24.8.2008 | 12:39
Helgin....annar hluti.
Ég ákvað að skipta þessu bara niður í tvær færslur...þetta er verður alltaf svo andskoti mikið hjá mér
Laugardagurinn var heldur rigningarlegur svo ég fór í að fletta í gegnum alla bæklingana sem ég er búin að útvega mér um svæðið til þess að reyna að finna einhvern skemmtigarð eða eitthvað til þess að skoða sem væri mestmegnis innandyra...það gekk ekki betur en svo að Danfoss garðurinn sem ég HÉLT að væri innandyra....var svo bara svona 50/50 inni og úti...en hey...það er hugurinn sem gildir!
Við söfnuðum saman fólkinu okkar og lögðum af stað í þessa langferð...en það er klukkutímaferð heimaað frá okkur og í þennan garð.
við komumst að því þegar á áfangastað var komið að þetta er svona vísindagarður...ÞAÐ fannst ÖLLUM spennandi....en þó mest að vísu strákunum...bæði þeim litlu og þeim stóru
Það var ýmslegt skoðað, prófað og uppgötvað þennan eftirmiðdaginn...meðal annars uppgötvaði Sverrir að þolinmæði hans er ekki endalaus og að hæstu hljóðin koma oft úr minnstu krakkaormunum
Við enduðum svo þetta kvöldið á að detta inná Mongolian Barbeque aftur....og vá hvað ég fer þangað með alla sem koma í heimsókn til mín...það er bara gaman að koma þarna...burtséð frá því hvað maturinn er góður...öll þjónusta og viðmót er bara til fyrirmyndar.
Það er ögrun að ætla að ná þessu litla dýri í fókus Ormabræður á veitingastað.
Við héldum svo heim á leið með þreytta krakkahópin, lofuðum vídjói og keyptum öl ofan í stóra fólkið...nú var planið að bíða eftir liðsaukanum...von var á Einsa bongó, meistara Ómari með hattinn, Árdísi íslensku og þeirra afspengi.
Einsi datt inn um 11 leytið þegar allt smáfólkið var löngu búið að gefast upp á latabæ...og ætluðu Ómar hin hárfagri og hans fríða föruneyti þá að finna sér hótel, því þau...eins og við hin...voru ekki með gistingu þegar þau mættu á svæðið
Það vildi bara svo illa til fyrir blessað fólkið að það var allt uppbókað, langleiðina til Þýskalands! Mottó Suður-Danmerkurfélagsins var þá sett í gagnið..."einn hópur, ein lausn" og fór Gimsi þá sem eldibrandur á heimavistina þar sem hann hefur gist og skildi okkur Einsa og Sverri eftir með börn og bjór...því var snögglega reddað að Ómar, Árdís og afspengi fengju að halla sér í hans herbergi og að hann myndi bæta sér hér á karlabúrið mitt
litlu dýrin sváfu þetta allt af sér inni á stórri stórri vindsæng......og voru hæst ánægð með að vakna í einni klessu í morgun
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gera allt of mikið þarna úti. það má tildæmis ekki fara og kaupa ódýrann bjór í landamærabúðunum fyrr en ég kem. .....láttu það ganga
kem á morgun
Eybjor (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:08
leiktæki fyrir stóra og litla stráka krakka...
ææji fokkið ykkur... langar svo að vera með ykkur... anskotans hérahjarta alltaf...
anný og arnhildur (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.