Stúlkan sem starir á hafið...

Áður en þessi færsla er lesin...eða á meðan...þarf að hlusta á lagið sem linkað er á hérna neðst í færslunni. 

Hlusta fyrst...lesa svo

Ég var að finna þetta lag aftur...það er ótrúlega sárt og tregafullt á svo angurværan máta að það hreinlega seiðir mann með sér inn í heim þessarra djúpu tilfinninga sem ort er um. Söknuð, forvitni, ást, trega, vonleysi, hryggð, skilningsleysi og afneitun...ég get næstum fundið lyktina af úfnu hafinu, heyrt brimið leika um fjöruna og fundið villt rokið berja á andlitinu þegar ég loka augunum og gleymi mér í þessu lagi. 

 

...vá...ljúfsárt heimþrárskot...Joyful

 

Hér fylgir brot úr texta lagsins.

 

Ég sá hana dansa með döpur græn augu

dansa líkt og hún væri ekki hér,

hún virtist líða um í sínum lokaða heimi

læstum fyrir þér og mér

 

Hver hún var vissi ég ekki en alla ég spurði

sem áttu leið þar hjá

þar til mér var sagt að einn svartan vetur hefði

sjórinn tekið manninn henni frá

 

Þetta er stelpan sem starir á hafið

stjörf með augun mött

hún stendur öll kvöld og starir á hafið

stóreyg, dáldið fött

 

Þessi starandi augu, haustgræn sem hafið,

ég horfði ofan í djúpið eitt kvöld

þau spegluðu eitthvað sem aðeins hafið skildi

angurvær, tælandi og köld

 

Uppi á hamrinum stóð hún og starði yfir fjörðinn

stundum kraup hún hvönninni í

þar teygaði hún vindinn og villt augun grétu

meðan vonin hvarf henni á ný

 

 (Höf:Bubbi Morthens)

 

 

Bubbi nær að lýsa náttúru og tilfinningum á einhvernvegin svo hugljúfan, angurværan og einlægan máta að maður getur ekki annað en hrifist með...prófið bara...að loka augunum og sjá fyrir ykkur fjörðinn....víðáttu hafsins..sorgina yfir tollinum sem það heimtir...harðneskjuna í því að svona er lífið...

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég finn alveg lyktina, og heyri í því (ekki bara afþví að ég bý við sjávarsíðuna)

Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:43

2 identicon

svo fallegur penni ástin mín...

Anny Jakobina Jakobsdottir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:14

3 identicon

Hvah!! Þú hér?? ;)

edda Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband