9.8.2008 | 17:35
Annar hluti - gengin upp að hnjám.
Jú enn einn dagurinn liðinn og við bráðum búin að vera í höllinni hans Sverris í viku. Deginum var eytt í litlum bæ sem heitir Grásteinn upp á íslensku því þar var miðaldamarkaður í gangi með tilheyrandi riddurum og skemmtilegheitum. Fætur gengnir af sem fyrri daginn.....og okkur tókst loksins að kaupa klósettbursta...hefði ekki trúað því hvað maður saknar klósettburstans þegar maður hefur hann ekki.
Annars ætla ég að halda áfram með ferðasöguna góðu. Við vöknuðum á farfuglaheimilinu uppúr 7 leitinu á miðvikudagsmorgninum...sólinn skein í heiði, eða bara trjátoppum þar sem lítið er um heiðar hér um slóðir og það var STEIK inni í litlaherberginu okkar. við klæddum okkur, bjuggum um rúmin og komum okkur svo í morgunmatinn sem byrjaði klukkan 8. Við þurftum auðvitað aðeins að klappa geitunum og skoða kanínurnar á leiðinni en komumst þó fyrir rest þrátt fyrir að fermetrinn (Baldur) hafi slórað á leiðinni. Að morgunmat loknum fylltist kvendið eldmóði að venju og lagði skauta undir fót og skautaði þessa 5-6 km niður á Skovvej þar sem skrifstofa kollegíanna er...litlu gæjarnir voru á hjólum og í kerru og þetta var frábær túr, fyrir utan kannski hvað það var steikjandi heitt og mollulegt.
Á skrifstofuna komum við rétt fyrir 9 og sáum þá á hurðinni að það opnaði ekki fyrr en 11....frábært. Allir enn á ný sveittir, þvalir og þyrstir og langt í næstu búð. Ég dró upp kortið góða og við hjóluðum niður í bæ...fórum í ráðhúsið og skráðum okkur ...eða ætluðum að skrá okkur en þá rann upp fyrir mér að við bjuggum hvergi...jessssssss, þá getur maður ekki skráð sig, fyllti þó út umsókn um leikskóla fyrir pattann og svo gáfum við skít í þetta bara og fórum á kaffihús og fengum okkur hádegismat í miðbænum áður en við lögðum af stað niður á Skovvej aftur. Þar mættu okkur indæliskvensur og við fengum lykilinn af íbúðinni hans Sverris vandkvæðalaust.
Þá tók við skref tvö af farangursflutningum...hjóla niður á Borgmester Andersensvej, skilja hjólin og kerruna eftir og taka svo leigara uppá hostel, þar var mannskapurinn skilin eftir í bílnum meðan mamman hljóp þúsund og eina ferð inní herbergi að sækja allt helvítis draslið. Leigubílstjórinn boraði samviskusamlega í nefið á meðan og létti það mér burðinn alveg gífurlega
Á kollegíinu tók við burður dauðans þar sem þessi frábæra íbúð er INNST af þeim öllum og voru farnar margar margar margar ferðir. Einhvernveginn tókst mér að taka uppúr öllum þessum töskum og koma öllu fyrir á vísum stöðum, pumpa upp tværeinfaldar vindsængur og eina tvöfalda með HANDPUMPU og búa um okkur öll áður en ég gaf liðinu að borða og baðaði mannskapinn, enda ekki vanþörf á eftir heitasta dag í heiminum og púl dauðans á öllum vígstöðvum. kl 20 þegar allir voru dottnir útaf í bólunum sínum settist ég.....á gólfið.....með dönsk stelpublöð..sem eru best! og drakk eina litla dós af Tuborg classic...SNILLD! Bakið í hönk, hendurnar dottnar af, iljarnar logsvíðandi en frábært að vera komin með liðið á vísan stað þar sem maður verður kyrr í allavega smá stund.
Dagur 2 í DK endaði á langþráðiri sturtu...eftir að haf fengið nokkur hjartaáföll þegar "meðleigjendurnir" a.k.a. köngulær, létu sjá sig og þeim var skolað út í sjó af mikilli grimmd. Ég lést úr þreytu milli 10 og 11 það kvöldið.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að þú skulir samt hafa orkuna í að skrifa svona langar færslur er fáránlegt, alveg er ég nógu þreyttur eftir að hafa lesið þetta til þess að nenna varla að kommenta en ég bara þori ekki öðru ... þó að þið séuð einhverjum þúsundum kílómetra í burtu.
En gott að þið eruð komin með "sama"stað í bili.
Og síðast en ekki síst: Til hamingju með útskriftina
Kveðja af Fjörugötunni
Gæjinn sem hangir alltaf með stóra rauðhærða gæjanum (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:49
Jú takk jú takk...svona er maður klár hehehe....
Birna Eik Benediktsdóttir, 9.8.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.