Speki.....gömul og ný

 

Þegar heimskur maður gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir segir hann það hafa verið skyldu sína....

Er það málið?  Rakst á þetta spakmæli hérna fyrir nokkrum vikum og hef mikið spáð í þessu.......líka speki Anais Nin sem sagði..."we don´t see things as they are - but as we are"

 

Ótrúlegt hvernig sumu fólki getur ratast orð í munn. Einhver svona speki...ein lína...sem lifir að eilífu. Ég er þessa dagana með undirtexta á msn hjá mér sem er svona speki einhver...hljóðar svona: 

Poor is the man who´s pleasures depend on upon the permission of another. 

Mér finnst ótrúlega mikið til í þessu mörgu hverju og hef oft gaman að því að velta svona speki fyrir mér...uppáhaldið mitt þessa dagana er á dönsku...sá þetta á andlitsbók vinar míns í DK.  "Den der er herre over sine lidenskaber er slave af sin fornuft"   Uppá engelsku myndi þetta hljóma eitthvað í þessa áttina: He who has mastered his passion is inslaved by his reason.... og svo ástkæra ylhýra....Sá er hefur vald á ástríðum sínum, er þræll skynsemi sinnar. Alltaf þarf íslenskan að vera háfleygust hehe Cool

 

Mér finnst gaman að velta mér uppúr speki liðinna snillinga og ef að maður gæti bara asnast til þess að taka mark á þessu sumu allavega og læra einusinni af reynslu annarra...þá gæti maður sparað sér ófáar raunirnar held ég Woundering

 

Allavega...heimspekilegar pælingar um þessar mundir....

 

Eitt spakmæli að lokum...Vinir þínir eru fjölskyldan sem þú velur þér....veldu því vel og vandlega.

(spáið í hvað það er rétt...maður situr jú uppi með foreldra og systkini...sem er að vísu í flestum tilfellum af hinu góða Tounge...en maður getur líka valið sér fólkið sem maður vill umkringja sig með dags daglega...hverjir eru það sem hafa það til að bera sem maður kann að meta í fari fólks...og hverjir ekki, víst hefur maður fallið í þá gryfju að TELJA fólk búa yfir ákveðnum mannkostum sem það svo gerir ekki Errm.....en þá...ólíkt því sem hægt er í hinni líffræðilegu familíu...getur maður hreinlega látið "fjölskylduböndin" "feida" út....  )

Ein maður í minni fjölskyldu gengur undir nafninu Kletturinn...enda brýtur ekkert á honum og er hann okkur hinum gott skjól þegar á reynir...mig langar að geta verið mínum fjölskyldum, bæði þeirri líffræðilegu og þeirri útvöldu, slíkt skjól þegar á reynir hjá þeim...og á móti..getað leitað skjóls sjálf þegar lífið bítur mig of fast.

 

Held hreinlega að ég sé að verða gömul bara þessa dagana...þvílíku pælingarnar um gildi og gæði lífsins að það hálfa væri meira en helmingi nóg....fyrir 3!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu þú er bara yndisleg, elska að lesa bloggið þitt!!!

Byð að heilsa öllum Keilismeðlimum í baunalandinu.

Hanna Maja Keilisnemi (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband