en aldrei snerti það mig illa, mér fannst hann svo flottur þessi kall sem ég átti. Ég var viss um að hann væri sterkastur, klárastur,flottastur, duglegastur og fyndnastur í öllum heiminum. Þessi barnstrú mín á föður minn "læknaðist" í rauninni aldrei...fyrir mér var hann alltaf og er enn Súpermann, þó svo að hann syði kartöflur með öllum mat.

 

Önnur minning sem er mér kær er af því hvar ég ligg í rúminu og horfi milli rimlanna á pabba halda á bók í ísbjarnarkrumlunum sínum að lesa Jón Odd og Jón Bjarna fyrir okkur krakkana fyrir svefninn með sínum djúpa rómi að glettast og gera margar raddir eftir persónum bókarinnar.

 

 

Þegar ég plástra lítil skrámuð hné barna minna minnist ég handa hans á mínu hné að hjúkra mér eftir byltu. Ég minnist alls sem hann kenndi mér og vona að mér takist að miðla áfram visku hans, hlýju og umburðarlyndi til litlu bræðranna sem nú sakna afa.

 

Ekki er það nokkrum lifandi manni mögulegt að telja upp allt það sem ég á föður mínum að þakka. Ég var lánsamt barn að fá að alast upp í skjóli hans, með sína mjúku en styrku hönd mér til leiðbeiningar um krókaleiðir lífsins og finn ég nú til þess hve mikið ég myndi vilja fá að njóta leiðsagnar hans lengur.

 

 Minning hans er samofin náttúrunni sem hann og mamma kenndu mér að þekkja og virða. Hann býr í hröfnunum sem hann spjallaði við, tófunum sem hann vingaðist við, vestfirsku björgunum, hafinu og Bláfjólunni. Hann lifir áfram andlitum litlu sona minna sem opinmyntir hlusta á mömmu sína segja sögur síðan í "gamla daga" þegar hún var lítil og þegar afi var pabbinn.

 

 

 

 


Höfðinginn kvaddi í morgun

 

Vegna þessa verður bloggþögn hér um stund.


Samtíningur héðan og þaðan.

 

Hugurinn er útum víðan völl, og það er konan líka Shocking

 

Læra og læra og læra....með hugann fastan í Eyjafirði, það er uppskrift að því að gleyma að taka myndir og blogga....

 

Ég er þó svo heppin að Benni er rosa duglegur á myndavélinni og því eru til nokkrar frá Okt og nóv, þar með taldar hrekkjavökumyndir Devil

 

Hér kemur smá runa.....restin er í skæruliðaalbúmi hinu síðara Wink

 

9016 173069833552 734503552 2844705 8116593 n  glettinn pjakkur  7226 1246036477547 1428461206 686720 7012939 n  Kódak brosið sett upp yfir morgungrautnum...    Hissa pjakkur með feitubollulæri    Bjútíbolla mömmu  sín :O)  Hrekkjavöku-nærbuxnaskrímsli á leið útí bíl að sækja málningadótið :O)     

 

 

Af okkur er það annars að frétta að við erum á heimleið. Við lendum í Keflavík á mánudaginn og eina planið okkar enn sem komið er að stoppa í Keflavík og knúsa stórann okkar í bak og fyrir.  Restin fær að ráðast....svona uppá alíslenska vísu Cool

 

 

 


Jón Egill farin að hlægja :O)

 

Rétt tæpra 11 vikna er hann í dag litli maðurinn og er farin að hlægja Grin    Það er auðvitað OF krúttlegt að sjá þetta litla kríli hlægja og enn fyndnara er að það þarf að urra á hann svo hann hlægji hehehe.  Þetta fattaðist sem sagt þegar eldri bræðurnir voru að horfa á Lion King og fóru svo í ljónaleik á stofugólfinu....þar sem Jón litli lá og hló að þeim LoL

 

 

Ég fór svo að gretta mig framan í hann í kvöld og náði þessu mjög svo dimma vídjói af honum.

 

 

 

 

Annars er langt síðan ég hef sett inn myndir hérna en möppurnar í tölvunni fyrir okt og nóv eru vel þykkar, ég ætla alltaf að fara að vinna í þessu en grísk fornmenning, franska byltingin og greiningaraðferðir og gagnavinnsla í söguritgerðum taka ansi mikið af mínum tíma þessa dagana Shocking

 

Eníhús....þetta kemur einhverntíman Tounge


Nú er fátt sem hægt er að segja

 

Við erum að kveðja höfðingann þessa dagana og er því fátt um fréttir.  Íslandsferð gekk vel en var erfið og stutt er i tárin hjá okkur sem eldri erum á heimilinu. Baldur gerir sér litla grein fyrir gangi mála og Jón er að sjálfsögðu algerlega undanskilin og er mikill sólargeisli í þessu öllu saman.

 

Ég tók mikið af myndum heima en þær eru allar á vél Birnu mágkonu, ég þarf  að nálgast þær þegar ég fer til Íslands aftur, svo ég ætla að láta nokkrar gamlar fylgja með þessari færslu af þeim sem er okkur efst í huga þessa daga og vikur.

 

gamla settið  afiafiafi.....shísh!      Þessir tveir leita hvorn annan uppi Bennarnir að skoða þetta undur smáa kríli Félagarnir á góðri stundu Vinnumenn úti með afa Eyþór að leiða afa sinn :O)  Afi og Baldur í Apríl 09  


The Torch has been passed...

 

Feitubollunafnbótinn er nú opinberlega komin yfir til Jóns...Baldur er orðin 3 ára grannur og sterklegur pjakkur og Jón er orðin......svona....

Mömmu sinnar ullarhnoðrinn

Grin

 

Litli hnoðrinn drekkur og drekkur og dafnar vel. Hann sefur eins og engill og hjalar þess á milli...ég verð eiginlega að fara að reyna að ná því á vídjó...hann er afar gáfulegur i þessu spjalli sínu Tounge

 

Baldur er ofsalega góður við litla bróður sinn, hleypur til með snuddu um leið og minnsta hljóð heyrist (líka hjal)  og syngur bæði lærð og frumsamin lög fyrir hann öllum stundum.....núna er Fatlafól með Bubba og Megasi saman sungið sem mest....sem er RUGL fyndið að hlusta á ....attafó....attafó...Cool

 Fallegir bræður saman :O)

 

Benna finnst ég mjög leiðinleg að leyfa honum ekki að passa Jón  á meðan ég fer í búðina og svona....honum finnst ég eitthað hálfnojuð og segir við mig...."en mamma, ég er alveg eins og Kári...og Afi.....góður við lítil börn...og Afi er meira að segja líka stóri bróðir, alveg eins og ég"   Það er erfitt að rífast við svona röksemdarfærslur Heart  Þó svo að litli pattinn sé orðin svo mikil bolla að sá stóri sé farin að burðast með hann ..

Jón orðin svo mikil bolla að Benni þarf að burðast með hann hehe

 

 

 

Lífið gengur annars bara sinn vanagang, ég læri og læri þegar mér tekst að hafa augun af unganum mínum. Benna líður vel í skólanum og skátunum...þó hann ætli EKKI í útlegu aleinn með engan Eyþór! Og Baldur finnur sig ofsalega vel á leikskólanum sínum en mig langar að fara að finna einhvern dans fyrir hann...eitthvað freestyle vesen þar sem hann getur bara fengið að hreyfa sig svona eins og hann gerir LoL

Myndir koma af og til inní ormaalbúm-2.

 


Benedikt Hörpuson.....eða hvað?

 

Hann líkist henni að minnsta kosti mikið þessa dagana Tounge

 

Hann fékk sem vitað er skurð á kinnina, svo fékk hann rosaleg útbrot eftir plásturinn...

Benni fékk auðvitað útbrot undan plástrinum...  

Þegar þetta fór svo að hjaðna brotnaði í honum tönn! Svo við vorum hjá tannsa í dag Wink 

 

 

 

Annars áttum við yndislega helgi. Við Benedikt vorum bara tvö ein með litla manninn þar sem Baldur eyddi helginni með pabba sínum og Marianne. Við spiluðum langt framm á nótt á föstudagskvöldið...BARA TVÖ EIN!   Og tókum svo hús á Ellen og Ragga vinum okkar í Álaborg sem eiga fullt af börnum alveg eins og við og þar á meðal eina litla dömu sem er viku eldri en Jón Egill.

Jón og Benni voru svo stilltir og góðir báðir tveir að mér fannst eins og ég væri barnlaus, og það var setið frammá nótt yfir spjalli og ungabörnum Grin

Jón Egill prófaði auðvitað græjunar hennar Margrétar Rúnar og var hann mest heillaður af þessari líka flottu grænu stöng...

Þessi græna stöng var það flottasta sem Jón Egill fann hjá Ellen og Ragga

 

Ég var töluvert dugleg á myndavélinni og er búin að setja þónokkuð af myndum í skæruliðaalbúm númer 2 Wink

 


Mánaðargamall strákur, vængbrotin mamma og götótt andlit!

 

Það er sjaldan lognmollunni fyrir að fara á þessum bæ Woundering

Jón Egill fyllti fyrsta mánuðinn í gær, að því tilefni var hann klæddur sem hin eini sanni Kal-el eins og sjá má að neðan Wink

Kal-El mánaðargamall

 

Litli prinsinn er áfram voða vær og góður, sefur allar nætur (nema eina...þá bara vildi hann spjalla og brosa InLove) og brosir á daginn Heart Hann tekur auðvitað sínar handkeggjahangstarnir líkt og aðrir í sama þyngdarflokki, en það er ekki svo mikið að það sé þess virði að kvarta útaf einusinni....allavega ekki svona þegar viðmiðið er Baldur LoL

 

Vængbrotið stafar svo af því að frumburðurinn er farin í skóla til Íslands, ekki hugðnuðust mér horfurnar fyrir hann með sínar sérþarfir innan danska skólakerfisins og mun núna reyna á það íslenska sem reyndist okkur vel í þann eina vetur sem við bjuggum heima.   Það er eiginlega erfiðara en hægt er að koma í orð svo ég ætla bara að sleppa því í bili.

 

Við fórum hins vegar til hinar fögru Suðurborgar á laugardaginn, Jórunn vinkona og Birkir vinur okkar áttu afmæli á árinu og var því fagnað ærlega á laugardagskvöldinu Cool   Hún Mariya, yndislega barnapían okkar og systir hennar hún Magdalena sem var með mér í bekk í Evrópufræðunum buðu strákunum að gista hjá sér og það var alveg yndislegt að hitta hana aftur, guttarnir hlupu upp um hálsin á henni ...... nema auðvitað Jón sem hún varð agalega skotin í samstundis Smile

 

Stóru strákarnir voru svo heppnir að fá að borða hjá Mariyu en Nonni litli kom með okkur Dagmar,Jónu, Eyþóri og þeirra ormum út að borða og þar sem hann er svo agalega vel upp alin svaf hann eiginlega bara á meðan við borðuðum InLove     Jón hafði það svo voða gott hjá hinni mjög svo gestrisnu nöfnu sinni ...Grin

Jón og Jóna

 

Ungamamman skildi svo minnsta barnið eftir hjá Maryu eitthvað rúmlega 10 með fullt af mömmumjólk á pelum og allar græjur....hann gerði sér þó lítið fyrir drengurinn og vaknaði EINU SINNI til að drekka á meðan hann var í pössun og sofnaði strax aftur....það var eiginlega soldið gott á mig hvað allt gekk vel, miðað við allt ungamömmugrínið sem Jóna var búin að gera að mér Blush

 

En við ætluðum svo bara að taka sunnudeginum rólega, borða hádegismat með Dagmar og Erik, fara svo í pönsur til hennar Siggu heima hjá Jórunni og Bjarna og rúlla svo af stað til Odense...það gekk ekki betur en svo að hann Benni.....sem er svolítið skyldur henni Hörpu frænku sinni stundum....opnaði á sér andlitið alveg listilega vel með því að skilja það eftir á sjónvarpsskápnum hennar Jórunnar þegar hann stökk úr sófanum, á meðan kroppurinn endaði á dýnunni sem var á gólfinu...Shocking

 

Gutti hlaut flottan skurð langsum eftir kinnbeininu undir auganu og honum fossblæddi auðvitað eins og sannri hetju sæmir.  Við vorum svo heppin að Dagmar hjúkka var á svæðinu og Bjarni pollrólegi, þau heftuðu kinnina á drengnum saman með plástrum svo það myndi hætta að blæða á meðan ég hljóp út og suður, eftir að hafa huggað slasarusinn, og fann pela og túttur og allt tilheyrandi og skildi eftir fyrirmæli hjá þeim sem eftir voru....því ég var svo heppin að húsið var fullt af fullorðnu fólki og gat ég því skilið litlu bræður hans Benna eftir í pössun og farið barnlaus með honum á slysó Smile

 

Betur fór á en horfðist og má að hluta þakka vönduðum vinnubrögðum Dagmarar það að ekki þurfti að sauma í andlitið á manninum, hann fær mjög auðveldlega ör svo ég gat varla hamið mig úr kæti þegar læknirinn í Aabenraa sagði nægja að líma þetta vel saman þar sem skurðurinn var svo beinn og flottur Wink   Afraksturinn var svona seinna sama kvöld...

slasarus 

 

 

 

 

 

 

 

 

smá glóðarauga 

Og var orðin svona daginn eftir, nú vonum við bara að glóðaraugað verði ekki verra.

 

Baldur varð auðvitað að láta taka meðslamynd af sér líka.....flissss....hann er þess fullviss að þarna undir leynist sár, við hin sjáum það samt ekki Joyful

Baldur líka slasaður heeh

 

Ég hef séð mig tilneydda til þess að búa til annað skæruliðaalbúm þar sem hitt er orðið svo stórt að það er orðið frekar þungt að skoða það.  Nýja albúmið heitir því svo mjög frumlega nafni skæruliðar-2 og það má finna á sama stað og öll hin albúmin....það er eitthvað fátæklegt ennþá, en þetta fer að tínast í hjá mér  ;O)

 

 

 

 


Loksins einhver með viti í Hvíta Húsið.

 

Mikið er gott að sjá forseta Bandaríkjana berjast við raunveruleg vandamál í landinu í stað þess að eyða tíma sínum í ímyndaða óvini í langtíburtistan á meðan eigin landsmenn deyja vegna slakrar heilbrigðisþjónustu.

 

Vonum bara að honum takist það sem afturhaldsseggir skemmdu fyrir Hillary hér um árið.

 

Klapp fyrir Obama.Cool


mbl.is Obama krafðist aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því...

 

Að Baldur vildi ekki bleyju í morgun þegar hann fór á leikskólann.  Hann hefur verið bleyjulaus hérna heima um töluvert skeið núna en lýsti sig tilbúin í að pissa í leikskólaklósett í morgun InLove   Þegar við Jón komum svo að sækja kappann var hann enn í sömu buxunum og í morgun og ekki lítið ánægður með árangurinn Cool

 

Stóru guttarnir eru að öðlast meira öryggi í að meðhöndla minsta bróður sinn og fékk Eyþór meðal annars að prófa svona græju Wink

 

Eyþór að prófa burðarsjalið sem Nonns er svo hrifin af

 

Og bræðurnir urðu auðvitað að fá að vera með á einni mynd Tounge

 

allir saman :)

 

 

Annars er Jónsinn að víkka svolítið út sjóndeildarhringinn hjá sér. Á milli þess sem hann sefur fer hann í bað með bræðrum sínum sem takast mjög alvörugefnir á við þá ábyrgð og liggur á gólfinu og skoðar heiminn með dyggri hjálp sjálfskipaðra kennara og verndara Heart

 

Benni og músi í baði, þarna er Nonns u.þ,b. 10 daga. Svo komu bræðurnir auðvitað að knúsast :O) Stæsti og minsti saman í baðinu :O) Nonns lá og horfði á Benna leggja kapal...svo kom Spói að spjalla við litlann Bræður í samræðum  Elska bara þessa mynd......ALLIR grettir á henni flissss

 

 

Svo erum við líka farin að fá að sjá aðeins fleiri svipbrigði hjá litla manninum en "sof" og "drekk" LoL  Ég hef ekki enn heyrt hann gráta, enda fær þessi prins alla þá þjónustu sem hann þarf um leið og hann umlar InLove 

 

Svo getur maður nú alveg sett svolítið í brýrnar. Fyndna fés að koma beint úr baði So sætur með blúndukraga... :O) Mjúka krúttfés :O) Litla eins vikna rahgat :O)

 

En svo tími ég varla að líta af honum því þá finnst mér ég missa af honum...!  Hann stækkar og fitnar með ógnarhraða og fer alveg að breytast úr nýfæddum unga í feitabollu Joyful


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband