Skarð hoggið í raðir Keilisfrumherja.

Við vorum um 80 stykki sem útskrifuðumst 2008. Fyrsti nemahópur Keilis. Stórkostlega fjölbreyttur hópur þar sem ungir og .....minna ungir unnu saman, karlar og konur allir stefndu að einu takmarki. 

 

Það má segja að hópefli Capacent hafi tekist of vel því að slík var samheldnin í hópnum, ef einn var að detta afturúr var honum hjálpað...setið yfir stærðfræði langt frammá nætur, íslenskuritgerðir unnar í sammvinnu og allir gerðu sem best þeir gátu.

 

Þetta voru góðir tímar, þetta var gott ár.  Sumir fundu ástina, aðrir sögðu skilið við hana. Börn voru fædd á árinu og uppúr kynnum Keilisfólks komu svo fleiri börn. Hvað sem öðru líður þori ég að fullyrða að ekki bara ég heldur að hver einasta manneskja sem tilheyrir þessum hópi eignaðist vin eða vini sem hún heldur enn sambandi við.  Ég eignaðist vini sem ég ætla mér aldrei að sleppa.

Engin var með öllu nafnlaus þar sem þetta var lítill hópur og fannst mér ríkjandi velvild og hjálpsemi okkar allra á milli, þvert á námsbrautir, áratuga eða áhugamál.

 

Svo allt of fljótt er einum kippt úr hópnum. Sagt hefur það jú verið um Suðurnesjamenn að þeir bjóði Unni óhræddir í byrginn og sem betur fer koma þeir yfirleitt heilir heim. En annað átti fyrir honum Gumma okkar Steins að liggja. Fallegi fallegi drengur, svo fallegur við fólkið í kringum sig, svo fallegur við konuna sína, svo ósköp mikið fallegur drengur. Skjannahvítt brosið, kjúllinn í skottinu og alltaf tilbúin að hjálpa með brotareikninginn.  Glettinn og skemmtilegur. Heill og góðviljaður.  Við Gummi krösjuðum blakæfingar raungreinadeildarinar......við vorum grúppíur.

 

Engin orð geta huggað svona stóran harm.  Ég get sent aumt netknús...ég get sent styrk í hugsunum en það virðist máttlítið á svona stundu.  Ég vona bara að hún Berglind okkar keilismær viti að við erum mörg hjá henni í huganum.

 

 

Mig hefur aldrei langað í flaggstöng...ekki fyrr en núna.   Núna vildi ég óska að ég gæti flaggað mínum fallega fána lands elds og ísa...lands sjómanna, sem sem stundum þurfa að láta í minni pokann fyrir ógnarvaldi hafsins. Mig langar að flagga i mínu danska úthverfi....æpandi bláa fánanum mínum inni á milli þeirra rauðu og hvítu...láta alla vita að vinur minn var einn þessara hugrökku sjómanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg orð Birna mín, minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar Keilisfrumherja

Tinna Karen (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 16:54

2 identicon

Fallega orðað hjá þér Birna, fallega brosið og hvítu tennurnar og skemmtilegi hláturinn er einmitt eins og maður man fyrst eftir þessu frábæra dreng, yndislegur í alla staði...

Jóhanna Lúvísa (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 2990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband