15.8.2008 | 19:24
Þvílíkur göngudagur...!
Aldrei dettur manni í hug að gera svona á íslandi...að fara með 4 stykki krakkagrísi í búðir eins og rúmfatalagerinn....eða risa magasín eins og Bilka...þetta dettur manni samt alltaf að gera í útlöndum...bíllaus!
Alveg frábær hugdetta, ÁÐUR en maður hrindir henni í framkvæmd...ég var bara að lalla mér niðrí í bæ aaaalein og að fíla mig í tætlur í góða veðrinu. Guðirnir og lukkan hafa verið mér hliðholl með húðgerð svo ég fann mig alveg dökkna bara á núll einni þarna í sólarbakstrinum á göngugötunni í hinni fögru Sønderborg.
Ég settist alein og fékk mér hádegismat eftir ráðhús, banka og kollegískrifstofuútréttingar og naut eigin félagsskapar alveg í botn, stöku símtal en annars alveg truflunarlaus að lesa dönsku stelpublöðin mín og vestur jóska dagblaðið og njóta þess að vera til...þá flaug í kollinn á mér sú fluga að gaman væri að sækja börnin snemma þennan daginn og fara og skoða hinn endan á borginni....þar sem ég vissi að áður greindar búðir væru staðsettar...athuga með garðhúsgögnin í stofuna og svona
Þar sem hinir íslendingarnir í borginni voru bara að dingla sér ákváðu þau að slást í för með okkur svo úr varð ein heljarinnar hópferð...ágætt svosem að hafa fólk í að bera góssið sem átti að versla
Þetta var langur gangur......með þrennt smáfólk um tvö hjól og svo feitabollu í kerru var mikið fjör. Leiðangurinn sem hófst uppúr 2 endaði ekki fyrr en rétt fyrir 9 fyrir okkur sem hrundum hér innúr dyrunum, mismunandi mikið klístruð (held að Baldur hafi samt unnið þá keppni) og öll alveg ofboðslega þreytt. Mamman alveg á möntrunni við að græja litla þreytta kút í háttinn þar sem hann var aaalveg búin á því....og þagði ekki yfir því
fullorðna fólkið er þrátt fyrir þetta nógu vitlaust til þess að vera jafnvel að spá í að endurtaka leikinn á morgun og fara út með allt liðið ! Er maður í lagi ? Þetta var svo agalega gaman...hehehe. Að vísu var þetta voða gaman, svona oftast, börnin að mestu stillt og góð og fullorðna fólkið líka....en þegar leggir eru gengnir upp að hnjám að degi loknum er manni bara öllum lokið.
Annars er þetta allt að verða svolítið alvöru hjá okkur, íbúðin endanlega fest og verðum við öll Keilisliðið áfram nágrannar, sem er bara keppnis.....þar er að segja ef að Sverrir fær líka á sama stað og við hin erum búin að fá Annars verður hann bara permanent sófagestur hehehe.
Mín alveg hálfnuð með fyrstu skólabókina, sem er um danska economiu...ekki mest spennandi...en samt...meira en ég hefði þorað að trúa hehehe...svo er komin hiti í mína að athuga með fólkið mitt í rassi.......Ella hin frækna megamom er búin að baka nýjan dreng sem ég hef ekki séð og finnst mér vera komin tími á að setjast niður með öl með þeim Tarmssystrum, Rúnsanum og garðyrkjumanninum góðlega.
En....ég í slökun, fótabað og tásunudd...sæníng át from sönderborg.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
öss það er nóg að gera hjá ykkur... pjúfffs... haustið er að skella á hér, hlakka til en vildi óska þess að hafa íslendingana mína sem búsettir eru allt í einu í DK hjá mér þgear ég kveiki á kertaljósi og hef það huggulegt í haust fegurðinni
Anny (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:10
Í fyrsta lagi yrði litið á manneskju á hjóli með barn aftan í og allt fullt af innkaupapokum á leið úr kringlunni eða smáralind sem afdala hjólhýsapakk hér á landi þó fólkið ætti heima innan við hundrað metrum frá verslunarmiðstöðvunum.
Í öðru lagi þoli ég ekki þegar ég skrifa að eitthvað sé í fyrsta lagi en hef ekki neitt annað til málanna að leggja.
Gæjinn sem hangir alltaf með stóra rauðhærða gæjanum (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.