Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2010 | 02:14
Hann Baldur minn.
Hann hefur ekki alltaf átt 7 dagana sæla þessi elska. Fyrsta árinu eyddi hann í urr, rymj,rugg, grátur, ælur og brjóstagjöf. Hann hló ekki fyrr en rúmlega 6 mánaða...honum fannst þetta EKKERT fyndið.
Árinu var eytt í labb á milli lækna, prófanir og mis vel gerðar mælingar og sem fyrr enduðum við á Íslandi í rörum þegar hann var 8 mánaða....bakflæðið og ristilkramparnir sem öngruðu hann voru þó áfram ómeðhöndlaðir.
Eyrnarbólgur héldu áfram allt annað árið en þá var annað uppi á teningnum...þá höfðum við Einar eyrnalanga...svo pattinn varð ekki að finna stöðugt til í eyrunum né hafa drulluna lekandi úr þeim í tíma og ótíma. Eftir því sem leið á annað árið hættu krampakendu ælurnar og svefninn fór loks að lagast....urr rymj og ótrúlegt rugg hélt þó eitthvað áfram sem og tregða við að borða mat. Málþroski guttans var farin að vekja eftirtekt því eitthvað þótti uppá vanta. Sökudólgurinn líklegast tíður vökvi við hljóðhimnur og vanlíðan.
Á þriðja ári á sér stað sá örlagaríki atburður að litli maðurinn eyddi tíma að heiman og hitti lækni þar, sá læknir taldi eðlilegt að það væri stanslaus straumur af greftri og tilheyrandi úr eyrum drengins og var það mikið verra öðru megin. Þetta álit læknisins, sem hitti barnið nokkrum sinnum á meðan á dvölinni að heiman stóð, varð til þess að svæsin eyrnabólga grasseraði í höfðinu á honum í rúmann mánuð. Þegar drengur skyldi sóttur heim var það hið fyrsta verk að þrífa hann allann um eyru og niður eftir hálsi því hann lyktaði af gamalli, ónýtri, kæstri skötu....og var með gröftinn um sig allann. Hann var drifinn til eyrnalæknis sem skildi ekki histeríuna í kringum ástandið og sendi hann pjakkinn heim með skömmum. Næsti eyrnalæknir fékkst til þess að skola úr eyrunum (og kúgaðist á meðan) en vildi ekkert gera frekar.
Þá var ekki nema eitt að gera, fara heim til Einars eyrnalanga og biðja um hjálp...sem auðvitað fékkst á nóinu. Strákur var auðvitað drifin í aðgerð, nefkirtlar sem hefðu kæft fullorðinn mann rifnir úr og rör sett í handónýtar hljóðhimnur. Himnurnar voru báðar illa öróttar og kalkaðar og lítið hægt að gera til þess að laga þar eitthvað til. Þarna fékk ég að vita að varanlegur skaði hefði orðið á heyrn barnsins sökum aðgerðarleysis danskra lækna. Hversu mikill skaðinn væri yrði að koma í ljós. Nú þyrfti að gefa þyrfti stráknum tíma til þess að læra á talfærin í sér uppá nýtt eftir að hafa misbeitt þeim í tæp 3 ár sökum risavxina nefkirtla sem hindruðu allt loftflæði í innra andliti.
Fjórða árið rennur upp og ekki líst mönnum á talandann á gutta. Hann tjáir sig eins og barn um 18 -20 mánaða en ekki 3 ára+. Gerðar eru æfingar eftir leiðbeiningum talmeinafræðings og mikið lesið og talað og sungið en allt kemur fyrir ekki, áhyggjurnar vilja ekki víkja þó svo að leikskólastarfsmenn vilji kenna tvítyngi um. Gefin reynsla af tvítyngdum börnum, sem er þó nokkur, sagði þó að hér væri ekki um neitt sem því gæti tengst, að ræða.
Það er drengnum þó til happs að vera búsettur í Odense á þessum tíma þar sem gnótt er góðra lækna. Eyrnalæknir hefur verið valin af kostgæfni fyrir fjölskylduna og er staðan nú borin undir hann. Sá tekur í fyrsta lagi fjölskyldusögu og sjúkrasögu barnsins vel niður og skoðar hann svo og mælir í bak og fyrir. Því næst falla þessi örlagaríku orð " I´m afraid we need to bring in the big guns on this one" og með þeim orðum erum við send á það sem samsvarar Heyrnar og talmeinastöð ríkisins í Danmörku....þangað fer fólk til þess að fá heyrnartæki.
Baldur að verða 4 ára í sumar og hann, sem fæddist með fullkomna heyrn, er alvarlega heyrnarskertur sökum vanhirðu danskra lækna. Það verður að segjast eins og er að það læðist um reiði í brjóstinu á mér. Reiði og sorg. Og það verður líka að viðurkennast að það er hálf kaldhæðnislegt að þessi stóru, útstæðu mjúku eyru skuli ekki virka sem skyldi.
Næsta skref er að mæta í Horeklinikken á Háskólasjúkrahúsinu í Odense og láta fagmenn um að meta skaðann og fá rétta aðstoð fyrir drenginn. Víst er það sorglegt að ástandið sé svona en það er líka frábært að þessi bolti sé komin af stað og að það séu til heyrnarmælingar og heyrnartæki fyrir svona litla menn til þess að létta þeim lífið.
Nú má jafnvel horfa frammá það að ormurinn læri að tala þannig að fleiri en fjölskyldan skilji hann og að óánægja hans í samskiptum við aðra víki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2010 | 16:28
Ólsen
Hér er haldið uppi spilavíti alla daga. Þar sem Baldur er orðin nokkuð sleipur á spilin erum við byrjuð að kenna Nonna undirstöðuatriðin...Ólsen klárlega verandi aðalatriði.
Baldur hefur líka fundið sinn innri listamann sem nú fær að njóta sín óspart í ýmsum gjörningum sem vekja oftar en ekki undrun leikskólastarfsmanna...
Hér er loks farið að vora, og litlir gulir og hvítir laukar farnir að kíkja upp hér og þar.
Lífið er svo mónótónískt að mér er orðið ljóst að ósk mín um kyrr vötn árið 2010 hefur verið uppfyllt, að minnsta kosti það sem af er ári. Það mest spennandi sem gerist hjá okkur er að finna nýja leikvelli og baka eitthvað öðruvísi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 23:45
Ég lýg þessu ekki ...... ég LOFA!
En litla barnið mitt er orðin hálfs árs Það þýðir að það eru jafnlangt þangað til hann verður eins árs og er síðan hann fæddist...
Það er auðvitað alveg að hætta að vera fyndið hvað tíminn líður hratt. Ég man að gamla settið sagði þetta oft, að tíminn liði hraðar þegar maður eltist....en ég hef ekkert elst svo ég skil ekkert í þessu!
Frá þessu
Á hálfu ári telst nú nokkuð gott Drengurinn dafnar vel og er langoftast alveg yndislegur. Fyrsta tönninn braust upp í dag svo hann hefur orðið eina vinnukonu í rúgbrauðið Þetta litla kríli er efni í góðan skæruliða þar sem hann er þegar farin að skríða og fer hann yfir alla þröskulda og allt saman án þess að hika, það er engan bilbug á honum að finna fyrr en maður lyftir honum upp í loft...þá fer hann að skæla eins og hetja
Lífið er í svo dásamlega föstum skorðum hjá okkur núna að það er EKKERT að frétta Baldur er ormur að venju, Benni er eins og hann á að sér að vera og ég brillera sem heimaverandi húsmóðir....það verður þó að játast að ég VINN meira heima hjá mér þegar ég er líka að vinna utan heimilis Við auðvitað gerum hitt og þetta, brösum í ýmsu og erum í flesta staði sátt við lífið í Odense.
Aðalverkefnið okkar núna er að kubba saman allt star wars legóið, sem er sjúklega mikið, setja það í kassa og senda til Eyþórs. Benedikt hin jarðbundni vill frekar eiga Lego City dót sem er "svona raunverulegt"....og eftirláta bróður sínum þetta "geimvesen"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2010 | 21:56
Barnið fer að fermast...
..eða svona næstum því. Jón Egill hendist áfram í þroska, þetta er að gerast svo hratt að ég hef staðið sjálfa mig að því að reyna að upphugsa leiðir til þess að hægja á ferlinu...láta þessa feitabollu vera ungabarn svolítið lengur en það er víst ekki hægt hehe.
Dagarnir okkar eru ósköp rólegir, ég ætla að taka fæðingarorlof þessa önn...LOKSINS....og njóta þess bara að eiga feitabollu, vargatítlu og hálffullorðinn mann. Benedikt er loksins að finna sig almennilega í skólanum. Núna er engin stóri bróðir til þess að terrorisera hann og hann er farin að trúa því hvað hann er frábær
Baldur er undarlegt nokk hvers manns hugljúfi á leikskólanum...sætur og ormalegur með sína sætu spékoppa, yndislegur og auðmeðfærilegur....alveg eins og heima bara Og litla LJónið er bara yndi....feitur og mjúkur forvitinn lítill maður sem auðvelt er að þóknast.
Hann er farin að sýna mataráhuga og hefur gert núna síðan hann var 4 mánaða. Hann fékk því þegar hann var orðin rúmlega 5 mánaða að sitja með okkur til borðs og "borða" með okkur og það er ekki lítið spennandi
Þó hann fái bara grænfóður ennþá er hann afar efnilegur í átdeildinni
Annars er húsmóðurlífið afar tíðindalaust...það mest spennó sem hefur gerst hér hjá okkur síðustu viku er að Baldur fékk nýjan bílstól sem hann situr á móti aksturstefnu í og að ég er búin að finna rétta dagmömmu fyrir Jón
Þetta blogg fer að breytast í myndasíðu bara....ekki frá neinu að segja hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 22:43
Gamla ömmusysturhjartað.... :O)
Hún Kristín systurdóttir mín var að eignast lítinn dreng núna í kvöld. Hann er auðvitað yndislegur og undurfagur eins og önnur börn sem fæðst hafa í fjölskyldunni og móður og barni heilsast vel
Hérna er mynd af fallegu fjölskyldunni hennar Kristínar, afar stoltir foreldrar og lítil mús í mömmufangi Ég er svo uppfull af hormónum ennþá að ég fór bara að skæla....sniffsniff....
Þar með er ég orðin ömmusystir í 15. skiptið...ég verð alveg meir
Þá er litla gáfumennið á myndunum hérna að neðan orðin stóri frændi (já ég setti á hann húfuna til þess eins að hlægja að honum) og ég vona að við Kristín getum leyft sonum okkar að þekkjast....að þessi endalausa búseta í útlöndum klippi ekki á ÖLL fjölkyldutengsl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 07:38
Stoltur íslendingur.
Sko...við erum ekki bara kreppuvælandi ræflar með hor, ánægð með þetta
Björgunarsveitarmenn á leið til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 21:18
Engin rólegheit...
Nú er það ekki rólegheitatími lengur að fara með Jóni litla í bað....litli brothætti unginn sem var svo hissa og glaður í baðinu með bræðrum sínum í fyrstu hefur breyst í lítið vatnsskrímsli...
Þetta vídjó er um mánaðargamalt og hafa taktarnir bara færst í aukana síðan....það er td áhættusamt að vera með myndavél nálæga á baðtímum því ALLT vill blotna
Annars er hér bara kalt .... og rakt... og meira en of mikið að gera eins og venjulega, þetta rassgat heldur manni við efnið og gerir mann gráhærðan á milli þess sem hann bræðir mann alveg með svipum eins og þessum
Hann er heppinn að vera sætur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 12:14
Árið......
Mér finnst alltaf svo gaman að líta yfir liðið ár og íhuga svolítið Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, fluttningar og meiri fluttningar, skólaskipti, leikskólabyrjun, viðbót í familíunna og missir úr familíunni. Þetta allt saman rúmar bæði hlátur og grátur.
Af atburðum ársins standa óneitanlega uppúr fæðing litla ljóns og fráfall pabba. Svo mikil gleði og svo mikil sorg. Einn að heilsa og byrja lífið á meðan annar kveður og líkur ævistarfinu. Sem betur fer náðu þessir tveir að hittast og knúsast pínulítið áður en afinn skildi við.
Annars einkenndist þetta ár allt saman af breytingum, vináttu og enn einusinni hef ég fengið staðfestingu á því að ég á hreint ótrúlega fjölskyldu. Það er ekki lítið sem við erum rík að eiga þau að. Allskonar frændur og ömmur og systkin og frænkur sem ótrúlegur styrkur leynist í.
Auðvitað náðust ekki myndir af öllum sem við knúsuðum þetta árið, en þetta gefur smá hugmynd......við eigum ROSA stóra fjölskyldu....og marga marga vini
Ófár öldur hafa riðið yfir dalinn þetta árið eins og vill verða á umbrotatímum en nú má vona að lægi vel og sjórinn haldist stilltur árið 2010
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2009 | 20:34
Jólin :O)
Nú er Jón farin að hreyfa sig um á gólfinu, það er helst í fyrra fallinu og vona ég bara að hann verði ekki eins og Eyji peyji sem fór að hlaupa um allt 10 mánaða Hann séri sér fyrst 14. nóv og átti þá viku eftir í 3 mánuðina....ég fer bráðum að beisla hann niður
Annars er mikil jólaafslöppun í gangi hér...eða svona eins mikið og hægt er að hafa með 4 orma Allir voru mikið ánægðir með gjafirnar sínar og alveg er ótrúlegt í rauninni hversu vel allt gekk fyrir sig í þessu pakkasstússi. Jóladagur fór í afslöppun á náttfötunum og leik með nýja dótið og lestur nýrra bóka en svo fórum við á jólaball í dag þar sem menn horfðu með samblandi af ótta og spenningi á hin íslenska jólasvein sem er alltaf svolítið óþekkur
Það eru komnar enn fleiri myndir í albúm þeirra bræðra, bæði frá íslandsferð og svo héðan úr snjónum
Jón er voða góður að leika sér sjálfur á gólfinu, þarna er ég að reyna að ná mynd af honum en hann er voða voða upptekin af einhverju sem er þarna til hliðar við hann...
..svo komst ég að því hvað heillaði svona mikið
Þeir eru ósköp góðir þessir bræður allir saman og helst að það togist aðeins á milli þeirra tveggja elstu. Eitt flottasta bræðramómentið sem ég varð vitni að undanfarna viku var þó á Þorláksmessukvöld þegar bræður voru búnir að skreyta jólatréð....með playmoköllum, heimatilbúnum tré "kúlum" og ljósum...og ...ormum... og þeir voru búnir að setja alla pakkana undir tréð, spenntir alveg að efri mörkum, settist Baldur hjá Jóni litla á gólfið og útskýrði fyrir litla bróður sínum að "ekki oppa núna Ljon minn....bala á mongun þea búin bolla matinn" og klappaði bróður sínum svo blítt um feita kinn Jón var auðvitað voða svekktur að fá ekki að opna pakkana strax, eins og gefur að skilja hehe.
Hérna kemur svo smá syrpa síðan í nóvember þegar bloggverkfallið stóð sem hæst og til loka desember
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 12:59
Að hrökkva í gang...
Ég er semsagt að því...að hrökkva í gang.
Við erum lent og erfiðri ferð til Íslands loks lokið. Ég er enn að plokka uppúr töskunum samhliða því að skrifa jólakortin (sem komust af stað fyrir helgi), þrífa og reyna að lesa fyrir próf.
Ferðin hingað var ævintýraleg, það tók okkur ekki nema 5 tíma að fara 30 min leið sökum snjávar sem lagðist yfir Danmörku öllum að óvörum og lamaði allar almenningssamgöngur sem og gatnakerfi. Það var hreint yndislegt að vera í bíl í marga marga marga klukkutíma með Jón og Baldur.....
En hér er voðalega jólalegt um að lítast og auðvelt að finna fram jólaskapið, ég þarf að kaupa meira myndapláss hjá moggablogginu til þess að koma öllum myndunum inn sem voru teknar á Íslandi sem og snjávarmyndunum okkar nýju.
Allir bræðurnir eru hér samankomnir til þess að njóta jólanna saman og er mikið fjör í húsinu. Sem betur fer lyndir flestum vel yfirleitt svo uppúrsuður eru fátíðar....sérstaklega svona þar sem að jólasveinarnir eru að hafa auga með mönnum svona í desember Kári er líka voða stilltur.....segir hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar