24.8.2008 | 12:07
Helgin.
Þetta er nú búin að vera meiri helgin hjá okkur hér í baunalandinu.
Á föstudagskvöldið var menningarnótt, Sverrir var svo heppin að vera koma þennan föstudag og sá hann því bæinn lifandi og skemmtilegan fyrsta kvöldið sitt hér.
Við byrjuðum að venju á étingi...enda allir soltnir eftir skóladaginn, og var svo haldið af stað niður í bæ...ég komst að því að það væri sprungið á hjólinu mínu sem er ekki gott. Svo ég varð að reiða fákinn með okkur.
Mannmergðin var slík að okkur þótti heillvænlegast að læsa hjólunum okkar bara ofan við miðbæin og taka þetta á fæti...fyrir utan mitt hjól að sjálfsögðu því þar er hægt að beisla pattann
Stemmningin var æðisleg...dönsk að sjálfsögðu þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman og sáum við fullt af atriðum á götunum, meðal annars indiána að spila á hljóðfæri og konur af öllum stærðum og gerðum að sýna magadans.
Dimmt en hlýtt að horfa á indiána á menningarnótt.
Við röltum svo niður á höfn og keyptum svona voða sæta blikkljósasprota fyrri börnin...þessir litlu sætu sprotar auðvitað breyttust í geislasverð á augabragði og settu börnin upp sína eigin sýningu með tilþrifum á við Obi Wan Kenobi
Kvöldinu okkar slúttaði svo með flugeldasýningu laust fyrir klukkan 23 og stóðu bæði ungir og aldnir opinmyntir á meðan. Þegar þessu slúttaði hurfu allt í einu allir danirnir....bara eins og maurahópur...við ákváðum að rölta aðra leið en allir Jensarnir til þess að komast kannski heim einhverntíman og fann ég mikið fyrir því að við vorum þrjú fullorðin með þessa 4 krakkaorma.....það munar ekkert smá miklu að hafa fleiri hendur og augu á ormunum þegar staðið er í svona útstáelsi...takk strákar
Þreytt smáfólk fær pásu á gömlu köllunum.
Við komum heim klukkan 5 mínútur yfir 12 á föstudagsnóttina, með afar þreytt smáfólk. Baldur var sofnaður á stólnum aftan á hjólinu en restin datt næstum bara áður en að höfuðin snertu koddana. Fullorðna liðið drattaðist svo ekki í bælið fyrr en um eitt leytið....og vorum því að vonum hæst ánægð þegar að Baldur kallaði RÆS! klukkan hálf sjö morguninn eftir
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.