29.9.2008 | 20:28
Verðbólgan hún étur börnin sín......
Man einhver annar en ég eftir þessu lagi....Helga Rún?
Núna á það svo sannarlega við. Talandi um að fara í ástandið sko....alveg er það ....... krefjandi skulum við segja, að ætla að lifa á íslenskum peningum í útlöndum núna...helmingurinn af þessu hverfur bara við myntbreytingu! Þá þarf maður að velja hvort að maður vill alltaf fá jafna upphæð í dönskum á mánuði......og fá þá kannski skell um áramót þegar LÍN greiðir út....eða eiga fé á milli handanna eftir gengi..og geta þar af leiðandi ekki verið með neitt sem heitir áreiðanleg fjárhagsáætlun
Þetta er eitt af þeim sviðum lífsins sem vekja AFAR takmarkaðan áhuga hjá mér....Ævar keilismaður má bara sjá um þessa hlið.....að eilífu. Mér finnst að peningar eigi bara að sjá um sig sjálfir...og að það eigi alltaf að vera til nóg af þeim...OG HANA NÚ!
Nóg af því...allir að fá æluna upp í háls af þessu.
Hérna megin við hafið líðum við áfram í haustblíðunni og erum farin að sjá gulnuð lauf hér og þar....mikið hlökkum við þá til að fara í skógartúra í laufskrúðinu öllu saman. Það er alveg stórkostlegt að upplifa litadýrðina í dönskum skógum í október og nóvember.
Endilega myndskreytið...að labba í trjágöngum..með himinháum trjám...gul og rauð og græn og...tja..ekki blá..en alskonar brún og appelsínugul laufin bæði þyrlast með fótunum á manni svo að hvergi sér í jörð og mynda ramma um skógarstíginn svo hvergi sér annað en þykkann vegg litadýrðar.....vá..ég tapaði mér alveg Við vorum vön að fara í myndatökutúra hér í den á haustin í skógana umhverfis Kaupmannahöfn...kannski við bara endurvekjum þá hefð
Ein gömul og góð síðan ´05, hvort þetta var ekki bara jólakortamyndin það árið...einmitt tekin að hausti í kaupmannahöfn...að vísu ansi seint um kvöld. Litlu múslur
Benni er með málaðann fisk á kinninni.
Ég er semsagt að tapa mér í haustrómatíkinni á milli þess sem ég horfi í hverja krónu.....hverfa á milli fingra mér hehehe
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 2990
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta mín....veistu ég var að rifja bara upp í dag atvik frá Kerteminde....Manstu þegar við fengum far með strætóbílstjóra heim á búgarðinn þegar við vorum búnar að missa af síðasta strætó...Við tróðum vasana okkar af steinum og vorum sko við öllu viðbúnar ef hann ætlaði sér ekki að hleypa okkur út úr bílnum....hahahaahahaha vá hvað við vorum bilaðar að húkka svona far....heppnar að kallinn var góður
Dúna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:01
hahaha, þetta atvik rifjaðist einmitt upp fyrir mér þegar við tókum upp puttaferðalang síðustu helgi Vorum nógu saklausar til að taka farinu sem var boðið, enda bara 12 ára, en svo nógu meðvitaðar um heiminn til þess vera við öllu búnar......að eigin mati.
nkl...bara heppnar að sleppa heilar frá þessu bernskubreki
Birna Eik Benediktsdóttir, 30.9.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.