11.5.2009 | 19:24
ONLINE!!!!
Það bara hlaut að koma að því!! Daman er loksins komin á netið heima hjá sér. Öðlingurinn hann Valdi straujaði bara græjuna sem var öll í rugli eftir mislukkaða uppsetningu og setti inn nýtt stýrikerfi sem er bara draumur í dós......og svo kom tæknimaður heim til þess að laga tenginguna...sóóóó here I am
Frá Odense er allt gott að frétta. Strákarnir eru loksins að blómstra í skólunum sínum, þó svo Benni þurfi smá aðstoð til þess að komast yfir verstu feimnina. Þeir eru svo líka byrjaðir í skátunum bræðurnir og koma heim ilmandi af bálkesti og sólskini einu sinni í viku...og bíða núna spenntir eftir fyrstu útilegunni sem er næstu helgi.
Eyþór fagnaði 8 ára afmælinu sínu síðustu helgi með miklum mannfögnuði í trylltasta leiklandi sem ég hef komið inní....en litli lúxusinn fyrir óléttu mömmuna að mæta bara á staðin.....og allt var reddí...og geta svo bara farið aftur að teitinu loknu
Baldri líkar vel við dagmömmuna sína, en hin börnin þar eru öll "mitla mabbi" ss. litla barnið, en það elsta á eftir honum er ekki nema eins og hálfs árs. Hin væntalegi stóri bróðir fær þá smá þjálfun í að umgangast lítil börn en hann byrjar svo á leikskóla 1. ágúst þar sem hann verður aftur yngstur....eins og hann er vanur Talmálið hans er allt að koma til svo ég bara reyni að bæla niður reiðina í garð danska heilbrigðiskerfisins
Litli Jón vex og dafnar og er hin mesti sparkari...sem kemur svosem ekki mikið á óvart svona miðað við virknisstig foreldranna Og enn sem komið er hefur hann ekki valdið móður sinni svo miklum óþægindum að undan verði að væla......mikið að minnsta kosti Gamla góða mjöðmin mín var nú eitthvað að byrja að hóta mér strax við tuttugustu viku.....en þar sem mér hentar afar illa að setjast niður og bíða þess að tíminn líði dreif ég mig bara í ræktina og fór að lyfta.....og éta svolítið prótein til þess að byggja upp þessa vöðva sem ég hef verið að missa....við þetta bæði þyngdist ég svo að núna er ég næstum komin upp í kjörþyngd aftur....eins og ég var áður en ég varð ólétt.....OG..ég er orðin góð í mjöðminni
Þar fyrir utan hafa þetta nú bara verið þessi venjulegu skot sem maður má búast við svona af og til; þreyta, ógleði, uppköst, höfuðverkir, samdráttarverkir, endalaust pisserí, innanspörk framúr hófi og svona nokkuð ......allt saman voða saklaust óléttunesti
Það kemur ekki á óvart.....en það er Benni sem er uppteknastur af komandi litla bróður. Bæði er hann himinlifandi vegna þess að þetta er strákur...en ekki stelpa...og svo er hann svo góður við mömmu sína þessi elska......."ég skal taka þennan poka mamma....þú ert með alveg nóg í bumbunni" svona gullkorn og fleiri ámóta koma uppúr þessum engli og svo leggur hann sig fram um að passa litla bróður sinn .."leiddu mig bara Baldur minn....mamma passar litla Jón" þetta kom í eyrað á litla bróður hans þegar ég ÁTTI að halda á hans smátign.....OG 4 innkaupapokum....
Jæja...þetta kom nú bara svona í belg og biðu.......en veröldin hefur þurft að fara á mis við ansi margar af mínum víðfrægu hugleiðingum (hógværð ) sökum netleysis...og ég er slíkur hugarleiknilistamaður að ég get að sjálfsögðu ekki bloggað þanka mína aftur á bak...þetta verður allt að gerast á rauntíma En þetta stendur allt saman til bóta.......bíðið bara
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
næs að fá þig aftur kona!
Dóran (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:07
anny (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:08
já ég tek undir það - næs að fá þig aftur kona!
er alveg pínu búin að sakna þín, bæði hér og á msn...
knús á línuna
Kristín frænka (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.