9.8.2008 | 18:21
Fimmtudagur til frægðar?
Klárum þessa bölvuðu ferðasögu nú bara í eitt skipti fyrir öll. Á fimmtudagsmorguninn vorum við mætt út í strætó 10 mín yfir 8 að morgni. Leiðinn lá niður í ráðhús enn eina ferðina til þess að skrá okkur til heimilis til þess að geta skráð börnin í skóla. Það gekk vonum framar, við rötuðum og allt Þaðan lá leiðin upp á bókasafn til þess að komast á netið og láta umheiminn vita að við værum á lífi og garfast í bankamálum og svoleiðis skemmtilegheitum...það er fátt meira afslappandi en að ganga inn á bókasöfn...bara gamlar konur vinna á bókasöfnum...þar er alltaf ró og friður...NEMA þegar fermetrinn mætir! Honum fannst ekki töff að þurfa að sitja í kerru á meðan mútta gamla bara gerði eitthvað annað! Prinsinum var illa misboðið og að venju lét hann það duglega í ljós. Ég held að allir á bókasafninu hafi verið fegnir eftir 10 mínuturnar þegar við fórum út
Frá bókasafninu lá leiðin í Sonderskovskolen, sem er skóli Eyþórs og Benna. Þar var okkur vel tekið og eyddum við þar rúmum klukkutíma í spjall við skólatjórann, útfyllingar eyðublaða og svo skoðuðum við líka stofurnar þeirra og skóladagheimilið. Við sömdum um það að strákarnir fengju að koma í heimsókn á næsta dag og vera í 4 tíma eða svo.
Þaðan lá svo leiðin leikskólaskrifstofuna, þó ekki án þess að stoppa í búð og kaupa hafrakex og eplasafa og setjast á stein og grillast ámeðan við snæddum þetta lítilrædi. Leikskólaskrifstofan er úti í rassgati...alveg lengst og við vorum gangandi, það var þarna nógu heitt til þess að steikja egg á enninu á mér, börnin voru hálfber og við öll að kafna. Við þurftum að labba bæinn á enda og fundum loksins þessa skitnu skrifstofu. Það sem bjargaði geðheilsunni þá var hvað við fengum frábæra þjónustu á þessari skrifstofu. Konan sá okkur þarna, rennandi sveitt, dauðuppgefin með sofandi sveitt, bert kríli í kerru og hún bara tók okkur að sér. Spurði hvenær ég væri að fara í skólann og þyrfti þá pössun, ég sagði henni það og þá spurði hún hvort að pabbinn gæti ekki hlaupið undir bagga sem hann getur ekki að svo stöddu og þá stækkuðu augun í henni um svona 3/4. Án gríns, ef ég hefði diffrað í henni augun hefði ég fengið út augu í eðlilegri stærð.
Konan talaði upp frá því svo mikið um dugnað minn og hugrekki að vera ein með öll þessi börn í útlöndum og fara í nám að ég labbaði út alveg hálfum meter hærri hahaha.
Ég dró liðið þaðan upp í strætó og niður í bæ, þaðan sem við gengum yfir vindubrúnna góðu og yfir í Alsion. Þar átti ég orð við konu í stúdentaráðgjöfinni og svo fengum við okkur að borða í kantínunni.....sem er DÝR! Loks var förinni heitið heim...heimförin tók okkur rúmlega 3 tíma með skemmtistoppum um allan bæ. Það er orðið að hefð hérna hjá okkur að hrynja örþreytt inn úr dyrunum að kvöldi, borða, sturta og hátta svo. Svo fær mamman smá meðvitundarleysis tíma útaf fyrir sig áður en hún skríður í kúr líka.
Föstudeginum er hægt að skeyta hérna við. Við mættum aftur í strætó 10 mín yfir 8 og fórum niður í bæ til að kaupa hjól fyrir kvendið, það var skundað með pattann á háhest og bræðurnir reiddu hjólin sín. Hjólið var valið og keypt og keyptur var á það barnastóll um leið. Þaðan hjóluðum við á skóladagheimilið, eða SFO eins og það er kallað hér, og skildi ég hina fræknu ferðamenn eftir þar við mikla gleði.
Við Baldur náðum að áorka ævintýralega mörgu á þessum 4 tímum sem við höfðum til 2 bara tvö saman. Við fórum í heimsókn á leikskólann hans Baldurs í góðann klukkutíma, fórum niður í ráðhús enn einu sinni, á bókasafnið til þess að komast á netið og var mamman vopnuð gúmmíböngsum í þetta skiptið til þess að halda litla manninum góðum á kantinum Farið var í þrjá banka og tvær skrifstofur til viðbótar ásamt matvöruverslun áður en drengirnir voru sóttir og slúttaði dagurinn með því að ég fékk tilboð um ÍBÚÐ! Sem ég og þáði, med det samme, með þökkum alveg hægri vinstri.
Eitthvað lið var svo hér úti að grilla um kveldið og settist ég með þeim í smá stund yfir spjalli...afar danskt...afar mikið hygge
Úr sögu þessari hefur verið sleppt daglegum ferðum í netto, Fotex, kvickly og aðrar búðir til þess að selflytja heim í kerrunni góðu, það nauðsynlegasta til heimilisins....eins og rúgbrauð og kæfu, kornflex og mjólk, klósettpappír, uppþvottalög, handklæð,i borðtusku og svoleiðis. Hafa búðarferðir þessar verið misskemmtilegar eftir þreytustigi manna og móður í hvert skipti fyrir sig.
Dagarnir hafa verið fullir af uppgötvunum, gleði, pirringi, þreytu, klístri, bið, burði en fyrst og fremst húmor sem er það sem fleytir okkur í gegn
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.