Hættum að kvarta undan smáatriðum og metum hlutina í réttu samhengi....

 

Ég átti samtal við góðvin minn fyrir réttu ári síðan. Eitthvað var verið að ræða óréttlæti í heiminum í vinahópnum og kom þá upp sem oftar staða kvenna og samkynhneigðra um víða veröld. Ég var á þeim tímapunkti nægilega blind á eigin aðstæður til þess að spyrja þennan vin minn sem er samkynhneigður hvernig tilfinning það væri að vita að hann væri réttdræpur í mörgum samfélögum heims.

 Vinurinn horfði á mig og brosti....og sagði svo eitthvað á þessa leið..."tja..mér finnst það ekkert skrítið þannig, hugsa mjög lítið um það..hvernig finnst þér það?" Gasp

 

Það var eins og ský drægi frá sólu í kollinum á mér og það rann upp fyrir mér ljós Blush...ég er nemi...ég geng í skóla, skóla sem ég valdi sjálf í ofanálag, í mörgum þjóðfélögum heims er það dauðasök fyrir unga konu. En ég læt ekki þar við sitja, ég er líka fráskilin kona og lít ég samt sem áður á mig sem nýtan þjóðfélagsþegn, jafn réttháan og hina sem byggja upp þetta þjóðfélag með mér.  En ég læt ekki þar við sitja heldur...heldur gerist ég svo djörf að velja að vera einstæð móðir og tel ég mig vera þokkalega í stakk búna til þess að koma börnunum mínum til manns. Gasp

 

Við lestur þessarar fréttar sem vísað er í hérna að neðan minntist ég þessa samtals okkar vinanna þarna um árið...og því skaut niður í kollinn á mér að við hérna á vesturhvelinu, mörg hver að minnsta kosti, búum til vandamál úr akkúrat engu Shocking...ætli það sé vegna þess að okkur leiðist?  Eða erum við bara svo upptekin af okkar eigin sjálfssköpuðu litlu vandamálum að við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum? Woundering

Pant fara í skólann á morgun og muna að  kunna að meta þá einföldu staðreynd að ég get farið út í fyrramálið, með syni mína og bumbuna út í loftið og farið í skólann ÁN þess að á mig sé ráðist eða gert lítið úr mér eða minni persónu...og þakka öllum góðum vættum fyrir að hafa unnið þann ótrúlega vinning í happadrætti örlaganna að hafa fæðst sem kona á norðurlöndunum...og það á Íslandi Smile


mbl.is „Eruð þið á leiðinni í skólann, stúlkur?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er gott vidhorf hja ther og harrett.

Sigur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband