10.8.2008 | 15:49
Síðasti Sumarfrídagur drengjanna.
...Og þá gekk á með skúrum.
Við byrjuðum daginn á hópkúri...alveg er það ótrúlegt hvað maður getur slasast á því að kúra hjá svona litlu mjúku kríli eins og honum Baldri. Hann er auðvitað alveg grafkyrr...að meðaltali í 2 sek í einu og hreyfir sinn litla feita kropp með tilheyrandi umstangi af miklum eldmóði þess á milli hehe. Við Eyþór og Benni flissuðum bara yfir þessum litla klaufabárði...sem sagði okkur svo alltaf að "úa" (kúra) og ýtti hausunum á okkur niður á koddana á milli þess sem hann hjólaði í okkur hehehe.
Við höfðum okkur svo á fætur og fórum í hjólatúr út í Sønderborg slot, þar eyddum við alveg 3 klukkutímum í að skoða kastalann uppúr og niðrúr og fræðast um hluti eins og hertogadæmin slésvik/Holstein, heimstyrjaldirnar og iðnað liðinna alda. Mest spennandi fannst strákunum þó dýflissan, kjallararnir og Hitler.
Það kom mér mest á óvart hversu áhugasamir drengirnir voru og hversu úthaldsmikill pattinn var.
Þaðan hjóluðum við í hitamollu í gegnum gamla bæinn, og miðbæinn þar sem allt var auðvitað lokað því það er sunnudagur. Við enduðum svo á Jensen´s Bøfhus í snemmbúnum kvöldverði með ís og alle grier í eftirmat.
Hjólatúrinn heim var helst til vætusamur...við lákum inn um dyrnar blaut frá toppi til táar og drifum allt liðið í heita sturtu.
Kvöldinu verður svo eytt í lestur, smá tiltekt, skólaundirbúning fyrir morgundaginn (hin sígildi madpakki), menn eru vel spenntir fyrir morgundeginum...og það er mamman óneitanlega líka
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkommen til Damnark! Kæra frænka - við hjónin fórum einmitt til Svíþjóðar í sumar og vorum að spá í að taka Danmörku næsta sumar!
Elín Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 21:26
elska þig fast.. afhverju erum við ekki ´þarna með ykkur.. hvaða fokk er það??
A og A
anný og arnhildur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.