14.9.2008 | 19:25
"Ég mæti þér í myrkrinu, með munninn í augnastað"
"með fingurgómunum giska ég gætilega á það..."
Núna er ég í þeim sporum í þriðja skiptið í lífinu að byrja haustið á nýjum stað, í nýju landi...umkringd nýju fólki og að takast á við nýjar áskoranir. Þegar maður hendir sér inní hringiðu fólks, sem allt er á leiðinni eitthvert gerist það óhjákvæmilega að fólk "mátar" hvort annað til vinskapar. Hversu langt hleypir maður hverjum og einum, og sér maður kannski eftir því síðar að hafa hleypt röngu fólki of nærri sér? Auðvitað mæta flestir í svona aðstæður, með hreinskiptnina í fararrúmi og jákvæðnina á kantinum en oft getur verið erfitt að greina hvar flagð leynist undir fögru skinni.
Þið gamla Keilislið munið það nú líklega, að strax fyrstu dagana parast fólk saman, svo breytist þetta eftir því sem fólk kynnist og það áttar sig á því að ef til vill á það ekki saman með hinum eða þessum og oftar en ekki enda ólíklegustu týpur flæktar í ævilöng vinasambönd. (lovjúgæs....júnó hú jú ar )
"í brjósti mínu bergmálið býður þér að ganga inn..."
Það getur verið áhætta að hleypa fólki að sér...en ávinningurinn getur líka verið svo mikill að oftast borgar það sig að taka sénsinn og þora að trúa á það góða í náunganum.
Þetta lag hans Bubba, sem ég er að taka línur úr, heitir "Við tvö" og hefur það verið til hjá mér síðan ég man eftir mér....eða svona næstum því. Ég er samt einhvernvegin að heyra það fyrst núna...eða kannski er ég bara að kunna meta tilfinningarnar að baki ljóðsins í fyrsta skiptið, með hækkandi aldri Hvað stjórnar því að fólk finnst, og passar saman, og það sem meira er.....heldur áfram að vera saman? Hvers vegna veljum við okkur það fólk í kringum okkur sem við gerum? ...Eru það bara ferómónin sem draga fólk saman..eða er það samspil fleiri þátta?
Ljóðið "Við tvö" sáði fræinu af þessari spekúlasjón í kollinn á mér og er það mjög greinilega ástarljóð en ég bara gat ekki sleppt því úr þessari færslu þó svo að ég sé líka að tala um vináttu og verð ég líka að játa að mér finnst þetta ljóð með rómantískari ástarljóðum íslendinga...opinská einlægni og "vulnerability" út í gegn. Það má segja margt um Bubba....en fjandinn ef hann kann ekki að orða hlutina drengurinn og mig rekur í rogastans í hvert skipti sem ég heyri það hvað þessi líka illilega yang maður getur sungið angurvært...
"Sjáðu hvernig sólin rís úr sjónum ljúfan mín"
Ég er svo mikill sökker fyrir svona hughrifum...þegar Bubbi syngur þessa línu (og næstum alltaf í lögum hans sem snúast um náttúruna) þá sé ég þetta ljóslifandi fyrir mér...lifi mig inní rómantík sólarupprásarinnar með öllum sínum ótrúlegu litum, sem ná að vera bæði djúpir og skærir í senn... Það eru engar sólarupprásir eins og íslenskar sólarupprásir (sérstaklega ef maður situr á bryggju..með dinglandi fætur...eða einhverstaðar lengst úti í móa)
Í haustkuldanum sem kemur með hlýlegt myrkrið (já...ég veit..skemmtilegar andstæður) skulum við muna hvernig það er að líða svona...svona eins og Bubbi syngur um í þessu lagi...það er varla til betri tilfinning held ég en sú að elska einhvern svona einlægt, bæði vini og ástvini ... þó svo að viðkomandi sé stundum asni
Knúsið fólkið ykkar...og þakkið fyrir að það skuli þola ykkur
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa þessa spekúlasjónir hjá þér og gaman hvað þú kemur þessu einstaklega vel frá þér.
sibbinn AKA N.V.G (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.