Dísúss minn!

Vitið þið hvað rann upp fyrir mér í dag...ég er á 27. aldursári!  Og enn fremur...ég verð bara á þessu aldursári í eitt ár! 

Áður en þið farið að segja mig eitthvað seina til, að þetta hafi verið að renna upp fyrir mér núna ætla ég aðeins að reyna að útskýra.

 

Ég hef að sjálfsögðu alltaf vitað að maður eigi afmæli einusinni á ári, og að þá hefjist nýtt aldursár og að árið sem er liðið kemur aldrei aftur....en á einnhvern nýjan hátt...var þetta bara að renna upp fyrir mér! GaspBody, mind, heart and soul

 

Í hvað ætla ég að nýta þetta ár?...Hvernig ætla ég að bæta sjálfa mig og umhverfi mitt þetta ár?...Hvernig vil ég að börnin mín minnist þessa árs...eða ég?  Ætla ég að eyða árinu í að sökkva mér ofan í námsbækurnar...ætla ég að eyða því í að kynnast sem flestu nýju fólki og læra af öðrum menningarheimum...ætla ég að eyða því með börnunum mínum fyrst og fremst og tryggja þeim nægan tíma með múttu sinni umfram allt?    Ætli maður sem fyrr, reyni ekki að púsla börnunum í fyrsta sætið...og reyni að ballansera restinni einhvernvegin svo að maður fái jafnt vitsmunalega næringu sem og fóður fyrir sálina og hjartað - jafnvel kroppin líka. 

 

 

Ég get litið aftur og rifjað upp hitt og þetta...til dæmis hvað ég var að gera árið sem  ég varð 7 ára ...1989...þá ferðuðumst við um Sovétríkin tæplega hálfu ári áður en þau hrundu, það ár gaf tillölulega góða uppskeru...og ég er ennþá að gera mér fyllilega grein fyrir því hvað það var sem við vorum að sjá og upplifa þarna.

 Sovét

Ég man eftir ótal útilegusumrum með foreldrum mínum, vinum, systkinum og stórfjölskyldu...allt frá því ég var barn og frammá fullorðinsár....eins fjöru- og móaferðarvorum, haustum og vetrum. Eftir svoleiðis stundir með ástvinum uppsker maður út allt lífið.

Ég man vorið sem ég fluttist til Portúgal, þá var ég alveg að fylla 16. árið...1998...ég stefndi á háskólanám í portúgölsku...það ár...16. árið mun alltaf standa ljóslifandi fyrir mér í minningunni...bara frábært ár...fullt af frábæru fólki allstaðar að úr heiminum, sumir eiga sér fasta bólsetu í vinaminninu..aðrir eru minningar góðra tíma...margra ára lærdómur um fólk og samfélög þar á einu bretti...ég er enn að uppskera frá því ári.

Árið sem ég flutti til DK fyrst...árið 2000...ég var rétt að skríða í 18 ára, rosalega ástfangin af kærastanum og bjartsýn á framtíðina.  Taldi mig færa í flestan sjó eftir árið í Portúgal og vel reynda. víst var ég það ef til vill, miðað við aldur, en mikið, mikið, mikið á maður eftir ólært um lífið og tilveruna þegar maður er 18.....(eiginlega líka þegar maður er 26 Woundering)  Það var gott ár...ár breytinga og ákvarðana...ein af þeim meira að segja bökun frumburðar Tounge  svo ekki er hægt af kvarta undan afrakstri þess árs.

Árin sem synir mínir fæddust...2001, 2002 og 2006. Ótrúlega ólík ár...ótrúlega ólíkar aðstæður sem þessi börn fæddust inní en sem betur fer öll velkomin og elskuð að foreldrum sínum og stórfjölskyldum...verðugt verkefni sem að maður vinnur að og uppsker eftir um ókomin ár.

Árið sem ég fyllti 21. árið...2003...árið sem ég skildi, erfitt og krefjandi ár...bæði á heimavelli og í námi með guttana litla...mjög lærdómsríkt ár og ég er því fegin núna að hafa fengið að upplifa þetta ár..hvernig ætli maður væri án þeirrar reynslu eða þroska sem tekin var út á þessum tíma Shocking

 tuttugu og eins árs....

Sumarið  2003 ..21 árs......hæst ber 24 tíma ferð í "sovebus" með Margréti eðalfrænku minni, Kára sem getur ekki kallast neitt annað en litli bónusbróðir minn og Benedikt sem þá var 8 mánaða....ótrúlega ævintýraleg ferð í alla staði...hótelið hét meira að segja Hotel Kafka! Lifir í minningunni að eilífu amen. Heart

(Svona var maður ungur og sætur...en samt reynslubolti... já og bye the bye...þá er benni sko þessi feitari hehe) 

 

 

 

Veturinn sem ég flutti  til Íslands, og til baka til Danmerkur...26. aldursárið...2007-2008, ár heimþrár Crying  í allar áttir....fyrst til Íslands, svo til Danmerkur...langaði að búa nær fjölskyldunni minni stóru, með ungana mína. Drekka í mig náttúruna og styrkin í íslenskum stokkum og steinum og  prófa að læra uppá íslensku og lifa í íslensku samfélagi sem fullorðin manneskja...Ég kom..sá...og fór til baka hahaha LoL   Þetta ár færði mér suma af þeim bestu vinum sem ég mun eignast í gegnum tíðina....fólk sem ég vil aldrei týna Heart..ég fékk að læra margt þennan veturinn..um fólkið í kringum mig..um sjálfa mig..ástvini mína og um hvað það er glæpsamlega DÝRT að búa á Íslandi!Bandit   ...Árið færði mér líka reynslu og raunsæi, ótrúlegar áskoranir á öllum sviðum og má maður vona þegar lengra er litið að maður geti litið til baka og sagt við sjálfann sig  "já...ég stóð mig vel þetta árið" 

Haustið 2008...haust umbreytinga...haust ævintýramennsku...(ég meina, maður þarf annað hvort að vera hugaður, tjúllaður eða beggja blands til þess að leggja í það að flytja einn á milli landa með 3 lítil börn tvisvar sinnum á einu ári!)   haust nýrra tilfinninga....haust sterkra vináttubanda....haust brostina vináttubanda....haustið sem það sannaðist í enn eitt skiptið, að mamma og pabbi eru ótrúlegt fólk InLove....álagshaust.

Í gegnum tíðina lærir maður vonandi að gleyma því slæma og erfiða, halda því góða og gefandi á lofti...og að nýta sér skakkaföllin í lífinu til nýrra sjónarhorna og sjá að þau veita manni jafnvel ný verkfæri til að takast á við lífið.

 

HVAÐ ætli þessi vetur beri í skauti sér?  Er ég í stakk búin til þess að takast á við hann? Hvað ætla ég að bera úr býtum eftir þennan vetur, hvað vil ég uppskera?....ef að ég ákveð að vera aðaláhrifavaldurinn í lífi mínu í stað þess að leyfa öðrum að stjórna í því...hvað ætla ég þá að láta gerast..og hvernig?

Ég vil, hvað sem öðru líður, geta litið til baka einhvern daginn og hugsað....."já...ég stóð mig vel þetta árið"

 Eðlilegar í útileguÁst og virðing Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ávalt og endalaust....

þú tekur þetta ár í nefið einsog flest hinna

þú ert svo skáldleg og falleg að manni vöknar bara um augun

já... sem betur fer tróðstu þér uppá mig...  og nú höfum við deilt ýmsu,ekki þó eins miklu og ég og meðleigandinn minn en .... ég erað vinna í því ..

sit ég hér og rifja upp stundir, manstu rót tripið okkar, manstu óvænta djammferðina til rvk, manstu lélegasta 3 someið(sem gerðist aldrei en var einkahúmor)... manstu hvað það eru góðar þessar brauðstangir á hróa... manstu undirfatasýninguna og óboðnu gestina, manstu puttadansinn, manstu rifrildið og tárin við kveðjustundina, manstu feitubollurnar hoppandi á dýnunni og "ég er eigilega of seinn til að labba)... manstu rassahára cleevítchið á gæjanum á útihátiðinni á Dillon, manstu blátt og marið..  manstu pottinn í útileigunni, og undir feldi spekúleringarnar... manstu naflaskoðun og ráðlegginar (öll kvöldin) manstu búningaleitina, mátanir í rómantík og fiflalætin....

ég man það allt...

Anny Jakobina Jakobsdottir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Þetta er fljótt að líða! Ég verð þrítug næsta vor,,,þrítug! Pældu í því!! Byrjaðu að spara fyrir miðanum frænka - það er skyldumæting!

Elín Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 22:58

3 identicon

Æji dísúss minn Anný! í bland við

JÁ ég man...þetta allt...það er nokkuð ljóst hvar mesti gróðinn var þetta árið...fólkið...alltaf skal það vera fólkið sem mætir manni á lífsleiðinni og tekst að taka sér bólfestu í hjarta mans sem telst mesti gróðinn

Ég man líka eftir öllu púlinu í íþróttahúsinu, allri hjálpinni við að moka okkur af Íslandi..bæði frá þér og fleirum, man msn makeup pælingar, man "ertu að meika þennan gaur" pælingar hahaha, þúsund og einn hádegisverð með tilheyrandi slúðri, flissi og spjalli. "ertu að sjá rassinn" pælingar, man svartfuglseggjaævintýri, sex and the city...need I say more...gufan í ræktinni, fótboltainsidentið ......vá hvað ég man....vá hvað það er margt frábært frá þessum vetri sem er þess virði að muna.......for evör end ítörnití...

Sjísöss hvað maður getur verið meir og mjúkur eitthvað  hehehe

Birna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 05:59

4 identicon

ég veit!!!

við (og ég fyrst) erum alveg að verða 27... hvað gerðist? hvert fóru þessi ár?

við mössum þetta eins og annað ;)

Kristín Þóra (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:33

5 identicon

Bíddu bíddu..... hvaða mjúka mjúka sjitt er þetta!  Birna!  Hvað gerðist á Íslandi......??  Snýtubréfapælingar alveg!!  ;)  Er ekki ennþá að fatta að þú sért í dk og ekki búin að hitta mig....  Algjörlega út í hött!!

Love you honníböns!! :* 

Monika (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:16

6 identicon

Vá hvað ég er alveg sammála þér á flesta vegu.

En þegar Anný byrjaði að telja upp manstu atvikin og þú bættir við í hópinn,,, þá fann ég alveg hvað það er mikið sem mar man eftir þetta síðasta ár,, sem var snilld í alla staði.,,, Og það versta við það er ,, að þegar svona hlutir eru rifjaðir upp,, þá langar mér eiginlega að endurtaka þessa hluti,, og ég átta mig á því hversu mikið maður getur saknað vina sinna,, og þó svo að við séum báðar í Dk núna,, þá ertu samt svo alltof langt í burtu.

Hlakka rosalega til að hitta þig og geta gefið þér öll knúsin sem ég ætlaði að gefa þér í dag

Love you böns

Dagný (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:03

7 identicon

Nigga bitch please ég man ekkert var alltaf of fullur og orðinn svo gamall að ég man ekkert stundinni lengur en man þó eftir öllum snilldar spjöllum sem við áttum þegar maður var edrú (mánudaga til miðvikudaga). En man eftir mínum fyrstu kynnum af þér en það var einmitt þegar ég og Einsi Bongó vorum í alveg ofboðslega heimspekilegum pælingum og þú byrjaðir að chatta við okkur og halló night vision goggles......need I say more  kveðja frá klakanum.

sibbinn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:42

8 identicon

HAHAHAHAHAHA.... oh! djísis... ég er svo hrillilega sammála Dagnýju.... Væri sko alveg til í að endurtaka allt saman og meira til. Er með eitt sterkt "mannstu" hérna: mannstu þegar uh... "sumir" lömdu leiðinlega gæjan á Hressó fyrir að pota í magan á "sumum" og mannstu hvað þú varst hrikalega sátt og ánægð með þessa líkamsárás mína.

"sumir" fá líka aldrei að gleyma þessari barsmíð.... og ekki heldur nærbuxur-eða-ekki nærbuxur-atvikinu á Halloween ballinu.

Ósjitt... ætla að stoppa hér... er að missa mig....

lov jú beibs og sendi kveðju í baunaveldi.

kv.

Dóra sem er að vaka of lengi...

Dóra (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 00:31

9 identicon

Æ krakkar þið eruð frábær

MONIKA.....það er ekki hægt að vera báðar í DK og hafa ekki hist...eigum við að fara að rifja upp The Great Escape partý eða ?

Dagný.....bjargaðir lífi mínu í dag....netknús virka líka   En um leið og bílinn kemur, tökum við hús á þig, leggjumst í rómó flatsæng á gólfinu hjá þér....með hvítvín í farteskinu beibíkeiks og tökum görlíhelgi (ókei..Valdi má vera með ef hann verður komin...enda vinur okkar líka)

nigga bitch please....oh the night vision goggles....HAHAHA hver þarf ekki að eiga svoleiðis...í alvöru?  Og maðurinn sem eftir nokkra bjóra sagði öðrum mönnum að strap on a pair og hætta að væla yfir sjálfssköpuðu sjitti   Naglinn..maðurinn...negrinn!

Dóran....Dóran..bara nafnið hefur merkingu....Dóran er í raun indíána nafn sem þýðir "sú sem getur flækt sig í sjálfri sér like there´s no tomorrow og beðið ólýsanlegan fótaskort á tungunni"     Dóra...nagli í leynum.  nærföt/ekki nærföt...hehehe  eilífðarpæling. (sérstaklega fyrir Valda HAHAHA)

Birna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 06:21

10 identicon

Hæ sæta mín....rosa flott færsla hjá þér...gaman að lesa um árin þín...Vantar smá grallaraárin þarna en það kannski er bara búið að renna saman...gerir það alla vega hjá mér...ég man nú ekki neitt stundinni lengur...en knús knús frá Århus

Dúna Baldursdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:06

11 identicon

Hehe  Dúna mín....ef ég hefði átt að pikka inn allt sem við bardúsuðum í Kópavoginum í den...þá væri ég enn að pikka

Munum við hver það var sem að kvatti fólk til setuverkfalls í leikfimi tíma...þegar við vorum 8 ára?.....litla kommabarnið auðvitað   (kennarinn man það allavega því hann kenndi mér að keyra 9 árum síðar og mundi enn eftir"stelpupjakknum" sem reif sig stanslaust um óréttlæti heimsins hehehe) 

Eða fékk fólk til að fjölmenna á fund til skólastjóra vegna óánægju með kennara...og var svo valin talsmaður hópsins ásamt Ása....verkalýðsunginn auðvitað

Óteljandi dansatriði á bekkjarskemmtunum og árshátíðum, kyss kyss eða útaf!  5 mín í helvíti! Vangadanspartýin HAHAHA  

Sumarið í Kerteminde.......Vá Dúna...takk fyrir að láta í þér heyra , þú opnaðir alveg nýjann minningakafla í kollinum á mér 

Birna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:40

12 identicon

haha já Kerteminde....við verðum held ég að gera okkur ferð þangað fyrst við erum nú báðar staddar hjá baunum....Knús Dúna

Dúna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:43

13 Smámynd: Berglind Júlía Valsdóttir

Þú ert yndisleg..æði að lesa færslurnar þínar duglega stelpa..:)

Kiss og knúz

Bjúlían

Berglind Júlía Valsdóttir, 12.9.2008 kl. 12:54

14 identicon

hehe, ég man enþá eftir ferðinni til Tékklands!! djöfulsins snild, við verðum að fara einhvern tíman aftur til Tékklands :)

Lyfi Byltinginn!!!

Kári bónusbróðir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:40

15 identicon

Góður pistill Birna mín en þú ert samt að misskilja eitt atriði.. maður á ekkert eftir ólært um lífið og tilveruna þegar maður er 26, ég varð 27 fyrir tæpum mánuði og það hefur ekkert gáfulegt gerst síðan... EKKERT!!!

Helga R (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:29

16 identicon

Þú ert frábær penni og ótrúlega dugleg að leifa okkur hérna heima að fylgjast með þér....   Ég hef sjaldan, ef einhvern tímann, hitt eins sterka manneskju og þig og er stolt af því að kalla þig vinkonu mína :)

 Sakna þín mjög mikið og hlakka til að heimsækja þig í janúar !!!

elín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:21

17 identicon

ég man líka fótboltainsidentið.... :S.... og man flest sem gerðist vikunni eftir það þegar loksins fór á verkjalyf.. það var góð prófvika rest... .....

Anny (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband