Á að hrista í þetta líf?

Það er spurning.

 

Lífið hendist áfram öllum að óvörum og nú er að koma vor 2011Woundering

 

Strákasúpan dafnar vel, þrír í Danmörku og einn á Íslandi. InLove   Eyþór og Benni eignuðust litla systur um Jólin og Baldur eignaðist lítinn bróður í Janúar svo að núna eru systkinin víða orðin mörg.  Benni og Eyþór eiga þá 4 systkini, Baldur líka 4 en Jón heldur sínum 5 óbreyttum.

Ég hlakka agalega mikið til sumarsins, að fá Eyþór í heimsókn og svo er fyrirhuguð þriggja vikna fjölskylduferð til landsins bláa með alla súpuna...ég er orðin svo dönsk að ég er auðvitað byrjuð að plana Wink

 

Benni og Jón æfa júdóið af kappi og það líður ekki sú æfing sem ekki er haft orð á því hvað fjögurra ára pjakkurinn lætur finna fyrir sér, ári yngri en næsti fyrir ofan en er þeim, þrátt fyrir það, engin eftirbátur...litla ofurhetjuþykkni Cool

 

Aðaláhugamálið hans Jóns er mannfjöldastjórnun.  Hann sýnir mikla hæfileika á því sviði sem og á sviði tamninga. Árangurinn má yfirleitt sjá seinnipart dags, rétt fyrir kvöldmat þegar tveir fullorðir og tvö börn leika æfðar listir sem litla herramanninum eru þóknanlegar.  Hver sagði svo að minnihlutastjórn væri slæm hugmynd?Það eru komnar nýjar myndir (loksins) og nýtt albúm í myndahorn þeirra bræðra hér til hliða.

 

Bloggpenninn er svolítið ryðgaður en það er vonandi að ég hrökkvi í gang við þetta smáskot ;)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við, er ég alveg orðin gaga, skil ekkert lengur í þessari ormasúpu... Er Jón virkilega farin að æfa Júdó, er hann ekki bara nýfæddur??

Hrafnhildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 22:45

2 identicon

Hún hlýtur að meina Baldur! Það getur bara ekki annað verið :D

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 22:48

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

HAHAHAHAHA  

ég er auðvitað að meina Baldur.   Jemin, þeir eru orðnir svo margir að meira að segja ÉG rugla þeim saman!!

Ég man mína barnæsku, var kölluð "Gurrý, Elva, Jóna, Birna" af pabba mínum og "Helga, Magga, Birna" af mömmu hehe

Birna Eik Benediktsdóttir, 22.3.2011 kl. 05:45

4 identicon

hæhæhæ ég skildi einmitt ekkert í þessu jóns, Baldurs dæmi

en hvernig gekk að hrökkva í gang??

sakn

anný (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband