Mætt á svæðið - ferðasaga í mörgum hlutum.

Já hin fjögur fræknu eru mætt til hinar fögru Danmerkur enn á ný. Þriðjudagurinn 5. ágúst var tekinn með stæl með því að vakna uppúr 4 leitinu og moka börnum og buru út í bíl...nánar tiltekið Sibba bíl...með fröken Annýju undir stýri. Frökenin þurfti að fara tvær ferðir, þvílíkur var farangurinn sem stóðinu fylgdi en það var ekki mikið mál fyrir mína frekar en annað og var okkur skilað með sóma út á hjara veraldar...Leifsstöð.

Þar tók við biðin endalausa þar sem okkur tókst ekki að vera á undan rútunni...myndskreytið endilega...ein kona með ein tvær farangurskerrur, eina barnakerru með ákveðnu barni í og tvö barnareiðhjól sem stýrt er af börnum... þetta var skemmtileg röð. Þegar við vorum loksins komin að öryggishliðunum uppgötvast að einn miðinn er horfin...þá fór kvendið af stað með einn á mjöðminni og eitt í sitthvorri skálminni að leita miðann uppi. fljótlega áttaði ég mig á því að það væri vitleysa og fór bara að tjékk inn borðinu og fékk nýjann...þá tók við meiri bið...og núna til að komast í gegnum öryggishliðið. 

Þessi bið hefði ekki verið svo slæm ef að ekki hefði verið fyrir það að Baldri var illa misboðið þegar þarna var komið og stóð á orginu eins og aðeins tveggja ára guttum er einum lagið allan tímann sem við stóðum í röðinni, og ekki gat kvendið, pinklum hlaðið, tekið hann upp, svo hann fékk að baula í buxnaskálminni góðu. 

Þar sem þessar raðir tóku tímann sinn vorum við orðun knöpp á þessu og keyptum okkur þessvegna bara hressingu á hlaupum og rassaköstuðumst svo út að hliði 268 eða svo og vorum seinustu farþegar um borð...hinum til ómældrar ánægju að sjáfsögðuCool 

flugið var...tja flug, hvað getur maður sagt. þeir sem sofnuðu hefðu ekki þurft þess og sá sem hefði þurft þess var vakandi og vel virkur allann tímann. Pollýanna kom þó allavega auga á það að enginn gat að minnsta kosti sofnað úr leiðindum Wink

Vá hvað þessi saga er að verða löng.....en það er bara gaman.

 Við lendingu tók við kúkableyjugræ og fóðrun ungmenna og svo var haldið niður að sækja farangur...farangur....farangur...the word has lost all meaning. Ég sótti HLUSSURNAR sem við vorum með..réði varla við þær ein svo ég blikkaði sætu strákana meðal farþeganna og fékk þá til að hjálpa mér. Svo varð ég þeirrar lukku aðnjótandi að ég hitti vinkonu mömmu hennar Monu vinkonu...hún var að flytja til Dk þenna dag líka. Hún taldi mig ofan af því að fara í lestina til Hovedbanegården með 8 misstórar töskur, 2 barnareiðhjól, tvo fótbolta, stóra barnakerru og 3 börn (wonderwoman var audda viss um að rúlla því upp eins og öðru)...og massa þetta á kæruleysinu og taka leigubíl. 

 Rakinn tók á móti okkur eins og þykkur heimilislegur veggur þegar við strögluðum útaf Kastrup flugvelli og hrundum inn í leigubíl. Ímyndið ykkur bara gott fólk...allir klístraðir og sveittir, þreyttir og syfjaðir, svangir og úrillir...leigubílstjórinn varð þó þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að heyra nokkur íslensk lög sem kvendið raulaði með hjálp ormasúpunnar, svona til að halda geðheilsunni réttu megin við strikið og bar þar hann Sigga sem var úti hæst af öllum.

Þar sem sú ákvörðun hafði verið tekin í leigubílnum að taka ekki 13:30 lestina suðrettir höfðum við smá tíma svo við bölsóttuðumst með töskunar og hjólin niður í farangursgeymsluna á aðallestarstöðinni, keyptum okkur miða í lestina og fórum svo á röltið á Vesterbrogade...Vesterbrogade..fáið þið líka tár í augun og sting í brjóstið við að segja þetta....? Eða er ég með rugluna?

Þegar ég stóð í ysnum og þysnum á miðri lestarstöðinni, heyrandi allskonar tungumál í kringum mig og finnandi allskonar lyktir...fannst mér ég vera komin HEIM...svo röltum við út á Vesterbrogade..með allt fullt af hjólafólki...kæfandi hita og raka...ráðhústorgið framundan og Tivoli á kantinum fylltist brjóstið bara af hlýju og gleði og mér var litið á litlu sveittu andlitin sitthvoru megin við kerruna sem horfðu upp til mín...skælbrosandi..upplifandi eitthvað svipað og ég var að upplifa.  HEIMKOMU!   Svo til að drepa rómantík augnabliksins...eða hreinlega toppa hana segir frumburðurinn...."mamma...eigum við að fara á stóra?"  þá kviknaði ljós í augum litla bró...og mamman bráðnaði, auðvitað fórum við á stóra. Stóri er stóri McDonald´s staðurinn á Vesterbrogade sem er með STÓRA leikvellinum. hehe börnin muna að sjálfsögðu það mikilvægasta. Svo leituðum við að okkar turni í sjónlínunni...kirkjuturninum sem stendur við Prinsessegade sem er gatan sem við bjuggum við, fundum hann og þá var komin tími á lest suður á bóginn.

Lest suður á bóginn já....held ég skrifi EKKERT nema 4 tíma lestarferð..8 töskur..2 barnareiðhjól..tveir fótboltar....ein fyrirferðarmikil kerra..3 drengir..EIN MAMMA!  plús að við þurftum að bera allt dótaríið frá einum enda lestarinnar til annarrar...þar á meðal lyfta kerrunni upp yfir sætin því öðruvísi passaði hún hreinlega ekki...þá notaði kvendið aftur leggina góðu og brosið bjarta og fékk sætan dana til að hjálpa til við lyftingarnar. Segið svo að útlit skipti ekki máli Devil

Touch Down i Sønderborg rétt um hálf 8 að kvöldi. Hraustur lestarstövðarstarfsmaður sá aumur á konunni einu með allt dótið og börnin og hjálpaði okkur að leigubílastoppistöðinni. þar þurftum við tvo bíla til þess að fara með okkur og allt okkar hafurtask á farfuglaheimilið...ÞAÐ VAR æðislegt.

Konan sem tók á móti okkur þar tók okkur eins og við værum flóttamenn sem hefðum ekki fengið að borða í margar vikur eins og segir í Elíasi. Hún kom okkur fyrir og gaf okkur éting, sýndi okkur svo svæðið sem var svo danskt að það var æði. Allstaðar var gert ráð fyrir börnum...Risa leiksvæði með alskonar tækjum, dýragarður þar sem máti klappa dýrunum, mini golfvöllur og indiánabálstaður.

Þarna í úrhverfi suðurborgar við landamæri þýskalands hrundi öll familían í svefn laust fyrir klukkan 10, eftir langan og strangan dag voru allir klístraðir og uppgefnir og meira en til í að kúra í dönskum rúmum...þó þau séu alltaf rök.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúlega delpa.....   veit ekki hvað ég á að skirfa meir.... er ennþá með  hor í athyglisbrestinum og kynlífsleyisi bergmálandi í höfðinu.., 

Nah.... kem með eikkvað betra seinna bara...

bæj í bili..... luv ya

Dóra Athyglisbrestur (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 21:20

2 identicon

Ég varð eiginlega langþreyttur bara á því að lesa þessa færslu. Ofsalega á ég það gott að vera ekki einstæð móðir á ferðalagi :P

Gæjinn sem hangir alltaf með stóra rauðhærða gæjanum (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:10

3 identicon

sko..byrja á einu að ég fékk nú bara tár í augun við að lesa þessa færslu.. ekki þó af sömu ástæðu og þú nema hvað bara af hreinu söknuði... þoli ekki að þið séuð svona langt frá mér og okkur en ok... ykkur líður vel... það á svosem að láta mér líða betur og samgleðjast ykkur e-ð bla bla bla... heheh

þú ert ofurkona.. það hefur aldrei farið á milli mála.. og vitanlega á mar að nota leggina ..ef mar hefur þá .. annars notar mar bara e-ð annað ....

söknum ykkar hrikalega.. vertu dugleg að finna nám fyrir mig svo ég geti komið sem fyrst út til ykkar

lots and lots of love

A og A  

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:12

4 identicon

Þú ert ekki venjuleg. Ofurkona með vængi og leynikraft, ég sver það. Ég legði ekki í svona ferð með gaurinn minn og tennisbolta! Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir í þessu dásamlega landi :)

Helgan þín (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband