Þröngt mega sáttir sitja.

Og það er eins gott!

Í gær vorum við hvorki meira né minna en 14 manns í höllinni góðu Gasp

Áður en þið missið öll vatn og tilheyrandi þá kíktu Kobbi og Laufey hingað með hann Hermann litla til þess að ná í bílinn sinn, Ómar, Árdís og Kristín eyddu hér líka hluta úr degi og svo var það fasta fólkið, ég og mínir 3, Einsi, sverrir, Gimsi og Lína....þetta gera 14 stykki!

Svo borðuðum við saman öll nema Kobbi og hans fólk.

Smá myndasyrpa frá kommúnulífinu Tounge

 Hermann Kobaldóson að leggja sig

                                                                                                                                                            

                Hermann Kobbaldóson að leggja sig hjá Sverri

 

 

 

 

 

 liðiðÁrdís hin íslenska, Kobbaldó og Meistari Ómar.

 

feitinn og feitinn 

 

Pattin og Einsi bongó að bonda.

 

 

 

 

 

 

 

 

En helginni lauk sem betur fer og það var skóladagur í dag...ég afrekaði það að koma engu í verk...nema taka til í höllinni sem verður að teljast til tíðinda, og svo var fyrsti foreldrafundurinn í kvöld.

Danskur foreldrafundur er frá sjö um kvöld....til klukkan hálf tíu!  Þetta var allt saman afar danskt, mikið talað um fællesskap og samvinnu og þar frameftir götunum, ég þýddi svona það allra mikilvægasta út á kantinn á meðan hægt var og þakkaði fyrir þá mildi að hin danski eðalsamsöngur hafi ekki verið tekin þarna....eða að honum hafi verið lokið þegar við hrundum innúr dyrunum.

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að kvóta hana Ellu frænku mína í Rassi..."ef íslendingar eru söngglaðir, þá eru danir sönggeðveikir!" Það nefninlega heyrir til undantekninga ef að fleiri en 6 danir hittast og það er ekki tekið eins og eitt gott samsöngslag um vináttu og fællesskab.

 

Nú erum við semsagt ekki nema 7 eftir í kotinu góða sem samnýtt er af Keilisfólki og rétt um helmingurinn sofnaður..þá er bara að koma restinni niður Devil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ - gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með hvernig gengur hjá ykkur.  Þú ert auðvitað algjör hetja í þessu öllu.  Hafið það rosa gott öll sömul.

Kveðja Harpa

Harpa Einarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:25

2 identicon

Hæ sæta,,, vonandi skemmtu þið ykkur öll vel þarna,, og ég bið að heilsa liðinu þegar þú hittir það næst. Ætla að reyna að koma um helgina,, það fer alveg eftir því hversu mikið ég á þá eftir að læra heima og svo er mér reyndar boðið í þrítugsafmæli, þannig að það verður bara að koma í ljós. Annars kem ég bara um leið og ég kemst. En mest langaði bara að kvóta þig og segja ,,love you long time,, og ,,you are a hero,,

Kv

Dagný 

Dagný (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband