26.11.2008 | 12:28
Tapaði fyrir jólunum....!
Vá hvað ég er búin að skíttapa fyrir jólunum Ég sem hef alltaf verið anti-nóvember-jólafasisti er bara búin að setja jólaljós upp um allt og dreifa jólaskrauti útum alla íbúð, setti meira að segja seríu á litla sæta jólatréð sem gamla settið kom með heim frá Singapor hér um árið.
Svo að núna er allt voða voða huggó heima hjá okkur (quote: Eyþór Atli) Við Jóna dembdum okkur líka í smákökubakstur síðustu helgi (strákunum til mikillar ánægju ) og hefur verið stanslaus smákökuilmur í húsinu síðan....þar sem við erum voða voða dugleg við að maula þetta góðgæti
Annars er pressan í skólanum að aukast til muna, ég bíð ennþá eftir því að ég tapi mér í stressi en það virðist ekki ætla að láta á sér kræla...sem endranær hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera
Ég þarf samt að skila einum 5 ritgerðum fyrir annarlok, sem þurfa að mæta ákveðnum stöðlum svo ég öðlist próftökurétt í þessum 5 fögum, 6. fagið er símatsfag sem betur fer. Svo fer í hönd prófatími í JANÚAR....já takk fyrir kærlega...frábært að fá tækifæri til þess að velta sér uppúr prófalestri svona yfir jólin...þar sem ég á hvort sem er ekkert börn til þess að halda jól með eða neitt.... ...piff á þetta skipulag
En svona er það víst þegar maður hellir sér í háskólanám, einstæður með þrjá orma í pilsinu...strákarnir geta hist og lært um helgar...á meðan ég fæ að fara í smákökubakstur og Lúdó Það er svolítið spes upplifun að vera sú eina í mínum bekk sem á börn...og það virðist alltaf koma bekkjarfélögum mínum jafn mikið á óvart þegar ég get EKKI hitt þau til að læra eða djamma eða leika eða eitthvað...því að ég er að fara á Tae Kwon Do æfingu...eða heim að elda og leika með playmo
En það er eins gott hvað veturinn er frábær tími hérna í DK, annars væri erfitt að keyra þetta í gegn á seiglunni...danir hafa jólaljósin uppi við lengi því það verður svo mikið niðamyrkur hér, ótrúlegt í rauninni hvað það verður mikið dimmara hér en heima á Íslandi...mér finnst það svo kósý ... að fara með litlu feitabolluna mína í leikskólann...dúðaðann í snjógalla, með þykka húfu og vettlinga og gallaður uppúr og niðrúr í ull innan undir....OF SÆTUR
Svo er það einhvernvegin öðruvísi að koma heim úr skólanum á milli 16 og 17 með ungastóðið í niðamyrkri, fara inn og fá sér kaffitíma...rúgbrauð, smákökur og kakó....því það eru að koma jól hehe...og kúra svo eitthvað og lesa eða fara í heimsóknir í myrkrinu til nágrannanna...æææææ mér finnst þetta myrkur sem kúrir yfir eitthvað svo rómó alltaf. Ískuldi, stjörnubjartar nætur, kúr undir teppi... (ég ss þarf ekki að hjóla í ískuldanum eins og hinir )
Dsjís...(nýja uppáhalds ritaða orðið mitt) ég er svo upptekin af því hvað lífið er skemmtilegt um þessar mundir að ég gleymi alveg að stressa mig yfir prófum og ritgerðum, fólkið í skólanum er svo skemmtilegt að það léttir andrúmsloftið alveg gífurlega...verður maður svo bara ekki að vona að þetta smelli bara saman í annarlok
Annars var verið að gefa út bók um Gamlann minn....og ég hlakka GÍFURLEGA til þess að glugga í hana um jólin...það er ekkert smáræði sem ég er stolt af kallinum, mér finnst ég heppin að þekkja hann, hafa fengið og fá ennþá að læra af honum
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá hvað ég öfunda ykkur af jólabakstrinum, hér hefur ekkert svoleiðis verið planað einusinni...
til lukku með gamlann, ég er aðeins búin að kíkja í bókina - margt þarna alveg ótrúlegt! og ég er nú líka bara ansi stolt af að eiga smá í honum
vona svaka mikið að ég nái að hitta ykkur eitthvað meðan þið stoppið á íslandinu
knús að vestan
kristín (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:21
Ég hef alltaf og mun alltaf tapa fyrir jólunum enda er ég mikill nautnaseggur. Asskoti er kallinn reffilegur í nýju bókinni og spurning hvort maður kíki ekki á hana um jólin.
sibbinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.