8.1.2009 | 17:12
Borg óttans...!
Mig langar að byrja á að þakka ykkur öllum (líka þeim sem kvittuðu af hræðslu ) fyrir hamingjuóskir og fallegar kveðjur til mín og minna undanfarið Það er mjög gaman að fá góðar kveðjur frá ykkur sem nennið að lesa þetta líka snilldarblogg
Við erum á leið til borgar óttans, þar munum við hafa stutta viðdvöl þangað til að við fljúgum svo HEIM Ég hlakka svo til að komast heim í mitt dótarí og mitt fólk...og FEITA PATTANN MINN að ég er að fara yfirum hehe. Ég ætla þó að reyna að njóta daganna fyrir sunnan eftir fremsta megni.
Ég er búin að pakka í þúsund og eina tösku fyrir ferðalagið okkar og varð þetta að sjálfsögðu að vera svolítið flókið. Sumt á að notast í Reykjavík, en annað á að fara beint til DK...svo þetta var svona...tvöfalt pakkerí
Ég hef semsagt nóg að gera sem endranær og sé ég ekkert fyrir endan á því neitt, Litli Jón er að láta meira til sín taka þessa dagana en ekki þýðir að væla yfir því....stanslaus ógleði, uppköst, þreyta, þyngdarmissir, svimi, stanslausar klósettferðir, 0 matarlyst og brjóstsviði eru jú hluti af "the magical glow of pregnancy" eins og einhver karlmaður hlýtur að hafa kallað þetta ......og svo er líka leiðinlegt að væla ....... og ekki töff Þessu lýkur þó einhverntíman sem og öllu öðru svo ég ætla bara að einbeita mér að því að upplifa rómantíkina sem virðist alltaf umhlykja meðgöngur og ungabörn
Í besta falli vakna ég eiturhress og laus við ógleði á morgun...og fer að bæta á mig kílóum eins og hetja ..........og í versta falli lagast þetta uppúr miðjum ágúst....sem er nú ekki svo langt undan
Ég veit ekki hvenær ég kemst í tölvu næst....svo þið verðið bara að bíða milli vonar og ótta eftir nýrri skýrslu
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð kæra frænka...
Elín Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 20:57
Það er grafalvarlegur misskilningur að það sé ekki töff að væla. Meira töff er þó að grenja eins og hetja.
Róbert Jóhannsson, 9.1.2009 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.