9.11.2008 | 16:01
Flókið að lifa á upplýsingaöld...
Facebook, myspace, msn og blogg....allir eru með síma í vasanum öllum stundum svo að ALLTAF sé hægt að ná í fólk.....ALLTAF!! Jafnvel börn! Þar koma þá sms og mms inní líka. Ekkert má lengur gerast fyrir luktum dyrum og ef að fólk reynir að halda sér og sínum frá sviðsljósi tölvualdarinnar þá er það talið skrýtið...eða með ofsóknaræði
Kannski er það skrítið að vera "spéhræddur" á netinu ...ef að maður vill ekki að fólk viti hvað maður er að gera...er maður þá ef til vill að gera eitthvað sem maður skammast sín fyrir ....eða á maður svo erfitt fólk að, að maður má ekki spóka sig að vild í lífinu án þess að vera skammaður fyrir það af afskiptasömum "vinum" og vilji þessvegna halda því af fésbókinni, myspaceinu, blogginu, sms-unum og mms-unum, hvað maður er að bardúsa í lífinu...
Ég er voða heppin held ég...ég á enga vini á fésinu eða msninu sem að leggja mér línurnar um það hvað ég má gera eða hvað sé við hæfi...mér virðist vera treyst af mínum nánustu til þess að meta það sjálf, þrátt fyrir að manni verði það eflaust á að angra ókunnuga. Þessvegna er ég lítið spéhrædd við blogg eða myndbirtingar vina og vandamanna þar sem ég kem fyrir...oft er bara gaman að sjá af sér kjánalegar myndir það vita guðirnir allavega að mér finnst æðislegt að fletta í gegnum myndir frá Keilisárinu...frábærar minningar í þessum myndum
En svo má auðvitað deila um það hvort að það sé normið bara að pósta öllu á netið á opnar síður...annað væri kannski að pósta myndum á lokaðar síður þar sem að einungis hlutaðeigandi hefðu aðgang en ekki aðrir ...en..tilhvers væri þá feluleikurinn? Er ekki flestum sama...svona í alvörunni...um það hvað maður er að gera...nema kannski þeim sem voru með..og finnst þá líka gaman að fletta í gegnum myndir ?
Er það þá kannski noja að halda að fólk sé eilíft að horfa yfir öxlina á manni, að maður sé svo hundeltur af papparözzum að maður má sig hvergi hreyfa án þess að bölvaður lýðurinn birti af manni myndir....og hafi skoðanir á því sem maður er að gera
Ef að maður er að upplifa það í alvörunni að fá skammir fyrir eigið líf...þá er það auðvitað ekki noja og hvað um þá sem eru sífelt horfandi yfir axlirnar á öðrum...teljandi sig hafa dómraréttindi í lífinu....á fólk að læðast í kringum slíka aðila...og reyna að haga "sannleikanum" þannig að "dómarinn" fái ekki ástæðu til spjaldaútdeilinga...eða á fólk að gefa skít í slík heimatilbúin yfirvöld...og gera bara það sem því sýnist?
Ég man einfaldari tíma....þar sem maður fór út að leika 7 og 8 ára....og átti að koma inn í kvöldmat....og mamma gat EKKI hringt í mann til að athuga hvað maður var að gera...heldur gat maður prakkarast að vild Ef maður kom of seint heim...fékk maður ef til vill ávítur...en ekki sms. Margar ferðir með nesti upp í tjörn í sveitinni...3-4 krakkar saman....og engin með síma. Óteljandi reiðtúrar með Laulsunni..og engin sími. Þeir sem vildu vita hvað var að gerast á djamminu....urðu að mæta á staðinn...það var ekki hægt að fletta bara myndunum upp á Facebook ...Það var ekki hægt að gúggla þann sem maður var að byrja að deita né heldur fletta honum upp í íslendingabók...
Jú víst getur verið erfitt að feta stíginn mjóa á upplýsingaöld...hvar byrjar félagslífið og hvar endar einkalífið... hversu miklu af sjálfum sér vill maður deila með alþjóð...á maður ef til vill bara að halda sig fjarri miðlum eins og facebook og myspace ef að þörfin á einkalífi er svo sterk að þessar samskiptaleiðir angra mann? Eða er maður tilneyddur sem barn síns tíma að taka þátt í einhvejru sem að manni finnst ef til vill vera vitleysa...
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þegar það kom til tals fyrir svolitlu síðan, kannski rúmu ári, hvort Bæring bróðir vildi fá síma var Harpa systir fljót að benda á að þá gæti mamma ALLTAF náð í hann, líka þegar hann væri viljandi að gleyma að mæta einhversstaðar! hann langaði ekkert í síma...
mér finnst að fullorðið fólk ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af hvað öðrum finnst, auðvitað þarf maður samt að passa sig að særa engann með gjörðum sínum EN það eru takmörk fyrir því hversu mikið tillit maður á að þurfa að taka til annarra, maður verður nefnilega samt að geta lifað lífinu - en ekki vera skraut uppi á hillu sem hægt er að stilla fram þegar einhverjum öðrum hentar.
Kristín (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:19
Heyr Heyr
Ég hef upplifað það að geta ekki notað símann minn í 4 mánuði og að ef eitthver vildi ná í mig þá greyjið þau. Ég hef aldrei upplifað jafn mikið frelsi og þá og þetta var fyrir 2 árum.
Og það er oft erfitt að sjá rugl myndir af sér á netinu, en þetta er víst tækniöldin en ekki the simple life sem við fundum fyrir á ungum aldri..
Mér finnst frábært að hafa fengið þig sem ferðafélaga :)
Kv Jórunn
Jórunn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.