31.10.2008 | 12:43
Draumurinn...
Einusinni var kona sem átti drauma....þeir voru ekki stórir...en draumar voru það samt.
Fólkastrokleður......það var einn af þeim. Að geta strokað út óæskilegt fólk án afleiðinga fyrir fólkið í kringum það.
Tímavél.....það var annar. Að geta farið aftur í tímann og breytt öðruvísi...getað varað fólk við yfirvofandi mistökum...komið í veg fyrir mistök.
Fólkaupdate....sá þriðji. Að geta hreinlega uppfært fólk ef að það vantar í það einhverja hluta...suma vantar tilfinningagreind...aðra rýmisgreind...enn aðra siðferði....og enn aðra trúnað...update valið allt eftir behag.
Ræfilseyðari....sá fjórði. Mekanismi...með færibandi....sem eyðir ræflum.
Peningavél ....sá fimmti þarfnast engra útskýringa.
Vinagegnumlýsir .....numero seis. Greinir kjarnan frá hisminu ÁÐUR en maður hleypir fólki of nærri sér og verður særður af svikum þeirra.
Growsomeballs ........sjá sjöundi var draumurinn um lyf í töfluformi sem hægt væri að gefa undirlægjum til þess að þeim yxu huglægar hreðjar á skömmum tíma.
Getoveritandstoppining ........lyf eða mekanismi (og þá með færibandi) sem gerði fólki kleyft að afgreiða mistök fortíðarinnar án þess að velta sér uppúr þeim endalaust.
Tilfinninga USB lykill ......níundi draumurinn var að geta hlaðið tilfinningum sínum inná USB lykil og plöggað honum svo bara í þann aðila sem að óskar eftir því að skilja hvað samferðafólk sitt er að ganga í gegnum.
Er þetta einungis brotabrot af hinum hugvitssamlegu draumum konunar þeirrar....
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Númer 1 og 7 eru klárlega í uppáhaldi hjá mér en myndi samt mest vilja eiga númer 5 og geta lagað þetta ástand hérna á klakanum og ekki vegna þess að mér finnist þetta allt svo hræðilegt ( sem það er ) heldur til að losna við allt þetta helvítis krepputal daginn út og inn.
sibbinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:18
frábærir draumar, láttu mig vita hvort einhvað af þessu verður framleitt :)
Væri sérstaklega til í nr 2 og 8
Dagmar Íris (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:55
Hlátur, hlátur, alltaf gott að kíkja á bloggið hjá þér til að lyfta lundinni og vona að námslánin fari nú að hækka aðeins hjá ykkur. Kveðja frá Bíslandi
Eyrún (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:54
Nei hættu nú alveg..þetta er svo flókið mar...hvað með þetta einfalda? Hvað með Kalda kók í annarri og bíópopp í hinni?...reyndu að afflækja þig..leðja úr sveitinni E
Ella dk (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:14
er að kenna AH að segja Batterman!! söknum ykkar fast!!
ávalt og endalaust!
anný og arnhildur (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:11
He he, það væri yndislegt ef þessir draumar gætu ræst....
Hefði ekkert á móti því að fá þá ALLA uppfyllta :)
Jórunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 19:35
Hef ég einhvern tíman sagt þér að þú ert alger snillingur !!!!! we´re gona make it our mission in life að búa til sonna græjur
bið að heilsa öllum vittleysingunum þarna úti!!
elín (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.